Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2006, Blaðsíða 16
 29. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Það er allt fínt að frétta af mér og úr bæjar- lífinu hér fyrir austan,“ segir Smári Geirsson, kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. „Ég er nýkominn úr vikuferð frá Grænlandi þar sem ég var ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur frá Landsvirkjun. Í heimsókninni kynntum við gang mála í virkjanaframkvæmdum hér fyrir austan og Ragnheiður sagði frá verkefni sem Alcoa og Landsvirkjun hafa staðið að í tengslum við virkjanaframkvæmdirnar.“ Smári segir að í heimsókninni hafi þau Ragnheiður hitt fulltrúa grænlensku land- stjórnarinnar og embættismenn í Nuuk. „Þá fórum við á ráðstefnu til Manisoq þar sem við hittum fulltrúa stjórnvalda, grænlenskra fyrirtækja og verkalýðsfélaga. Heimsóknin til Grænlands var mikil upplifun enda er þetta í fyrsta skipti sem ég kem þangað.“ Smári segir Grænlendinga huga að frekari atvinnuuppbyggingu í heimalandi sínu og horfi til þess sem hefur verið að gerast í virkjanamálum hér á landi. „Þá binda þeir vonir við að hægt verði að vinna efni úr jörðu og má þar nefna steintegundina olivin. Rann- sóknir á námuvinnslu hafa einnig sýnt að góður möguleiki er á að hægt verði að vinna demanta á Grænlandi í framtíðinni.“ Smári er nú byrjaður að kenna og haustið leggst vel í hann. „Það er alltaf ákveðin til- hlökkun að hitta samstarfsfólk og nemendur á haustin,“ segir Smári, sem hefur verið kennari við Verkmenntaskóla Austurlands í hartnær þrjátíu ár. „Ég er ekki einn af þeim sem stunda hrein- dýraveiðar og geri heldur ekki ráð fyrir að leggjast í ber þó hér sé allt krökkt af berjum.“ Smári segir þetta þó ekki koma að sök þar sem hann njóti góðs af hvorutveggja. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SMÁRI GEIRSSON KENNARI OG BÆJARFULLTRÚI Í FJARÐABYGGÐ Ógleymanleg ferð til Grænlands „Mér finnst það vera fyrir neðan allar hellur og eiga að vera langt fyrir neðan virðingu íslenskra stjórn- valda að vísa þessum konum úr landi,“ segir Anna Pála Sverrisdóttir, laganemi og blaðamaður á Morgunblaðinu. „Ég er laganemi þannig að ég veit mikilvægi þess að hafa reglur og fylgja þeim eftir þrátt fyrir að þær geti stundum komið sér illa fyrir einstaka aðila. Í þessu tilviki finnst mér þó alls ekki réttlætanlegt að þessi breyting á reglum sem Vinnumálastofnun fer eftir skuli hafa þau áhrif að konum sem reyna að brjótast út úr ofbeldissam- böndum skuli hent úr landi eftir það. Þessar konur hafa verið hérna nógu lengi til að vera komnar inn í sam- félagið og eru í vinnu og vinnuveitend- urnir eru ánægðir, þannig að það er engin ástæða til að leyfa þeim ekki að vera eftir. Með þessu er verið að veita ofbeldismönnunum þau skilaboð að þeir geti beitt konurnar áfram ofbeldi og hafi í raun mun sterkara vopn í höndunum af því að landvistarleyfi kvennanna eru í höndum þeirra. Mér finnst félagsmálaráðherra ekki vera nógu skýr um að þetta sé eitt- hvað leyfist aldrei.“ SJÓNARHÓLL ERLENDUM KONUM VÍSAÐ ÚR LANDI EFTIR HEIMILISOFBELDI ANNA PÁLA SVERRIS- DÓTTIR LAGANEMI Ný heimasíða Regnbogabarna, regnbogaborn.is, var opnuð með pompi og prakt í Kringubíói um helgina. Að sögn Jóns Páls Hall- grímssonar, ráðgjafa Regnboga- barna, var bíósalurinn fullur af börnum sem tóku öll þátt í niður- talningu að formlegri opnun síðunn- ar. „Þetta gekk ljómandi vel og full- ur salur af krökkum,“ segir Jón Páll. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi Regnbogabarna, opn- aði síðuna og útskýrði fyrir börnun- um hvernig þau gætu notað hana. „Þetta er vefsíða fyrir börnin þar sem þau geta fengið upplýsing- ar um einelti,“ segir Jón Páll og bætir við að meðal efnis á síðunni séu stuttar teiknimyndasögur sem tengjast einelti. Teiknimyndasög- unum fylgi spurningar um einelti þar sem börnin þurfi að meta hvað sé rétt og hvað rangt. Þegar síðan var farin í loftið fengu börnin að sjá bíómyndina Maurahrellinn sem þykir bæði skemmtileg og góð til fræðslu um einelti. Börnin töldu niður saman Erlendis er sáttamiðlun viðurkennd leið til að greiða úr deilumálum sem annars