Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 23
Sunnudagur 15. október 1978.
23
ætlar ser að reyna að vinna sinn fjórða
gullpening á Olympíuleikunum í IVfoskvu M
—„Ég er ákveðinn i að taka þátt i Olympiuleik-
unum i Moskvu 1980 — og að sjálfsögðu er
draumurinn að vinna mitt fjórða gull”, sagði
hinn frábæri þrístökkvari frá Sovétrikjunum,
Victor Sanejew, sem þegar er byrjaður að
undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið i
Prag. Sanejew sem er 32 ára er einn af frækn-
ustu iþróttamönnum heims — hann hefur unnið
þrenn gullverðlaun i þristökki á Olympiuleik-
um — i Mexikó Munchen og Montreal.
I'ÍC
Sanejew var orðinn 11 ára
þegar hann kom fyrst á fjáls-
iþróttavöll i heimabæ sínum —
Sukhumi i Georgiu við Svarta-
haf. Þá var hann geysilegt efni
I körfuknattleik og átti sú
iþrótt þá hug hans og hjarta —
hann lék körfuknattleik öllum
stundum. Sanejew fór aö
reyna sig I þristökki og lang-
stökki við félaga sina og fylgd-
ist maöur aö nafni Akop
Kerselyan, frjálsiþróttaþjálf-
ari, með þeim. Kerselyan,
sem seinna varð þjálfari og
mikill vinur Sanejew, sá strax
að þarna var piltur gæddur
miklum hæfileikum á feröinni
— efni i snjallan stökkvara.
Kerselyan fékk Sanejew til
að leggja rækt við langstökk
og þristökk og með mikilli elju
— og reglusemi náði Sanejew
hægt og hægt upp á toppinn.
Aðeins 16ára (1963) varö hann
unglingameistari Georgiu i
Tbilisi — hann stökk þá 14.88
m i þristökki, 6.93 m i lang-
stökki og hljóp 100 m á 10.9
sek. Sama ár varö þessi efni-
legi piltur annar á Sovétmeist-
aramóti unglinga og 1964 varð
hann sigurvegari i þristökki á
Evrópumeistaramóti ungl-
inga i Varsjá i Póllandi —
stökk þá 15.78 m og 1965 stökk
hann 15.80 m.
Hátindurinn
i Mexikó
Þegar framtiðin blasti viö
Sanejew varð hann fyrir
óhappi 1966 — meiddist á æf-
ingu. Hann lét þetta mótlæti
ekki á sig fá, heldur æfði af
miklu kappi og stjarna hans
fór aftur aö skina I Kiev 1967,
þar sem hann varö Evrópu-
meistari aðeins 21 árs gamall
— stökk 16.67 m. Hátindinum
náöi Sanejew svo á Olympiu-
leikunum i Mexikó 1968, þegar
hann tryggöi sér gullverölaun
— stökk 17.39 m og setti nýtt
glæsilegt heimsmet. Hann bar
þá sigurorö af heimsmeistar-
anum frá Italiu, Giuseppe
Gentile. Þetta ár var mjög
hamingjuríkt i lifi hans, þvi ab
hann varö þá Sovétmeistari I
þristökki og var kjörinn
iþróttamaður ársins i Evrópu.
Nafn Victors Sanejew var á
vörum allra iþróttaáhuga-
manna og hann fékk viður-
nefniö „Kengúran frá Suk-
humi” — vegna hins geysilega
stökkkrafts, sem hann bjó
yfir. Þegar hann setti heims-
metið I Mexikó, stökk hann
6.30 m i fyrsta stökki, siðan
5.05 i ööru stökki og þriöja
stökkið mældist 6.04 m — sam-
tals 17.39 m.
Sanejew tilkynnti siöan
komu sina til Olympíuleikana
I Munchen 1972, með þvi að
setja nýtt heimsmet stuttu áö-
ur i heimabæ slnum — stökk
17.44 m. A OL-leikunum varö
hann siðan öruggur sigurveg-
ari — stökk 17.39 m.
