Tíminn - 15.10.1978, Side 29
Sunnudagur 15. október 1978.
29
kynni
Sonurinn, (Gary Guffey) starir
hugfanginn á fljúgandi
furöuhluti.
af
þriðju
Geim
skip OT'd'rb>T
Julian, (Melinda Dillon) reynir aö foröa sér og syninum undan
fljúgandi furöuhlut.
Innskrift - vélritun
Blaðaprent hf óskar eftir starfskrafti við
innskriftarborð. Góð vélritunarkunnátta
nauðsynleg. Vaktavinna. Uppl. i sima
85233.
BLAÐAPRENT HF.
Húseigendur
Höfum ieigjendur að 2ja til 5 herb ibúðum
viðsvegar um bæinn.
íbúðamiðlunin
Laugavegi 28, Simi 10-0-13
Heimasimi 38430
! j
Sunniendingar - bændur og
byggingamenn
Höfum fyrirliggjandi töluvert magn af
timbri i ýmsum stærðum á hagstæðu
verði. Heflum og sögum timbrið sam-
kvæmt óskum yðar,yður að kostnaðar-
lausu.
Komið eða hringið og við veitum allar
nánari upplýsingar.
Byggingafélagið Dynjandi s.f.
Gagnheiði 11. Selfossi.
Simi 99-1826 og 99-1349.
KVIKMYNDIR
Jens Kr. Guðmundsson
St jórnubió: Náin kynni af þriöju
gráöu (Close encounters of the
third kind)
Handrit og leikstjóri: Steven
Spielberg
Argerö: 1977
Sýningarlengd: 130 minútur
Stjörnugjöf: + + + (af fimm
mögulegum)
Loksins eru kvikmyndahús
borgarinnar aö risa upp úr
þeirri ládeyöu sem einkennt
hefur þau ööru fremur i allt
sumar.
Núna eru þau farin aö bjóöa
gestum slnum upp á hverja
„stórmyndina” á fætur annarri.
Austurbæjarbió er llklega ný-
búiö aö taka af spólunum hina
misheppnuöu „Liztomaniu”
Kens Russells þegar þessi skrif
birtast. Háskólabíó sýnir nú
Travolta-myndina „Saturday
night fever” meö úrkynjaöri
„disco”-tónlist Gibbbræöranna
frá Astraliu fyrir troöfullu húsi.
Og Stjörnubió hefur á spólunum
hina ágætu „science
fiction”-mynd „Náin kynni af
þriöju gráöu”.
Nafn myndarinnar, „Náin
kynni af þriöju gráöu”, er
fengiö úr bók eftir J. Allen
Hynek um visindalegar rann-
sóknir á óþekktum furöuhlut-
um.
Hann flokkar náin kynni af
fljúgandi furöuhlutum frá
öörum hnöttum undir fyrstu
gráöu, þegar menn hafa séö
slika hluti úr litilli f jarlægö. Ná-
in kynni af annarri gráöu veröa,
þegar fundist hafa efnislegar
sannanir fyrir komu þeirra til
jaröar. Og náin kynni af þriöju
gráöu er þegar menn hafa séö
„áhöfn þessara hluta, eöa náö
beinu likamlegu sambandi viö
hana.
Efni myndarinnar er I sam-
ræmi viö nafniö. Hún sýnir konu
nokkra, Julian Guiler (Melinda
Dillon), til heimilis I Indiana-
fylki I Bandarikjunum, sem
ásamt ungum syni sinum verö-
ur fyrir sterkum áhrifum frá
fljúgandi furöuhlut.
Slikt hiö sama hendir tauga-
slappan rafvirkja ,Roy Neary
(Richard Dreyfuss, kunnur
fyrir leik sinn i „Jaws”,
„American Graffiti”, o.fl. góö-
um myndum).
Sonur Juliönu hverfur á vit
fljúgandi furöuhluts, en hún og
Roy dragast á dularfullan hátt
aö fjalli nokkru I Wyoming.
Þangaö komast þau viö illan
leik og ná —ásamt alþjóölegum
hópi visindamanna — góöu
sambandi viö verur frá öörum
hnetti, sem skila Juliönu aftur
syninum.
gráðu
Hingaö til hef ég haldiö aö
mynd meö svona söguþræöi
væri best geymd I ævintýra-
heimi ungra barna.
Þaö er mjög vandasamt verk
aö gera trúveröuga mynd fyrir
fulloröiö fólk um fljúgandi
furöuhluti. Ennþá vandasam-
ara veröur verkiö þegar myndin
sýnir verur frá öörum hnöttum.
En leikstjóranum og hand-
ritahöfundinum, Steven Spiel-
berg (gerði einnig „Jaws”),
tekst aö leysa þetta vandmeö-
farna verkallbærilega af hendi.
Aö visu verkarmyndin óraun-
veruleg til aö byrja meö en þeg-
ar líöur á myndina tekur tækni-
hliöin viö svo um munar. Meö
þeirri hliö flytur Steven mynd-
ina úr þriöja flokks dellumynd
upp i góöa alvörumynd. Ahorf-
andinn bókstaflega gleymir
óraunveruleikanum i stórfeng-
legu tækniundrinu. Undir þaö
fléttast svo engu siöri tónlist
snillingsins John Williams (at-
hugið aö þaö er ekki klassiski
gitarleikarinn John Williams,
heldur bandariski hljómborös-
snillingurinn, alnafni hans).
Eitt er þaö sem rýrir gildi
myndarinnar nokkuö og kemur
þó ekki ótrúveröugum sögu-
þræöi hennar beint viö. Þaö er
aösamband Juliönu og Roys við
áhorfandann er ekki nógu gott.
Þau virka myndina út i gegn
sem ókunnugar persónur sem
honum kemur litiö viö. Enda
hlær hann bara þegar illa fer
fyrir þeim.
Og eitt enn, tekur móöir þvi
sem sjálfsögöum hlut þegar hún
endurheimtir barn sitt úr hönd-
um vera frá öörum hnöttum?
Égbýstvið að umræður og til-
hugsun um fljúgandi furöuhluti
séaö aukast hérlendis um þess-
ar mundir.
„Náin kynni af þriðju gráöu”
hafa eflaust jákvæð áhrif á
skoöanir fólksá þessum hlutum.
Hún sýnir verur frá öörum
hnöttum sem vingjarnlegar
verur og stingur þannig i stúf
viö aörar „science
fiction”-myndir,sem sýna þess-
ar verur sem eitthvaö ógnvekj-
andi og jafnvel stórhættulegt
fyrirbæri.
Roy, (Richard Dreyfuss) horfir á eftir fljúgandi furöuhlut.