Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 4
4 2. september 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ 01.09.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 121,4527 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 68,66 68,98 130,73 131,37 87,95 88,45 11,79 11,858 10,862 10,926 9,439 9,495 0,5848 0,5882 101,98 102,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HEILBRIGÐISMÁL Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, telur eðlilegt að bregðast við rekstarhalla Landspítalans með einhverjum hætti þar sem vandinn sé aðallega vegna utanaðkomandi áhrifa. Heildarhalli Landspítalans á fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 477 milljónum króna, eða 3,1 prósenti af tekjum. Þá hafa verið gjaldfærð sérstök útgjöld vegna fjárfesting- ar við barna- og unglingageðdeild. Launakostnaður Landspítalans er 402 milljónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist það mest af manneklu og mikilli yfirvinnu af þeim sökum. Rekstrargjöld voru 222 milljónum króna umfram áætlun, sem skýrist af lækkun íslensku krónunnar og aukinni eftirspurn eftir þjónustu LSH. Spurð um hallann á rekstri sjúkrahússins segir Siv jafnframt að hafa beri í huga að jafn- vægi hafi verið í rekstri sjúkrahússins á undan- förnum árum og telur að mjög vel hafi tekist til með rekstur og hagræðingu innan stofnunar- innar. „Við í ráðuneytinu munum fara vel yfir málefni LSH á næstu vikum og mánuðum en þetta er ekki eina stofnunin sem er viðkvæm fyrir utanaðkomandi breytingum og hefur lent í vanda. Ég tel eðlilegt að brugðist verði við þessari stöðu af því að þetta er ófyrirséður vandi sem veldur hér mestu um. Það þarf vænt- anlega að skoða hvort unnt sé að leiðrétta hluta þessa halla í fjáraukalögum en það þarf að ræða bæði við fjármálaráðuneyti og Alþingi.“ Jóhannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri og staðgengill Magnúsar Péturssonar for- stjóra, segir að ólíkt því sem nú er hafi gengis- þróun verið rekstri sjúkrahússins hagstæð á undangengnum árum og reksturinn verið rek- inn á sléttu á síðasta ári. „Þá þætti sem valda hallanum nú geta stjórnendur LSH ekki haft áhrif á og þess vegna snýst þetta svona í hönd- unum á okkur. Þetta er vandi af þeirri stærðar- gráðu að ekki verður við honum brugðist nema með fullri samvinnu við heilbrigðisyfirvöld. Þetta verður ekki lagað með hagræðingarað- gerðum. Þegar um þetta stórar upphæðir er að ræða verður að koma meira fé inn í reksturinn því annars verður að draga úr kostnaði, sem myndi hafa veruleg áhrif á þjónustuna og starfsmenn.“ Stjórnendur LSH reikna með því að hallarekstur haldi áfram á síðari hluta árs- ins. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra vill ekki tjá sig um rekstrarhalla LSH. Hann segir það fagráðherrans að gera það. svavar@frettabladid.is Búist við áframhaldandi hallarekstri Landspítalans Halli Landspítalans var um hálfur milljarður króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Heilbrigðisráðherra telur eðlilegt að bregðast við. Fjármálaráðherra tjáir sig ekki. Stjórnendur búast við áframhaldandi hallarekstri. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIRJÓHANNES M. GUNNARSSON Þetta verður ekki lagað með hagræðingaraðgerðum. JÓHANNES M. GUNNARSSON LÆKNINGAFORSTJÓRI LANDSPÍTALINN Hallarekstur ársins fyrstu sex mánuðina er 477 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR JAPAN, AP Shinzo Abe, hægri hönd japanska forsætisráðherrans Junichiro Koizumi, tilkynnti í gær að hann sæktist eftir umboði stjórnarflokksins til að taka við er Koizumi lætur af embætti bæði flokksformanns og ríkis- stjórnarleiðtoga í haust. Kosið verður 20. september. Abe þykir langsigurstrangleg- astur af þeim sem í framboði verða. Í framboðsræðu sem hann flutti í Hiroshima hét hann því að hann myndi leggja sig allan fram við að verja hagsmuni Japans og viðhalda nánu samstarfi við Bandaríkin í öryggismálum. - aa Stjórnarflokkur Japans: Abe