Tíminn - 15.10.1978, Side 11
Sunnudagur 15. október 1978.
11
m.
gestum. Rétt er að taka þaö
fram fyrst viö erum aö tala um
laun, aö þau eru mjög mismun-
andi há, eftir stööum og þaö
sýnir, ásamtýmsuööru, hversu
litiö samræmi er i þessu og lítil
samvinna á milli safnanna, þvi
auövitaö er þaö alveg hliöstæö
vinna sem innt er af höndum I
öllum þessum söfnum.
Óhjákvæmilegt verður
að sérhæfa söfnin
— Frá hvaöa tima eru þeir
yfirleitt, munirnir, sem
geymdir eru i þessum söfnum?
— Þeir ná yfir hundraö ára
skeiö frá fyrstu áratugum
nitjándu aldar og fram á fyrstu
tugi hinnar tuttugustu. Hitt þarf
auövitaö ekki aö segja neinum,
aö islensk verkmenning
þróaðist ákaflega hægt, og stóö
reyndar nærri þvi I staö, öldum
saman. Þessvegna eruhundraö
ára gamlir hlutir oft ágætir full-
trúar fyrir tækni og verkmenn-
ingu íslendinga miklu lengra
aftur i ti'mann.
— Þú nefndir áöan skýrslu
sem þú heföir nýlega lagt fram
á fundi á Akureyri. Þaö væri
fróölegt aö heyra nánar um efni
hennar.
— Jú, hún fjallar i fyrsta lagi
um þau söfn sem búiö er aö
koma upp i Norölendinga-
fjórðungieneinnig um þau söfn,
sem fyrirhugaö er aö koma á fót
i fjórðungnum.
— Hver eru þau?
— 1 ráöi er aö koma upp sjó-
minja- og munasafni á Skaga-
strönd,en þaöerákaflega smátt
i sniöum, enn sem komiö er, og
ég vil ekki spá neinu um framtiö
þess. Veriö er aö undirbúa sjó-
minjasafn á Siglufiröi og einnig
er fyrirhugaðað koma upp sliku
safni á Raufarhöfn.
Skýrslan sem ég nefndi áðan
fjallar ekki aöeins um almennt
ástand þeirra safna sem þegar
eru fyrir hendi, heldur leggur
hún einnig fram tillögur til úr-
bóta. Þar er m.a. lagt til aö
stefnt skuli aö þvi aö koma á fót •
svokölluöum fjóröungsminja-
söfnum eða sérsöfnum, sem
skipti meö sér verkum.
Þaö gæti m.a. gerst þannig
aö eitt safniö sérhæfi sig á sviði
landbúnaöar, annaö sjávarút-
vegs, hiö þriöja helgi sig
heimilisiðnaði, fjóröa verslun
og svo framvegis. Eins og allir
vita þá hefur reyndin oröiö súaö
söfnin hafa verið alhliöa, — þau
hafa geymt og sýnt muni frá
flestum sviöum mannlegra at-
hafna hvert á sinu svæöi. En
timinn liöur og söfnin stækka ár
frá ári. Þess vegna held ég, aö
óhjákvæmilegt veröi aö sérhæfa
söfnin i framtiðinni. Enn sem
komiö er ná þau yfirleitt ekki
lengra en fram aö vélaöld en viö
getum rétt imyndaö okkur
hvernig þetta muni veröa, þeg-
ar farið veröur að marki að
safna munum og tækjum frá
allra siöustu áratugum. Þaö er
ekki neitt smáræöis húsrými
sem þarffyrir hestasláttuvél og
rakstrarvél, dráttarvél, plóg og
herfi og fjöliriörg önnur tæki
vélaaldar,sem of langt yröi upp
aö telja hér Þaö yröi bæöi þungt
i vöfum og gifurlega dýrt ef öll
minjasöfn i sveitum færu aö
safna þessum tækjum. Og svo
yröu sömu vélarnar og tækin i
öllum söfnunum, af þvi aö alls
staðar haföi veriö kappkostaö
aö koma upp sams konar safni.
— Hér er ekki veriö að leggja
þaö til að söfnunum veröi
fækkaðfrá þvisem nú er, heldur
bent á að draga megi út
ákveöna þætti sem eru sérein-
kennandi fyrir viökomandi
svæöi, — eins og til dæmis
hugsanlegt sjóminjasafn á
Siglufirði. Hitt er svo aftur önn-
ur hliö á málinu, hvar þessum
fyrirhuguöu sérsöfnum veröur
valinn staöur. Þar koma mörg
sjónarmiö til álita, þaö getur
veriö viökvæmt mál og ég vil
ekki segja neitt um þaö á þessu
stigi enda þurfa safnastjórnirn-
ar og fleiri aðilar aö ræöa þau
mál ýtarlega áöur en ákvaröan-
ir veröa teknar. Nú er áformað
aö reyna aö ná saman öllum
safnanefndum og safnastjórn-
um á næsta sumri til þess aö
fjalla um þessi mál. En ég held
að öllum hljóti að vera ljóst, aö
þegar safnaö er tækjum og vél-
um okkar tuttugustu aldar, þá
gerir þaö ákveönar kröfur til
þeirra safna sem þaö takast á
hendur meðal annars aö þvi er
varðar húsakost.
Þar er mikið verk að
vinna
— Samkvæmt því sem hér
hefur komið fram viröist mjög
mikið starf vera framundan I
safnamálum Norölendinga-
fjórðungs. Eöa er ekki svo?
— Jú, þar er mikiö verk aö
vinna. Þaö er þvi mjög gleöilegt
aö menningarmálanefnd
fjórðungsins skuli hafa gert
ályktun um nauösyn þess aö
ráöa einn starfsmann til þess aö
koma á samtökum meöal
minjasafna á Noröurlandi. Ég
tel aö sá maöur eigi aö vera
fastur starfsmaöur samtak-
anna, llkt og nú er á Austur-
landi. Starf hans þarf aö beinast
aö húsafriöunarmálum og
minjaskráningu og hann á aö
vera söfnunum til aöstoðar og
ráöuney tis.
Nauösynlegt er lika aö ræöa
um hugsanlega verkaskiptingu
safnanna á Noröurlandi og
menn þurfa enn fremuraökom-
ast aö niðurstööu um hvar sér-
söfnunum skuli valinn staður,
þegar og ef þau veröa sett á
stofn.
—vs
Austur-þýzki
lúxuxbillmn
EFTIRSÓTTASTA BIFREIÐIN AUSTAN TJALDS
Sýningarbíll á staðnum
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonar/andi við Sogaveg — Símar 8-45-10 & 8-45-11
Margra mánaða afgreiðslufrestur til fjöimargra ianda
Sterkasti fólksbillinn á markaðinum
Hann er byggður á grind, með 65
hestafla tvígengisvé/
(gam/a Saab-vé/in)
Gormar á öllum hjólum og billinn þvi
dúnmjúkur.
Eiginleikar bilsins i lausamöl og á
holóttum vegi eru frábærir.
Sedan og Station, sem er mjög
rúmgóður og bjartur.
Dragið ekki að panta bilinn.
Hafið samband við sölumenn okkar,
sem veita allar upplýsingar.