Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 14
14
mni
Sunnudagur 15. oktöber 1978.
va'aS'at> tí'e0 SÖaro a° °' *a,só9°
',''6
\an<»5'%a «»rö'*9
.nQO Pe
Svalbarði er eyjaklasi á
mörkum Atlantshafs og
Noröur-lshafsins.
Eyjarnar eru á svæöinu
milli 74. og 81. gráöu
norðlægrar breiddar og
10. og 35. gráðu austlægr-
ar lengdar. Hálft árið rik-
ir þar myrkur og kuldi en
að sumrinu er sól á lofti
allt að þremur mánuðum
á ári hverju.
Flatarmál allra eyjanna eru
rúmlega 62.000 ferkilómetrar.
Tvær eyjar eru stærstar:
Vestur-Spitsbergen og Nord-
austlandet en Barentseyja og
Egdeeyja eru einnig nokkuð
stórar. Nú er öll byggö á Sval-
barða á Vestur-Spitsbergen.
Þar eru kolanámurnar sem
starfræktar eru enn þann dag i
dag og þar var stundaöur veiði-
sjcapur öldum saman.
Ekki er vitað hvenær Sval-
baröi fannst fyrst en i annálum
frá árinu 1194 segir: „fundinn
Svalbaröi.” 1 Hauksbók Land-
námu er minnst á Svalbarða og
sagt aö þangað sé fjögurra
dægra sigling frá Langanesi og
segir ennfremur aö landið sé
norður i hafsbotnum.
Mikíl þekking
á
norðurhöfum
Það er með óiikindum hve
mikla þekkingu Norðurlanda-
búar höfðu á norðurslóöum og
er ekki að efa, aö bæði Norö-
menn og Islendingar höfðu tals-
verða þekkingu á landaskipan
noröurhjarans á 12. öld og jafn-
vel fyrr. A 9. öld fór norskur
maður, óttar að nafni á skip
norður fyrir Noreg og inn i
Hvitahaf. Segir hann að Norð-
menn og Finnar hafi þá stundaö
rostungaveiðar. Rostung var
tæplega að hafa fyrr en úti á
rekisnum og hafa menn þvi far-
ið alllangt norður i haf til að
veiða þessi dýr. A þeim ferðum
hafa menn ef til vill haft veður
af Svalbarða, Bjarnarey og
öðrum smáeyjum sunnan Sval-
barða. Þá er einnig liklegt að
ferðir til Hvitahafs, sjóleiöina,
hafi oröið til þess, að menn sæju
Novaja Semlja.
Þegar straumar og isalög i
Norður-Atlantshafi og Norður-
Ishafinu eru könnuð kemur i ljós
að þaö er ekki svo erfitt að finna
Svalbaröa. Golfstraumurinn
veldur þvi, að mestan part árs-
ins er auöur sjór norður til Sval-
baröa. Sé isröndinni fylgt
beggja megin við þennan hlýja
straum, þákemurfyrr eða siðar
að Svalbarða og skiptir engu
Musterisf jalliö á Spitsbergen.
hvort farið er frá Islandi eða
Noregi. Hinar langlifu hug-
myndir um hafsbotn sýna að
menn höfðu grun um, aö Evrópa
og Grænland væru samtengd i
norðri. Landræman sem á
gömlum kortum er sýnd aö liggi
frá Noröur-Evrópu yfir til
Grænlands fylgir Svalbarða og
OitiintaUo' Q'txmlaiidut
jtttuc fíUdnuMuiíJvíaind).
Kort þetta er kennt við Jón Guömundsson læröa, en hann fæddist
1574. Sýnir þaö glögglega hugmyndir tslendinga um landaskipan
i noröurhöfum.
stundum Novaja Semlja og
Franz Jósefslandi og er reyndar
ekkert annað en isbrúnin, sem
norrænir menn þekktu mæta vel
frá veiðiferðum.
Svalbarði
finnst aftur
Eins og margt af þeirri vit-
neskju sem norrænir menn
bjuggu yfir á miðöldum,
gleymdist Svalbaröi um hrið en
landafundirnir miklu um alda-
mótin 1500 vöktu forvitni
Evrópumanna um allt sem
vitaö var um fjarlæg og fram-
andi lönd. Þegar leið á sextándu
öld harönaði samkeppni Eng-
lendinga og Hollendinga á
Noröur-Atlantshafi, og sérstak-
lega varð verslunin við Hvitahaf
keppikefli þessum fremstu
siglingaþjóöum i Norður-
Evrópu. Hollendingum tókst að
afla sér viöskiptasambanda i
Norður-Rússlandi þrátt fyrir
það að Englendingar hefðu
orðið langt á undan þeim að
semja við stjórnina i Moskvu
um verslun við tshafið. Hol-
lendingar ætluðu nú að reyna að
komast til Austurlanda með þvi
að sigla noröur fyrir As|u og
komust m.a. til Novaja Sémlja.
Vorið 1596 lagði hollenskur
leiöangur norður i höf.
Leiðangursstjóri var Willem
Barents og var ætlunin að halda
norð-austurleiðina til Indlands.
En þangaö komst Barents ekki
en sá hins vegar tindóttan fjall-
A þessu korti sést vel landfræöilega staöa Svalbaröa, og fjar-
lægöir til næstu landa.
garö bera við himin. Landið
nefndi hann Spitsbergen, Tinda-
fjöll. Barents staldraði skamma
hriö við á Svalbarða en hélt i
austurveg og lést árið eftir.
Hafið noröan Noregs og Rúss-
lands ber nafn hans og kallast
Barentshaf.
Aður en Barents kom að
Spitsbergen haföi hann fundið
Bjarnarey. Hlaut hún nafn af
þvi að menn hans felldu þar
hvitabjörn. Þessi endurfundur
Svalbaröa vakti furöu litla at-
hygli. Það var ekki fyrr en Hud-
son kom þar árið 1607 og varð
var hvalavaðanna við
strendurnar að siglingamenn
sneru skipum sinum þangað til
aö veiða hinn risavaxna Græn-
landshval. Hvalveiðarnar viö
Svalbaröa stóðu i tvær aldir.
Þær færðu mörgum auð, öðrum
örkuml og örbirgð, sumir kom-
ust til metorða^ðrir áttu siöasta
leg i grænköldu ishafinu.
Hundruð veiðiskúta héldu ár
hvert norður á bóginn herskip
■ ■ ■■■■:■ : ■;