Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 10
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR AUSTURRÍKI, AP Austurríska stúlkan sem dvaldi í meira en átta ár í gluggalausu kjallaraherbergi í húsi manns sem rændi henni tíu ára gamalli segir í opnu bréfi sem lesið var upp á blaðamannafundi í Vínarborg í gær að hún hafi ekki saknað neins og fangari hennar hafi verið „hluti af lífi hennar“. Sálfræðingurinn Max Friedrich las orðsendinguna frá hinni átján ára gömlu Natöschu Kampusch. Hún segist gera sér fulla grein fyrir þeirri miklu athygli sem mál hennar vekti og mörgum léki for- vitni á að vita hvernig hún hefði það eftir að hún flýði úr prísund- inni síðastliðinn miðvikudag. En hún bað fréttamenn að láta sig vinsamlegast í friði. „Allir vilja spyrja mig nær- göngulla spurninga, en það kemur engum við,“ segir hún. „Kannski mun ég einn góðan veðurdag segja sálfræðingi sögu mína, eða ein- hverjum öðrum þegar mér finnst tími til þess kominn. Eða kannski aldrei. Einkamál mín tilheyra mér einni.“ Lögregla greindi frá því í gær að yfirheyrslur væru aðeins rétt hafnar yfir Kampusch um brott- nám hennar í mars 1998 og hvað á daga hennar hefði drifið allan þann tíma sem hún var lokuð inni af fangara sínum, Wolfgang Priklopil. Hann fyrirfór sér með því að kasta sér fyrir lest sama dag og Kampusch stakk af. Ger- hard Lang, yfirmaður í austur- rísku rannsóknarlögreglunni, tjáði blaðamönnum að „allar vísbend- ingar“ í málinu væru rannsakaðar. Hvarf Kampusch var eitt umtal- aðasta óleysta glæpamál síðari tíma í Austurríki. Af bréfi Kampusch að dæma átti Priklopil sér enga vitorðs- menn. Hún neitar því að hafa kallað Priklopil „drottnara“ sinn. Hann hafi beðið sig að gera það en hún hafi ekki hlýtt því. „Hann var ekki drottnari minn. Ég var alveg jafn sterk,“ skrifar hún. Kampusch notaði þýskan orða- leik til að lýsa því að Priklopil hafi bæði „gert allt fyrir sig“ en líka níðst á sér. „En við vissum bæði að hann hafði valið sér ranga mann- eskju til að standa í stríði við,“ bætti hún við. Hún sagði enn fremur að hún fyndi til með móður Priklopils og sagðist ætla sér að hringja í for- eldra sína, sem aðeins hafa fengið að sjá hana í nokkrar mínútur frá því hún fannst. Friedrich biðlaði til fréttamanna að sýna biðlund; Kampusch hefði orðið fyrir miklu sálfræðilegu áfalli og umsátur fjölmiðla um hana gerði hana að fórnarlambi enn á ný. Hún segir sér líða vel þar sem hún sé núna. „Margir eru að ann- ast mig núna. Vinsamlegast gefið mér tíma þar til ég treysti mér til að segja sögu mína sjálf.“ audunn@frettabladid.is Biðst griða undan athygli Natascha Kampusch skrifaði opið bréf til fjölmiðla sem lesið var upp í gær. Hún biðst griða undan fjöl- miðlafárinu sem mál hennar hefur vakið. LAS UPP OPIÐ BRÉF Sálfræðingurinn Max Friedrich, fremst t.h., ásamt Gerhard Lang frá austurrísku lögreglunni (í miðju) og saksóknaranum Hans-Peter Kronawetter á blaða- mannafundi í Vín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BORGARMÁL Milli þrjátíu og fjörutíu manns „tóku upp hanskann fyrir Kjalarnes“ á hreinsunardegi sem haldinn var um helgina. Hreinsunar- dagurinn er liður í verkefni Reykja- víkur að virkja almenning og fyrir- tæki í fegrun borgarinnar. „Þetta gekk prýðilega vel og var vel sótt,“ segir Andrés Svavarsson, rekstrarstjóri hverfastöðvarinnar á Kjalarnesi. Unnið var hörðum hönd- um í um þrjár klukkustundir við að þökuleggja, hreinsa beð, kant- skera og tína laust rusl. Aðspurð- ur segir Andrés að verkstjórnin hafi gengið vel og að borgarstjór- inn og borgarfulltrúar sem voru viðstaddir hafi látið prýðilega að stjórn. - at Hreinsunarátak á Kjalarnesi: Vilhjálmur borgarstjóri lét vel að stjórn TÓK UPP HANSKANN Borgarstjórinn lét sitt ekki eftir liggja á hreinsunardeginum. Auglýsing um framboðsfrest vegna stofnfundar sameinaðs félags Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands Kjörstjórn félaganna auglýsir eftir framboðslistum til stjórnar, varastjórnar og fulltrúaráðs sem kjósa skal um á stofnfundi sameinaðs félags 14. október 2006. Á lista til stjórnar og varastjórnar skulu formaður og 4 meðstjórnendur koma frá Vélstjórafélagi Íslands og varaformaður ásamt 3 meðstjórnen- dum frá Félagi járniðnaðarmanna. Í varastjórn skulu koma fjórir fulltrúar frá hvoru félagi. Á listanum skal að auki gera tillögu um 18 menn í fulltrúaráð félagsins, samanber 2. mgr. 17. gr. laganna og skulu 9 fulltrúar koma frá hvoru félagi fyrir sig. Fulltrúaráðið endurspegli, eftir því sem kostur er, breidd félagsins með hliðsjón af starfsgreinum, hópum og landshlutum. Framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar félaganna fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. september 2006 ásamt meðmælum 20 fullgildra félagsmanna. Heimilisfang kjörstjórnar er á skrifstofu Félags járniðnaðarmanna, Borgartúni 30, 105 Reykjavík. Fh. kjörstjórnar Félag járniðnaðarmanna, Vélstjórafélag Íslands og Alþýðusamband Íslands

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.