hefðu farið fyrir dómstóla. Sátt, félag um sáttamiðlun, heldur opinn fund um sátta- miðlun á morgun og munu danskir sérfræðingar í sáttamiðlun greina frá góðri reynslu Dana af aðferðinni. Sáttamiðlun, sem kallast á ensku mediation og ýmist mekling, rett- smekling og mægling á Norður- landamálunum, gerir deiluaðilum kleift að útkljá deilumál með minni kostnaði en dómstólaleiðin býður upp á og á styttri tíma, en sátta- miðlun tekur að meðaltali um fjóra klukkutíma. Auk þess léttir sátta- miðlunin töluvert á dómstólunum. Þannig má segja að allir græði á sáttamiðlun. „Í Bandaríkjunum, Englandi og Norðurlöndunum hefur sáttamiðl- un verið notuð með góðum árangri og um 65 til 75 prósent mála sem tekin eru fyrir í sáttamiðlun fá virkilega farsællega lausn,“ segir Pia Deleuran, danskur lögfræðing- ur sem starfar sem sáttamiðlari í dómstóli Hróarskeldu og sér um diplómanámskeið um sáttamiðlun á vegum danska lögmannafélags- ins. „Fyrir dómstólum getur maður bara greint frá lagalegu hliðinni á málinu. Það sem virkilega skiptir máli fyrir deiluaðilana kemur þess vegna oft ekki fram, til dæmis for- saga málsins og tilfinningahliðin. En í sáttamiðlun er hægt að draga allt inn í umræðuna sem maður heldur að sé mikilvægt í deilunni og það er mikill léttir fyrir fólk að það séu engin takmörk sett um það,“ segir Pia. „Fólkið sjálft talar fyrir sig og kemst að niðurstöðu í sameiningu, með hjálp frá hlut- lausum sáttamiðlara.“ Tilraunaverkefni um sáttamiðl- un var sett á laggirnar í dönskum dómstólum árið 2003 og starfar enn vegna góðs árangurs. Nú nota fimm almennir dómstólar í Dan- mörku sáttamiðlun en þar sjá menntaðir lögmenn og dómarar um sáttamiðlunina. Flest málanna varða kaup og sölu, skilnaði eða forræðisdeilur, auk málefni fyrir- tækja. „Í einu máli voru kona og fyrr- verandi eiginmaður hennar að deila um forræði barns síns. Konan vildi ekki að faðirinn sæi barnið því hann var „tívolípabbi“ og axl- aði enga ábyrgð þegar þess þurfti. En í sáttamiðlunarferlinu töluðu þau um vandamálið og fundu lausn þannig að barnið gat verið bæði hjá móðurinni og föðurnum. Það var mjög gott fyrir þetta barn sem annars hefði kannski ekki séð föður sinn,“ segir Pia. Ingibjörg Bjarnardóttir, hér- aðsdómslögmaður og formaður Sáttar, segir að sáttamiðlun sé í startholunum á Íslandi, en félagið vonast til að sálfræðingar, félags- fræðingar og lögfræðingar starfi við sáttamiðlun við dómstóla á Íslandi í framtíðinni. Félagið stendur fyrir morgunverðarfundi um sáttamiðlun á morgun á Grand Hótel ásamt Viðskiptaráði Íslands, Lögmannafélaginu og Dómara- félaginu. rosag@frettabladid.is Allir sigurvegarar með sáttamiðlun PIA DELEURAN OG INGIBJÖRG BJARNARDÓTTIR „Það er mun betra fyrir viðskiptavinina að komast að samkomulagi með sáttamiðlun en að fara í dómsmál sem tekur kannski þrjú, fjögur ár og kostar mikla peninga, og fá kannski mun verri niðurstöðu,“ segir Pia Deleuran. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skortur á eftirliti „Eftirlit átti að vera með því hversu margir erlendir starfsmenn kæmu til landsins en enginn veit hversu margir útlendingarn- ir eru.“ Þjóðskrá hefur ekki undan að afgreiða umsóknir um kennitölur fyrir erlenda starfsmenn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir líklegt að óskráðir erlendir starfsmenn hérlendis skipti hundruðum. Fréttablaðið, 28. ágúst. Ein meginstoðin „Umhverfismatsskýrslan var ein meginstoðin sem við þingmenn studdumst við þegar við tókum afstöðu til málsins og í þeirri skýrslu segir að tæknimenn telji að berggrunnurinn undir stæðinu sé traustur.“ Össur Skarphéðinsson segir grafalvarlegt mál að Valgerður Sverrisdóttir hafi ein þingmanna vitað að ástæða var til að véfengja niðurstöðuna þar sem skýrsla Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings var ekki kynnt fyrir þingmönnum. Fréttablað- ið, 28. ágúst. F í t o n / S Í A Nú fylgir USS! kortið með öllum live! símum USS! Símatilboð Fullt verð 16.900 kr. USS! kortið fylgir með Samsung X660v Fyrir neðan allar hellur STEFÁN KARL Hefur verið ötull baráttumaður gegn einelti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.