vill taka við af Koizumi PÍPARA OKKUR VANTAR www.handlaginn.is Handlaginn óskar eftir að ráða pípara til starfa • Traustar greiðslur • Gott vinnuumhverfi • Samkeppnishæf laun • Góður starfsandi Umsóknir skulu berast skrifstofu Handlaginn, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, eða í tölvupósti á handlaginn@handlaginn.is Handlaginn er í eigu Öryggismiðstöðvarinnar MÁLARAR RAFVIRKJAR MÚRARAR PÍPARAR SMIÐIR SJÁVARÚTVEGUR Egill Jónsson og áhöfn hans á Guðmundi Einars- syni ÍS hafa bætt eigið heimsmet í smábátafiskveiðum með því að veiða rúm 1.500 tonn á fiskveiði- árinu. Heildarafli bátsins á síðasta fiskveiðiári og gamla heimsmetið var 1.314 tonn. Í samtali við smabatar.is segist Egill skipstjóri ekki vilja gera mikið úr þessu, en þegar saman fari frábær útgerð og mannskapur á sjó og í landi, einstakur bátur og góð fisk- gengd sé varla hægt annað en að gera góða hluti. - shá Smábátafiskveiðar: Nýtt heimsmet sett á Ísafirði GUÐMUNDUR EINARSSON ÍS Heimsmet smábáta bætt og aflinn kominn yfir 1.500 tonn á árinu. MYND/HALLDÓR DÓMSMÁL Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir sérstak- lega hættulega líkamsárás 5. mars síðastliðinn á Tryggvagötu. Honum er gert að sök að hafa stungið mann á svipuðum aldri fimm sinnum með hnífi með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut sár á brjóstbaki, síðu og mjóbaki, þó engin djúp eða lífshættuleg. Fórnarlambið krefst rúmrar millj- ónar í miskabætur. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. - sh Ákærður fyrir líkamsárás: Stakk mann fimm sinnum ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������� ������������� ����������������� ������������� ������������� ����������� ��������������� ��������������� ��������������� ����������� ��������������� ��������������� �������������� �������������� ������������� ����������� ����������� ������� ������ ���������������� ������� ������������������ ������������� ����������� ����� ���������������� �� ����������������� ������������ ������������ ������������� �� ������� ������������������ ������ ����������������������� ��� ������ ��� ������ ������������ ��������� �� ���������������� ���������� �������� � � ������� ��������������� �������� ������ ����� ���������� ����� ������������� �������������� ��������������� ����� � ������ ��� ������������� � ����� ������������������������ ������������������ �� ������ �� ���������� ������� �� ��� � �� �� � �� �� � �� �� �� �� �� � �� �� � � � � � � � �� � � �� �� �� � �� �� �� FINNLAND, AP Enn er of snemmt að beita Írana refsiaðgerðum fyrir að neita að hætta auðgun úrans, að sögn ráðamanna Evrópusam- bandsins í gær. Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, sagði ESB vilja reyna frekari samninga- viðræður áður en til róttækari aðgerða kæmi. Á miðnætti á fimmtudag rann út frestur sem Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Íran til að hætta við kjarnorku- áform sín. Íranar höfðu hins vegar þá fyrirskipun að engu og tilkynnti Mahmoud Ahmadinejad forseti þjóð sinni í ræðu í gær að enginn gæti neytt Írana til að afsala sér „rétti“ sínum til kjarnorkufram- leiðslu. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að öll kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamleg- um tilgangi, en ýmis lönd, með Bandaríkin í fararbroddi, óttast að þeir framleiði leynilega kjarn- orkuvopn. Javier Solana, utanríkis- málafulltrúi ESB, ætlar í byrjun næstu viku að hitta Ali Larijani, aðalsamningamann Íransstjórnar í kjarnorkumálum, og verður ekki gripið til refsiaðgerða fyrir þann fund, að sögn talsmanna ESB. Stjórnmálamenn þjóðanna sex sem hafa mest afskipti af málinu funda í Berlín á fimmtudag. - smk Íranar neita að hætta við kjarnorkuáætlun sína: ESB vill ekki refsiaðgerðir strax MAHMOUD AHMADINEJAD Íransforseti veifar til þegna sinna eftir að hann til- kynnti þeim að enginn gæti neytt Írana til að hætta við kjarnorkuáætlun sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.