Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 5
Sunnudagur 15. október 1978.
<* ' \
5
A hverju hausti safnar Land-
græðsla rikisins melfræi á
nokkrum svæðum, sem hafa
verið uppgrædd á vegum stofn-
unarinnar undanfarna áratugi.
Bezta meltekjan hefur löngum
veriö i landgræöslugiröingum i
Kelduhverfi við Axarfjörð og i
Sauölauksdal viö Patreksfjörð,
en einnig hefur nokkur melur
verið skorinn við Þorlákshöfn,
Vik i Mýrdal, og i Meðallandi.
Heildaruppskeran siðastliðin
þrjú ár hefur veriö á bilinu 40-50
tonn af óþresktum mel.
Uppskeran er öll flutt að Gunn-
arsholti á Rangárvöllum, þar
sem melgresið er þurrkaö og
þreskt. Gefur þaö um 20-25 tonn
af melfræi. Að vori er fræinu
deilt viða um land til baráttunn-
ar við landeyðingu og upp-
græðslu örfoka lands eða
sjávarsanda.
Ný tækni — aukin
afköst
Um áratugaskeið hefur mel-
fræs veriðaflað með handskurði
hérlendis, þvi engum venjuleg-
Melurinn er eina
vörnin við
foksandi
um sláttuvélum verður við
komið i mellöndum. Melgresið
vex gisið og myndar illfæra
sandgiga, sem gerir véltekju
mjög erfiöa. Lengi höfðu menn
velt fyrir sér möguleikanum á
melsláttuvél, þar til fyrir þrem-
ur árum að Ólafur Egilsson, frá
Hnjóti við Patreksfjörö, smiðaöi
fyrstu vélina. Siðan hefur smið-
in veriö betrumbætt, og er þetta
annaö haustið sem vélin er not-
uð i núverandi mynd. Aætlað er
að þegar bezt lætur, slái vélin á
við 10-15 manns, eða um 2 tonn á
dag. Hefur heildar, árleg
meltekja a.m.k. tvöfaldast við
þessa vélvæöingu.
Sjálf sláttuvélin er venjuleg
greiða af túnsláttuvél, og er hún
i tengslum við margþættan
vökvaþrýstibúnað, svo að skjóta
má allri greiðunni út á hlið og
halla áalla kanta. Meö þessum
útbúnaði má láta greiðuna
fylgja landinu, hvernig sem
dráttarvélin hallast i melgigun-
um. Dráttarvél meö drifi á öll-
um hjólum ber sláttuvélina, og
knýr ljáinn með vökvahverfli,
Poki, áfastur sláttuvélargreið-
unni, safnar axinu jafnóöum.
1 ár hafa mellönd sunnan-
lands ekki borið ax i þeim mæli
Myndir og texti: Hermann Sveinbjörnsson, Landgræðslu rikisins
að vélsláttur sé hentugur.
Melskurðarvélin hefur þvi ein-
göngu starfað noröanlands I
haust. Um 20 tonn voru skorin I
Kelduhverfi, enaf þvi voru um 5
tonn handskorin. Nú er vélin i
Sauðlauksdal,og mun verða þar
til loka melskuröartimans um
miðjan þennan mánuð.
Seigasti landneminn
Skortur á melfræi hefur um
árabil háð landgræðslustarfinu,
þvi melurinn er eina vörnin við
foksandi, og oftast bezta jurtin
til stöðvunar uppblásturs. Und-
anfarna áratugi hefur Land-
græöslan þó veitt þeim svæöum
forgang, er stafaði ógn af sand-
foki. Má þar nefna staði eins og
Þorlákshöfn, Vik I Mýrdal, og
Kelduhverfi i Axarfirði. Full-
yrða margir, að hin áratuga
langa uppgræðslustarfsemi á
þessum stööum, sem hófst meö
melsáningum, hafi tryggt
áframhaldandi lifvænlega
byggö. Nú með aukinni upp-
skeru á melfræi, er meira til
skiptanna, og hægt að vinna
gegn landeyöingu viðar, t.d. i
óbyggðum svo sem á Mývatns-
öræfum og á Haukadalsheiði.
A HONDA .
ÆCORD1979
Þeir sem hafa lagt inn pant-
anir eru vinsamlega beðnir
að hafa samband við umboðið
HONDA
bifreiðar
árgerð
1979
eru komnar
til landsins
Nokkrum bílum
óráðstafað
v_________________________)
Aöeins kr. 3.384
þús. á götuna
HONDA á íslandi
CIVIC1979
Suðurlandsbraut 20, sími 38772, Reykjavík