Fréttablaðið - 29.08.2006, Page 61

Fréttablaðið - 29.08.2006, Page 61
ÞRIÐJUDAGUR 29. ágúst 2006 Söngvarar eru: Bogomil Font, Páll Óskar, Bjarni Arason og Raggi Bjarna. í Súlnasal á Hótel Sögu 2. september Stórdansleikur Sérstakur heiðursgestur: RAGGI BJARNA Hinn árlegi stórdansleikur Milljónamæringanna verður í Súlnasal á Hótel Sögu laugardaginn 2. september. Húsið opnar kl. 22. Miðaverð 2.000 kr. Miðasala í Súlnasal frá kl. 13 samdægurs. Upplýsingar í síma 525 9950. MILLJÓNAMÆRINGANNA Þjóðleikhúsið tjaldar öllu til í vetur en tíu verk verða frumsýnd á vegum þess, þar af þrjú ný íslensk verk. Fyrsta frumsýning haustsins verður í lok september þegar leikgerð Illuga Jökulssonar á hinum geysivinsælu barnabók- um Guðrúnar Helgadóttur, Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni, fer á svið. Leikstjóri er Sigurður Sigurjóns- son en Þórarinn Eldjárn semur söngtexta. Í febrúar verður frumsýndur nýr söngleikur á Stóra sviðinu eftir Hugleik Dagsson, sem hefur vakið athygli bæði innanlands sem utan fyrir óskammfeilnar og meinfyndnar myndasögur sínar. Leikstjóri Legs er Stefán Jónsson og leikmynd gerir Ilmur Stefáns- dóttir en þau komu einnig að sýn- ingu Hugleiks, Forðist okkur, sem sett var upp í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Eftir áramót verður síðan nýtt verk eftir Ásdísi Thoroddsen frumsýnt á Smíðaverkstæðinu en verkið Amma djöfull er í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur. Meðal annarra hápunkta vetr- arins verður að öllum líkindum frumsýning á einum þekktasta harmleik grísku gullaldarinnar en Bakkynjurnar eftir Evrípídes verður jólaleikrit Þjóðleikhúss- ins. Verkið hefur ekki verið sett upp hér á landi áður. Leikstjóri er Giorgos Zamboulakis en um dans og sviðshreyfingar sér Erna Ómarsdóttir. Aðdáendur franska leikskálds- ins Erics-Emmanuel Schmitt geta einnig kæst því síðasta frumsýn- ing leikársins á Stóra sviðinu verður verkið Hjónabandsglæpir sem Edda Heiðrún Backmann leikstýrir en verk Schmitt, Abel Snorko býr einn og Gesturinn, hafa vakið stormandi lukku. Frá fyrra leikári verða einnig teknar upp sýningar á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen sem sló eftir- minnilega í gegn í Kassanum sem og brúðuljóðaleikurinn Umbreyt- ing eftir Bernd Ogrodnik. Á Smíðaverkstæðinu gefst leikhús- gestum tækifæri á að sjá aftur Eldhús eftir máli, verk Völu Þórs- dóttur sem byggir á smásögum Svövu Jakobsdóttur og á Stóra sviðinu verður áfram sýndur Fagnaður Harolds Pinters. Nánar verður fjallað um leikár atvinnuleikhúsanna síðar í vik- unni. Líflegur leikhúsvetur FRÍÐUR FLOKKUR Á TRÖPPUM ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Vetrarstarf hússins hófst formlega í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS... WWW.GRAS.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.