Tíminn - 15.10.1978, Blaðsíða 28
28
Sunnudagur 15. október 1978.
barnatíminn
Umsjón: Sigrún Björnsdóttir
Bömin
hans
Bamba
Nóttin var komin. Dýrin í
skoginum sváfu vært/ —öll
nema þau sem urðu að
vera vör um sig vegna ein-
hverrar hættu. Bambi,
hinn mikli konungur
skógarins var langt í burtu
frá konunni sinni/ henni
Falínu og litlu börnunum
þeirra tveimur. Falín lá í
litla laufbyrginu. Runnar
og þéttar flækjur uxu allt í
kring og vinviðurinn teygði
sig milli runnanna. Eld-
f lugurnar skutu neistum út
i nóttina.
Litlu tvíburarnir/ Nanna
og Búi/ fundu allt í einu/ að
móðir þeirra bærði á sér.
Þau bröltu öll á fætur og
héldu i áttina út á engið
sem var skammt frá.
Nanna var á undan. Falin
skipaði henni i ákveðnum
tón að vera heldur á eftir.
/,Hvað er ég búin að
segja þér þetta oft,
Nanna? Vertu á eftir
þangað til ég segi þér að þú
megir halda hiklaust
áfram."
„Ég er svöng," sagði
Nanna ergilega.
,/Þú gleymir öllu þegar
þú ert svöng," sagði Búi
bróðir hennar i striðnistón.
„Ekki jagast börn,"
sagði Falín og byrsti sig.
„Þið eigið að muna að
maturinn bragðast betur,
þegar engin hætta er á
ferðum."
Falín gægðist nú út á
engið. Enn voru þau í
skjóli trjánna og runnanna.
Hún þefaði i allar áttir og
nasaði i vindinn.
,/Engin hætta neins
staðar", sagði veik rödd
fyrir ofan þau. Það var
Perri, litli íkorninn sem
talaði. „Ég hefi farið um
allt engið þvert og endi-
langt og enga hættu orðið
var við". Hann sat upprétt-
ur á trjágrein og hélt loðna
skottinu yfir sér en fram-
fæturna krosslagði hann á
r 1---------------------------
Orðaleikur
i
# Fiskur, Mús, Rotta,
# Hundur, Köttur, Hestur,
Hæna, Kind, tJlfur , önd.
Settu orðin inn I reitina þannig að þú
notar hvert orð aðeins einu sinní
_______________________________________________J
brjóstinu eins og gömul
kona.
Hjartarkálfarnir brokk-
uðu út á engið.
„Þarna er Ranka
frænka" hrópaði Nanna.
Og þarna er Númi. Hann
er alltaf á undan", sagði
Búi. „Lana systir hans er
alltaf á eftir."
Litlu hjartarkálfarnir
fjórir hlupu nú saman í
hóp. Þeir hentust í loft-
köstum og langstökkum
fram og aftur um engið.
Síðan fóru þeir i eitingar-
leik. En allt í einu stönsuðu
þeir snögglega með beina
fætur og hlustuðu á hvininn
i grasinu. Þá tóku þeir á
rás. Þannig léku litlu
frændsystkinin sér þar til
leiktími þeirra var á enda.
Á heimleiðinni mættu
þau kanínu.
„Sæl vertu kanína góð",
sagði Falín.
Eyrun á kaninunni stóðu
beint upp, rödd hennar var
dimm og flótti í augunum.
„Hafið þið séð refinn?"
spurði hún. „Hann er kænn
og slunginn. Varið ykkur,
varið ykkur."
Aumingja litla kanínan.
Fyrir hana var hætta á
hverju strái. En fleiri
máttu vara sig. Hættan var
lika yfir Nönnu og Búa al-
veg eins og hún vofði yfir
foreldrum þeirra, Bamba
og Falínu. Hættan stafaði
frá MANNINUM. En þeim
stafaði líka hætta af öðrum
dýrum. Þetta þekkti Falin.
En hvernig áttu litlu syst-
kinin að þekkja hættuna?
(Framhald i næsta
barnatima)