Þeir hafa oftast
unnið gullverðlaun
á Olympíuieikum
Fjórir gulipeningar
Al Oerter (USA) Kringlukast 1056 + 60 + 64 +
Þrír gullpeningar
John Flanagan (USA) Sleggjukast 1000 + 04 + 08
Wiklor Sanejew (Sovét) Þrístókk . 1968 + 72 + 76
Tveir gullpeningar
Myer Printslein (USA) Þristökk 1000 + 04
Ralph Rose (USA) Kúluvarp 1004 + 08
Martin Sheridan (IJSA) Kringlukasl 1904 + 08
Erik Lemming (Sviþjoó) Spjótkast 1008+ 12
.lonni Myyrra (Finnlandi) Spjólkast 1020 + 24
Paavo Nurmi (Finnland) 10.000 m 1020 + 28
Oouglas Lowe (Brefland) 800 m 1024 + 28
Clarence Houser (USA) Kringlukast 1024+ 28
Pal O'Callaghan (írlandi) Sleggjukasl 1028 + 32
Volmari lso-Hollo (Finnlandi) 3000 m hindr. 1032 + 36
Mel Whitfield (USA) 800 m 1048 + 52
Emil Zatopek (Tékkóslóvakiu) 10.000 m 1048 + 52
Bob Mathias (USA) Tugþraul 1948 + 52
Bob Richards (USA) Stangarstökk 1052 + 56
Adhemar da Silva (Brasiliu) Þristökk 1952 + 56
Parry O'Brien (USA) Kúluvarp 1052 + 56
Lee Calhoun (USA) MOmgrind. 1956 + 60
Glenn Davis(USA) 400 m grind. 1056 + 60
Peter Snell (Nýja-Sjálandi) 800 m 1060 + 64
Bikila Abebe (Eþiópia) Maraþonhlaup 1960 + 64
Jozef Schmidt (Pólland) Þristökk 1960 + 64
Lasse Viren (Finnlandi) 5000 m 1972 + 76
Lasse Viren (Finnland) 10.000 m 1972 + 76
Kom, sá
og sigraði
Fyrir Olympiuleikana i
Montreal 1976bjóst enginn viö
þvi aö Sanejew myndi sigra,
þvi að allir veöjuöu á heims-
meistarann frá Brasiliu, Joao
del Oliveira, sem hafði stokkiö
17.89 m 1975. En hinn
keppnisharöi Rússi lét þaö
ekkert á sig fá — hann kom sá
og sigraði — stökk 17.29 m, en
Brasiliumaöurinn varö aö
sætta sig viö þriöja sætiö —
stökk 16.90 m.
Victor Sanejew vann sin
þriöju gullverölaun á OL og
sló þar meö 72 ára gamalt met
Bandarikjamannsins Myer
Prinstein, sem varö sigurveg-
ari I þristökki 1900 og 1904.
Brasiliumaðurinn Adhemar
Ferreira da Silva varð OL-
meistari i þristökki 1952 og
1956 og Pólverjinn Jozef
Schmidt 1960 og 1964.
án æfinga
Sanejew hefur verið mjög
vinsæll á keppnisferli sinum —
hann hefur 17 sinnum staöiö á
efsta þrepi verölaunapallsins
á stórmótum — hann hefur
m.a. unniö þrenn gullverölaun
á Olympiuleikjum, sex sinn-
um orðiö Evrópumeistari. Nú
hefur þessi keppnisglaöi
Georgiumaöur sett stefnuna á
OL i Moskvu 1980, meö viö-
komu á EM I Prag sem fór
fram i lok ágúst i ár.
— Enginn dagur — án
æfinga, er kjörorö Sanejew, og
þaö kjörorö er lykillinn aö
glæsilegum sigrum hans á
iþróttavöllum i Mexikó, Róm,
Moskvu, Aþenu, Paris,
Munchen og Montreal, svo
einhverjir staöir séu nefndir.
—SOS
Ferill
Sanejew
Fæddur: 3. oklóber 1945
í Sukhumi.
Hæð: 1.88 m
Þyngd: 82 km
Heztu afrek — ár hverl:
1963:
1964:
1965:
1966:
1967:
1968:
1969:
1970:
1971:
1972:
1973:
1974:
1975:
1976:
1977:
14.88 m
15,78 m
15,80 m
verletzt
16,67 m
17,39 m
17,15 m
17,34 m
17,29 m
17,44 m
17,12 m
17,23 m
17,33 m
17,29 m
16,90 m
SANEJEW...sést ásamt þjálfara sinum Kerselyan, þarsem þeir
eru abfara á veiöar iSukhumi-skógunum viö Kákasusfjöll.