Tíminn - 15.10.1978, Síða 16
16
Sunnudagur 15. október 1978.
Þegar ég var barn,
mátti telja rithöfunda á
fingrum sér, og meðal
þeirra fyrstu sem ég
komst i tæri við, og vissi
að voru frægir menn,
voru Hagalin, Laxness
og Gunnar Gunnarsson.
Þeir siðarnefndu voru
þó einhvernveginn fjar-
lægari en Hagalin:
Gunnar Gunnarsson,
grafinn austur á
fjörðum á Skriðu-
klaustri, Laxness alltaf
útum allt, en Hagalin
var allstaðar, bæði i
skápnum heima, og i út-
varpinu að ekki sé nú
talað um blöðin.
Þetta var á þeim árum, er
þaö vakti sérstaka athygli i
bænum, ef menn gáfu Ut skáld-
sögur, alveg eins og njtort kvæði
þótti talsverður viðburður fyrir
hundraðárum.Nil lesa menn ekki
lengur kvæði, heldur taka
eitthvað inn til að fara i rtts, og
skáldsagan hefur einhvernveginn
limst við höfundana persónulega.
Þær eruskýrslur um þá sjálfa, en
ekki fréttir eða tiðindi ttr öðrum
heimi.
Menn kunnu skáldsögukafla
utan að þá, eins og menn kunna
nafnnttmerið sitt mlna og
númeriö sitt hjá DAS og I Happ-
drætti Háskólans.
Það var ef til vill þessvegna,
sem ég bankaði upp hjá Hagalin
með mina fyrstu bók, en þá var
ekki taliö þorandi aö gefa neitt ttt,
nema hafa fengið stimpil fyrst
hjá reyndum höfundi. Ég held að
mestur timinn hafi farið i' það hjá
þessum stóru að lesa bækur eftir
aumingja. Hagalin tók mér ljttf-
lega.
Hann vissi mikið. Meira um
mig sjálfan en ég sjálfur, haföi
veriði'verkföllum meöættingjum
minum og iýmsumkttppum lika I
pólitikinni. Hann talaði minna um
bækur, en það fannst mér afar
leitt. Mér fannst hann lika dálitið
lágvaxinn, þvi tttvarpsröddin var
fyrir risa og þetta kjarnorða mál
var einkum fyrir heljarmenni og
menn sem ekki þvoðu sér oft i
framan. Hagalin var bjartur, og
augun loguðu af áhuga.
Þegar hundurinn tók af
mér brennivinið.
Við urðum vinir, svona eins og
menn veröa af þvi að eiga saman
kálgarö. Næstu ár voru örðug.
Allt haföi breytzt lika bókmennt-
irnar. Aður þurftu menn aö hafa
hugmyndaflug og að halda sig
innan hins skilgreinda stils. Að
hafa verið til sjós ellegar vera
kunnugir sveitalifidugði ntt harla
skammt. Eyrarvinna var lika
litils metinsvona bókmenntalega
séð. Samt áttu bækur að vera um
fólk sem var á s jónum, 1 sveitinni
eöa vánn verkamannavinnu en
höfundarnir áttu að vera I Sviþjóð
og skrifa symbolskt. Lifiö var
svmbol, sögöu þeir. Bækur sem
ekki höföu augljósa merkingu
voru ekki bækur, heldur eitthvað
annað og maður seig niður i stóln-
um.
Um þessar mundirbjó Hagalin
á Bakka á Seltjarnarnesi sem eru
hálfgeröir Lokinhamrar. Að visu
ekkert fjall en sjóblautir menn á
ferðallar nætur. Það var drauga-
legt að ganga þangað úteftir á
siökvöldum þegar stormurinn
blés og særokiö sveiö I augunum.
Svo kom stóri Lassie hundurinn
fyrstfram og leitaöi að brennivini
á manni og þegar hann sá að
maöur var brennivinslaus hætti
hann við að jeta mann upp til
agna og lét vinalega i staðinn.
Hannvar ámóti vini. Einu sinni
kom ég með fleyg, og þá varö
hann ekki rólegur fyrr en ég var
bttinn að helia niöur.
Hagalin var dýravinur og rit-
stjóri Dýraverndarans þá, hann
var sjór af sögum um dýr, en
hann vissi ekki um aðra hunda
sem hötuðu brennivfn svona.
Að verða áttræður.
Timinn hefur liöið fljótt, við
höfum fallið með ljóshraöa i
áttina til grafar. Það eru milljón
ár siðan apinn varð til og i bókum
mannfræöinga skiptir apinn um
nafn fyrir hálfri milljón ára og
nefnist þá frummaður. Nútima-
maöurinn er 50.000 ára.
