Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.08.2006, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 29.08.2006, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 3 AUGL†SINGASÍMI 550 5000 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Áfengissala á skoskum krám og börum hefur dregist saman eftir að reykinga- banni var komið á. Síðan reykingabann tók gildi á opinberum stöð- um í Skotlandi hinn 26. mars síðastliðinn, þar á meðal veitingahúsum og krám, segja sumir kráareigendur að sala þeirra hafi minnkað um 10% og eigi eftir að dragast enn meira saman. 365 kráar- og bareigendur voru spurðir í nýlegri könnun hvort bannið hefði einhver áhrif og sögðu margir þeirra að fastakúnnum hefði fækkað. Þvert ofan í þær raddir segja aðrir kráar- og hóteleigendur að bannið hafi orðið þeim til góða. 46 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðu að heimsóknum fastagesta hefði fækkað en 5 prósent sögðu þeim hafa fjölgað. Þegar kemur að sölu var svipaða sögu að segja; 51 prósent sagði að sala hefði dregist saman en sjö prósent að hún hefði aukist. „Sala á drykkjum hefur dregist saman um 10% og sala á mat um 3%. Okkur var sagt að bannið myndi hafa jákvæð áhrif á reksturinn en meira að segja okkar svörtustu spár gerðu ráð fyrir meiri sölu en þetta,“ segir Waterson, eigandi Flagship- hótelkeðjunnar. Vel hefur gengið að hrinda banninu í fram- kvæmd. Þeir kráareigendur sem eru með úti- svæði kvíða vetrinum en þar má ennþá reykja. Andy Kerr, heilbrigðisráðherra Skotlands, telur að áhrifin muni fljótt verða jákvæðari. „Í New York hefur svipað bann verið í gildi í tvö ár. Tölur þaðan sýna aukningu í sölu, minnk- andi atvinnuleysi í geiranum og fjölgun staða með vínveitingaleyfi.“ „Fólk fer ekki bara út til að reykja og drekka, heldur til að umgangast annað fólk. Sjö af hverj- um tíu reykja ekki og af þeim sem reykja lang- ar sjö af hverjum tíu til að hætta. Hér liggja því mörg ónýtt tækifæri.“ - elí Reyklausir Skotar ekki lengur þyrstir Einn af hverjum tíu Skotum hefur misst löngunina til að sækja krár eftir að bannað var að reykja þar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Tedrykkja á að geta dregið úr líkum á ýmsum sjúkdómum. Breskir næringarfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að vatnsdrykkja sé góð geti verið jafnvel ennþá betra að drekka þrjá til fjóra bolla af tei á dag. Úr teinu fær líkaminn nauð- syn- legan vökva auk þess sem tedrykkja er talin geta dregið úr líkum á hjartasjúkdóm- um og krabba- meini þar sem í telaufunum eru flavoníðar sem hafa mikla and- oxunarvirkni. - eö Best að drekka te Te er allra meina bót að mati Breta. LOFT 2006 verður haldin um miðjan september. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Reykjanesbæ stendur í samvinnu við Landlæknisembættið, Lýð- heilsustöð og Krabbameinsfélag Íslands fyrir ráðstefnu um tóbaks- varnir dagana 14.-15. september 2006. Ráðstefnan verður haldin í Kirkjulundi, Kirkjuvegi 25 í Reykjanesbæ, og ber yfirskriftina LOFT 2006. Hún er haldin í fram- haldi af fyrri tóbaksvarnarráð- stefnum á Egilsstöðum, Mývatns- sveit og síðast í Hveragerði árið 2004. Áherslur ráðstefnunnar að þessu sinni verða óbeinar reyk- ingar og reyklausir vinnustaðir. Einnig verður fjallað um meðferð til reykleysis. Ráðstefnan er ætluð heilbrigð- isstarfsfólki og öðru áhugasömu fólki um tóbaksvarnir og reyk- laust umhverfi á vinnustöðum. Ráðstefna um tóbaksvarnir Óbeinar reykingar og reyklausir vinnustaðir verða til umræðu á LOFT 2006. Lille Collection
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.