Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 3 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Áfengissala á skoskum krám og börum hefur dregist saman eftir að reykinga- banni var komið á. Síðan reykingabann tók gildi á opinberum stöð- um í Skotlandi hinn 26. mars síðastliðinn, þar á meðal veitingahúsum og krám, segja sumir kráareigendur að sala þeirra hafi minnkað um 10% og eigi eftir að dragast enn meira saman. 365 kráar- og bareigendur voru spurðir í nýlegri könnun hvort bannið hefði einhver áhrif og sögðu margir þeirra að fastakúnnum hefði fækkað. Þvert ofan í þær raddir segja aðrir kráar- og hóteleigendur að bannið hafi orðið þeim til góða. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu að heimsóknum fastagesta hefði fækkað en 5 prósent sögðu þeim hafa fjölgað. Þegar kemur að sölu var svipaða sögu að segja; 51 prósent sagði að sala hefði dregist saman en sjö prósent að hún hefði aukist. „Sala á drykkjum hefur dregist saman um 10% og sala á mat um 3%. Okkur var sagt að bannið myndi hafa jákvæð áhrif á reksturinn en meira að segja okkar svörtustu spár gerðu ráð fyrir meiri sölu en þetta,“ segir Waterson, eigandi Flagship- hótelkeðjunnar. Vel hefur gengið að hrinda banninu í fram- kvæmd. Þeir kráareigendur sem eru með úti- svæði kvíða vetrinum en þar má ennþá reykja. Andy Kerr, heilbrigðisráðherra Skotlands, telur að áhrifin muni fljótt verða jákvæðari. „Í New York hefur svipað bann verið í gildi í tvö ár. Tölur þaðan sýna aukningu í sölu, minnk- andi atvinnuleysi í geiranum og fjölgun staða með vínveitingaleyfi.“ „Fólk fer ekki bara út til að reykja og drekka, heldur til að umgangast annað fólk. Sjö af hverj- um tíu reykja ekki og af þeim sem reykja lang- ar sjö af hverjum tíu til að hætta. Hér liggja því mörg ónýtt tækifæri.“ - elí Reyklausir Skotar ekki lengur þyrstir Einn af hverjum tíu Skotum hefur misst löngunina til að sækja krár eftir að bannað var að reykja þar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Tedrykkja á að geta dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum. Breskir næringarfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að vatnsdrykkja sé góð geti verið jafnvel ennþá betra að drekka þrjá til fjóra bolla af tei á dag. Úr teinu fær líkaminn nauð- syn- legan vökva auk þess sem tedrykkja er talin geta dregið úr líkum á hjartasjúkdóm- um og krabba- meini þar sem í telaufunum eru flavoníðar sem hafa mikla and- oxunarvirkni. - eö Best að drekka te Te er allra meina bót að mati Breta. LOFT 2006 verður haldin um miðjan september. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ stendur í samvinnu við Landlæknisembættið, Lýð- heilsustöð og Krabbameinsfélag Íslands fyrir ráðstefnu um tóbaks- varnir dagana 14.-15. september 2006. Ráðstefnan verður haldin í Kirkjulundi, Kirkjuvegi 25 í Reykjanesbæ, og ber yfirskriftina LOFT 2006. Hún er haldin í fram- haldi af fyrri tóbaksvarnarráð- stefnum á Egilsstöðum, Mývatns- sveit og síðast í Hveragerði árið 2004. Áherslur ráðstefnunnar að þessu sinni verða óbeinar reyk- ingar og reyklausir vinnustaðir. Einnig verður fjallað um meðferð til reykleysis. Ráðstefnan er ætluð heilbrigð- isstarfsfólki og öðru áhugasömu fólki um tóbaksvarnir og reyk- laust umhverfi á vinnustöðum. Ráðstefna um tóbaksvarnir Óbeinar reykingar og reyklausir vinnustaðir verða til umræðu á LOFT 2006. Lille Collection

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.