Samt hefur ævi okkar ekki
lengst neitt aöráöi, þrátt fyrir allt
og þvi verða menn aö vera á fullu
ef þeir ætla aö koma einhverju I
verk.
Enginn hefur þrælað meira en
Hagalin, ekkert skáld að minnsta
kosti. Fyrst lifsverkiö, aö skrifa
bækur, svo að sjá fyrir sér til að
geta haldið sig höfðinglega, en
ekki eins og skepna. Hann hefur
meira að segja gefið sér tima til
að vera prófessor og ritstjóri
Dýraverndarans, llka sjómaður á
vélbátum og árabátum, bæjar-
fulltrúi og hver veit hvað.
Þaö kemur alltaf nógur timi
gamli, sagöi Færeyingurinn og
viö finnum aö það er rétt, annars
hefði þetta ekki orðið heil blað-
siða i „Hver er maðurinn”, með
smáu letri og þó vantar þar allt
sem máli skiptir, alla gleðina,
þjáninguna og sársaukann, sem
fylgdi þessu öllu. Hið vitstola llf
kemur ekki fram i uppsláttar-
bókum, fremur en húsáran I veð-
bókarvottorðinu. Samt sjá
skyggnir menn hvortveggja, hinn
bjarta hjúp lifsins.
Grænlandsfa rið á
sóttarsæng
Þaö eru til ýmsar vondar aö-
ferðir til aðskrifa afmælisgreinar
og minningargreinar, httn þó
verst þegar höfundurinn skrifar
meira um sjáifan sig en fórnar-
i lambið. Menn baða sig I frægð og
dauða og stiga sjálfir fram á svið-
iö, hinn afmældi eða dauði veröur
þá aukaatriði I skugga.
Samt finn ég rika þörf til þess
að segja frá hinum persónulegu
samskiptum, þvl Hagalln hefur
orðið til smám saman fyrir mér,
bæði gegnum hana Kristrttnu i
Hamravik og hann Sturlu i Vog-
um, og eins vegna samskiptanna
vegna eigin bóka.
Hagalin tók ungum mönnum
vel. Þeir komu með bækurnar
sinar, handritin inn á sér inn i
djttpt portið á Ljósvallagötunni
eða þeir gengu yfir öskuhaugana
með bækurnar inna' sér einsog
steinbörn. Stjörnur skinu á
himnum og þaö glampaði
draugalega á maurildiö i hafinu
og rottuaugun sem blimskökkuðu
i myrkrinu.
Hagalin kunni að tala við unga
höfundaeins ogmikil skáld. Hann
talaði við þá eins og ritjöfra
heimsbókmenntanna, en hann
sagði þeim aðeins satt um bæk-
urnar. Hann skammaöi þá Iblöð-
um, hæddistaðverkum þeirra, og
hann örvaði þá til framfara.
— Helvltis skepna er þetta! og
maður beit á vörina, því undir
niðri vissi maður að hann hafði
lög að mæla.
Það var mikið rætt um Hagalin
á afmælinu, samt gleymdist eitt.
Hið þrotlausaminni. Það var með
óltkindum.
Ég hafði komið til hans með
handrit að Grænlandsfarinu sem
var skrifað á allskonar pappir,
jafnvel gömul pósteyðublöð frá
danska skipinu. Svo var keyptur
gatari og bókinni þröngvað inn I
möppu, eins og þegar maður
treöur skálmunum ofan i stigvél-
in á eftir. Það var mikið verk aö
skrifa svona bók og ráöa ekki yfir
systemi. Slfellt voru ný undur að
berast i gegnum mann á Græn-
landi.
Svo undir lokin var maður orð-
inn eins og upphitaöur flugvélar-
matur I sálinni. Sama bragð af
rauökálinu, sósunni, kartöflunum
kjötinu og sultunni. Allt eins, og
þá var leitað til Hagallns.
Hagallnvarveikurþennan dag,
en samt gat hann lesið bók. — Þó
þaönú væri, égles meira aðsegja
þegar ég er með óráö, sagöi hann
veiklulega undan fiöursænginni,
sem minnti á hvítt og rósótt ský
yfir fjalli.
— Já, þtt getur komið á laugar-
daginn og fengið þér kaffi, sagöi
hann, þvi' hann skildi aö svona
nokkuð þolir I rauninni ekki neina
bið. Heimsbókm enntirnar,
klasslkin.hafði algjöran forgang.
Ég varð hissa á laugardaginn.
