Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 53

Fréttablaðið - 29.08.2006, Síða 53
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 29 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.899 -0,59% Fjöldi viðskipta: 407 Velta: 3.175 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,10 -0,76% ... Alfesca 4,69 -1,06% ... Atlantic Petroleum 580,00 +2,66% ... Atorka 6,10 -1,61% ... Avion 33,80 +0,30% ... Bakkavör 54,00 -0,37% ... Dagsbrún 5,17 -1,15% ... FL Group 17,90 -1,11% ... Glitnir 19,50 -0,51% ... KB banki 800,00 -0,62% ... Landsbankinn 24,30 -0,41% ... Marel 76,00 -1,30% ... Mosaic Fashions 17,20 -0,58% ... Straumur-Burðarás 16,10 -0,62% ... Össur 126,00 -1,18% MESTA HÆKKUN Atlantic Petroleum +2,66% Avion +0,30% MESTA LÆKKUN Atorka -1,61% Marel -1,30% Össur -1,18% Umsjón: nánar á visir.is Hampiðjan tapaði rúmum 134 milljónum króna á fyrri árshelm- ingi, samanborið við 188 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstrartekjur Hampiðj- unnar námu tæplega 2,1 milljarði króna og drógust saman um tæp tólf prósent frá fyrra ári. Í tilkynningu frá Hampiðjunni segir að sölusamdráttur dóttur- fyrirtækja í Danmörku, Kanada og á Írlandi, hafi orðið til þess að sala samstæðunnar dróst saman frá fyrra ári. Þá kemur fram að gengislækkun krónunnar á tíma- bilinu hafi leitt af sér gengistap af erlendum lánum. Hampiðjan er eina skráða félagið á iSEC-markaði Kauphall- arinnar. - jsk Hampiðjan tapar 134 milljónum Sparisjóður Svarfdæla jók hagn- að sinn á fyrri hluta ársins um 175 prósent miðað við sama tíma 2005. Hagnaður sparisjóðsins var 214 milljónir króna og var arðsemi eigin fjár 39 prósent. Hreinar vaxtatekjur jukust um 57 prósent á milli ára en aðrar rekstrartekjur, sem voru að stærstum hluta af hluta- bréfum, nær tvöfölduðust. Sparisjóðurinn er meðal hlut- hafa í Exista og skilaði sá eign- arhlutur 161 milljón króna í kassann. Eignir sparisjóðsins voru tæpir 3,8 milljarðar hinn 30. júní og nam eigið fé 1.236 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 21,8 prósent í lok júní. - eþa Svarfdælingar auka hagnað milli ára HAMPIÐJUKAÐALL Samdráttur dótturfyrir- tækja á erlendum mörkuðum hefur dregið úr sölu Hampiðjunnar miðað við síðasta ár, auk þess sem gengissveiflur hafa leitt til taps af erlendum lánum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bókfært eigið fé Sam- sons eignarhaldsfé- lags - sem er að lang- stærstum hluta í eigu Björgólfsfeðga - var vanmetið um 29 millj- arða króna hinn 30. júní miðað við að yfir fjörutíu prósenta eignarhlutur félags- ins í Landsbankanum væri færður til markaðsvirðis. Eignarhalds- félagið, sem er stærsti hluthafinn í LÍ, bókfærði eigið fé á 26,5 millj- arða króna um mitt þetta ár en með því að færa bréf í bankanum til markaðsvirðis færi það í tæpa 55,7 milljarða króna. Hlutabréf í LÍ hafa hækkað um fimmtung á seinni hluta ársins þannig að dulið eigið fé er enn meira. Samson hagnaðist um tæpa 12,2 millj- arða króna á fyrri hluta ársins saman- borið við um 3,8 milljarða á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 170 prósent á ársgrund- velli. Rekstur Samson- ar er ekki einungis bundinn við fjárfest- ingu í LÍ því félagið er meirihlutaeigandi í fasteigna- félaginu Samson Properties sem sérhæfir sig í rekstri og þróun fasteigna og fasteignaverkefna í Evrópu. Fram til 29. júní hafði tilgangur félagsins takmarkast við eignarhald í LÍ. Heildareignir félagsins voru 77,8 milljarðar um mitt ár. - eþa Eigið fé vanmetið um 30 milljarða BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON LÆGRI VEXTIR LÆGRA LÁNTÖKUGJALD Verðbólga verður kominn í um fimm prósent strax á öðrum fjórð- ungi næsta árs, segir í nýútkomnu áliti Greiningardeildar Lands- bankans. Greiningardeildin telur afar litla hættu á að spá Seðlabankans um átta til tíu prósenta verðbólgu næstu tólf mánuði rætist. Þá er stýrivaxtahækkunarferli Seðla- bankans talið senn á enda og því spáð að stýrivextir verði komnir í 12,5 prósent á öðrum ársfjórð- ungi. Greiningardeild Landsbankans telur enn fremur að ýmsar vís- bendingar séu uppi um að þenslan sem verið hafi í efnahagslífinu sé í rénun; væntingavísitala Gallup sé lægri en áður, auk þess sem nýskráningum bifreiða hafi fækk- að. Skýrasta vísbendingin sé þó minnkandi velta á fasteignamark- aði. Sérfræðingar Landsbankans spá því að gengi krónunnar styrk- ist jafnvel árið 2007. Vænta megi enn harðari peningastefnu, auk þess sem skýr merki séu fram komin um endurvakinn áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum fjármálamarkaði. Þá sé mik- ilvægt í þessu samhengi að íslensku bank- arnir bankarn- ir tryggi skammtímafjármögnun sína, líkt og Glitnir og Landsbankinn hafi nú þegar gert. Greiningardeildin telur að innlausn svokallaðra jöklabréfa hafi óveru- leg áhrif á gengi krónunnar. - jsk Spá hraðari rýrnun verðbólgu Sérfræðingar Landsbankans segja þensluna í rénun. Spáð er fimm prósenta verðbólgu og styrkingu krónunnar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.