Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 26
[ ] Allra veðra er von á Íslandi og því gott að undirbúa vetrar- hjólið tímanlega. Fréttablaðið leitaði ráða hjá Sólver Haf- steini Sólverssyni Guðbjargar- syni, formanni Íslenska fjalla- hjólaklúbbsins, um útbúnað á vetrarhjólinu. Sólver er formaður Íslenska fjalla- hjólaklúbbsins og hjólar að sjálf- sögðu allan árins hring. Hann segir að annar svegar þurfi að hugsa um hjólið og hins vegar um klæðnað hjólreiðamannsins. „Ef maður er vel útbúinn er ekkert mál að hjóla á veturna. Það er skemmtilegra en að hjóla á sumr- in því þá er maður laus við flug- urnar og pöddurnar, auk þess sem göturnar eru oft sundurgrafnar vegna vegavinnu yfir sumartím- ann,“ segir Sólver. Tvær tegundir af hjólum koma helst til greina þegar valið er hjól fyrir veturinn. „Vegna þess hversu mikið salt og önnur drulla er á götunum á veturna, sem getur skemmt hjólið, er best að nota annað hvort mjög gott títaníumhjól sem þolir saltið eða hálfgerða druslu sem fólki er ekki of annt um,“ segir Sólver. Á hjólinu þurfa að vera nagla- dekk með nöglum úti á brúninni og í miðjunni, og mælir Sólver með að það séu minnst fjórar raðir af nöglum á dekkinu. „Maður hall- ar gjarnan hjólinu í beygjum og því er mikilvægt að þá séu naglar á brúninni.“ Auk þess þarf hjólið að hafa aurhlífar, drullusokka og keðjuhlíf og blikkljós að framan og aftan, auk þess sem gott flóð- ljós þarf að vera framan á hjól- inu. Hjólreiðamaðurinn þarf að vera vel búinn frá toppi til táar. „Fólk á alls ekki að vera í bómullar- bol því hann heldur rakanum ef fólk svitnar, best er því að vera í nærbol úr merínóull.“ Utan yfir það er hægt að vera í ullarpeysu eða flíspeysu og svo er nauðsyn- legt að vera í utanyfirflík úr gore- tex, þá bæði jakka og buxum. Á höndunum er nauðsynlegt að hafa vetrarhanska og gott er að nota buffklút með flís um hálsinn. Yfir eyrun er hægt að setja eyrnahlífar úr flís sem fest er á hjálminn. Skór þurfa að vera með stífum botni og annað hvort þarf að vera í buxum sem ná yfir skóna eða notast við hjólaskóhlífar svo það geti ekki rignt ofan í skóna. kristineva@frettabladid.is Reiðhjólið búið undir íslenskan vetur Á vel útbúnu hjóli er hægt að hjóla allt árið um kring. Nýpressaður safi er fullur af næringarefnum og vítamínum. Gulrótarsafi, appelsínusafi eða blandaður safi er góð byrjun á góðum degi. ������������� ������������������������ �������������������� ������ ��� ������ Trönuber og trönuberjasafi hafa um langt skeið verið notuð gegn þvagfærasýkingum þótt ekki sé með fullri vissu hægt að segja til um áhrifin. Safinn er drukkinn bæði til að vinna bug á blöðrubólgu og í forvarnarskyni. Sé hann hins vegar drukkinn í of miklu magni er hætt við magaverkjum og niðurgangi. Töframáttur trönuberja Ertu orðin leið á að vera með appelsínuhúð, slit og slappa húð? Komdu þá til okkar, það virkar! Pantaðu frían prufutíma í síma 587-3750 Englakroppar.is Stórhöfði 17 ���� � �� � ���������������������������������������� � � ������������������������������� ����������������� ��� �������������������� ������������������������������ ������ ��������������������������� MÁNUDAGINN 28. ÁGÚST OG ÞRIÐJUDAGINN 11. SEPTEMBER MORGUN- OG SÍÐDEGISTÍMAR ROPE YOGA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.