Hagalin lá i rúmi sinu og las.
Hann hafði tekið blöðin ttr
Grænlandsfarinu og lagt þau ofan
á sængina. Svo hóstaði hann ööru
hvoru i pestinni, og þá hrundu
blöðin á gólfið, einsog flyksusnjór
hefði fallið ttr hvitrósótta skýinu
ofan við fjallið.
Þetta var hræðilegt, þvi ef
nokkuö var erfiðara en að skrifa
svona bók, þá var það að raða
henni upp aftur. Þetta var ekki
einu sinni nttmerað I blaðsiöutal,
hvað þá annað.
Mér sortnaði fyrir augum.
Hann reis upp við dogg. Þetta
er betra sagði hann og skjalliö
vermdi mig einsog hlý gola. En:
Bókin er bara ekki rétt sett upp.
Httn er timalaus svona og
vindlaus. Við skulum raða henni .
öðruvisi. Taktu ntt blýant ogblað.
Siöan fór hann gegnum bókina og
virtist muna hana næstum þvi
oröi til orðs. Hann sagði: „Þetta
er fyrsti kafli, svo kemur þetta”
og hann hélt áfram að raða
þessari bók upp I huganum og ég
ritaði niður jafnóðum, og svo
sópaði ég saman fölið og snjóinn
á gólfinu og þakkaöi kærlega, og
nú skipti það i raun og veru engu
máli hvort það tæki tima að sort-
era þessa bók upp.
Hann gaf mér lika ráð, og fann
að einstökum stöðum, og siöan
hefurmér oft verið hugsað til höf-
unda, sem hann er að skamma I
blöðunum. — Hann les þetta ekki
einu sinni karldruslan segja þeir.
En hann gerir meira en að lesa,
hann kunni bækurnar utanað,
a.m.k. i nokkra daga. Samtöl við
skáld man hann I hálfa öld.
Skáld sjómanna
Gamlir Vestfirðingar, sem réru
með Hagalin og þekktu hann sem
ungan mann, Gttsti I Stapadal og
hann Þorvaldur, sögðu mér að
hannheföi byrjað að róa innan við
fermingu, smár vexti, þrátt fyrir
hákallinn i Lokinhömrum og
gnægðmatar. En það var kjaftur
á karli, og þvl tóku vermenn hon-
um sem jafningja, og hann ólst
upp þar sem landið lamdi hafið og
urraði með bældum öskrum.
Draugar héngu i svörtu berginu,
en franskir sjómenn sváfu á
kaldri klöpp fáein fet undir saltri
moldinni á Svalvogum. Hann
varð sjómaður.
Menn sem skrifa, reka sig fljótt
áþað, að það er núbetraað kunna
sitt fag og þekkja umhverfi og að-
stæður.
Bertolt Brecht lét sínar sögur
gerast I Kina i Sesttan, þær
gerðust þar sem enginn hafði
komið. Þá hafa menn svigrttm
fyrir hugsanir slnar og tilbúning.
Það gengurekki i sveitasögum,
eða sögum frá sjónum. Menn
verða að þekkja hvern stein,
hverja athöfn og alla siði. Við I
höfuðborginni hættum okkur ekki
útfyrir bæinn, og borgarlifssögur
eftir sveitamenn eru all svaka-
legar, sérstaklega þó eftir bind-
indismenn.
Styrkur Hagalins lá I þvl að
hann stóð báðum fótum á mörg-
um sviðum. Hann var sjómaður,
alinnupp á sveitabæ, var i pólitik
i kaupstað og bjo' i höfuöborginni
og var sigldur vel, haf ði m .a. bttiö
erlendis. Ég hneigðist að honum
sem sjómanni og sjómenn litu á
hann og llta sem sinn höfund,
hafa meira að segja sæmt hann
sinni eigin orðu, heiðursmerki
sjómannadagsins, sem hann einn
listamanna hefur hlotið fram aö
þessu. Sjómenn myndu aldrei
hengja svona á sveitamenn bara
af þvi að þeim féllu bækurnar
þeirra. Nei, hann er þeirra
maöur.
Seinast þegar Hagalin átti stór-
afmæli, þá málaði ég mynd af
gufubátnum Asgeiri litla fra’
Asgeirsverzlun á ísafirði.
Ntt fær hann ekkert, nema
grein, sem alls ekki er vfet að sé
einu sinni um hann, fremur en
blaðsíðan um prófessorinn i' ritinu
tslenskir Samtiðarmenn.
Við sendum honum árnaðar-
óskir, lika konunni, henni Unni
Aradóttur.
Jónas Guðmundsson