Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 6

Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 6
6 2. september 2006 LAUGARDAGUR KJÖRKASSINN BANDARÍKIN, AP Sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum telja að hryðju- verkum í Bandaríkjunum muni fjölga vegna þess að bandaríski herinn réðst inn í Írak. Ríflega fjór- ir af hverjum tíu, eða 43 prósent, segjast skammast sín fyrir ímynd Bandaríkjanna erlendis. Þetta má lesa út úr skoðana- könnun sem fréttastofan AP og skoðanakönnunarfyrirtækið Ipsos hafa birt. Samkvæmt sömu könn- un telur helmingur Bandaríkja- manna stríðið gegn hryðjuverkum hafa reynst Bandaríkjunum of dýrkeypt, og enn fleiri segja það hafa hvarflað að sér að stríðið kunni að vera of dýrkeypt. Í mannslífum talið hefur stríðið í Írak kostað Bandaríkin meira en 2.600 hermenn, og í Afganistan hafa 270 bandarískir hermenn fallið. Um það bil 20 þúsund banda- rískir hermenn hafa særst í báðum þessum löndum. Tæpir tveir mánuðir eru til þingkosninga í Bandaríkjunum, en Repúblikanar hafa haft meiri- hluta í báðum þingdeildum óslitið frá 1994. Eitt stærsta kosninga- málið er stríðið í Írak, sem Bush segir vera lykilstríð í hinu mikla stríði sem hann og stjórn hans hafa háð gegn hryðjuverkamönn- um víða um heim. George W. Bush Bandaríkja- forseti hélt nú í vikunni fyrstu ræðu sína í mikilli ræðuherferð, sem hann vonast til þess að dugi til að sannfæra þjóðina um nauð- syn þess að bandarískir hermenn verði áfram í Írak þangað til ætlunarverki þeirra þar er lokið. „Öryggi hins siðmenntaða heims er háð því að sigur vinnist í stríðinu gegn hryðjuverkum, og hann er háður því að sigur vinnist í Írak,“ sagði Bush. „Ef við hætt- um að berjast á götum Bagdad þurfum við að mæta hryðjuverka- mönnum á götum í okkar eigin borgum.“ Hann á þó töluvert verk fyrir höndum ef honum á að takast að sannfæra þjóð sína um nauðsyn hernaðarins. Samkvæmt fyrr- greindri skoðanakönnun er ein- ungis þriðjungur Bandaríkja- manna sáttur við það hvernig Bush hefur tekið á stríðinu í Írak. Bush kaus að hefja ræðuher- ferð sína á fimmtudaginn á fundi með öldruðum hermönnum, sem tóku þátt í fyrri stríðum Banda- ríkjanna víða um heim. „Þið hafið séð óvini af þessu tagi áður,“ sagði hann. „Þeir hafa tekið við af fasistum, nasistum, kommúnistum og öðrum alræðis- sinnum tuttugustu aldarinnar.“ Hann sagði stríðið sem banda- ríski herinn stendur í núna vera meira en bara hernaðarátök. „Þetta er sú hugmyndafræðilega barátta sem úrslitum ræður á 21. öldinni. Öðru megin standa þeir sem trúa á frelsi og hófstillingu og hinum megin þeir sem eru reknir áfram af harðstjórn og öfga- stefnu.“ gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkjamenn missa trú á stríðinu Einungis þriðji hver Bandaríkjamaður er sáttur við frammistöðu Bush forseta í tengslum við stríðið í Írak. Tveir mánuðir eru í þingkosningar og Bush er kominn í herferð til að sannfæra þjóðina um nauðsyn þess að hafa herinn áfram í Írak. VIÐ UPPHAF RÆÐUHERFERÐAR Bush Bandaríkjaforseti hóf á fimmtudaginn þriðju ræðuherferð sína til þess að sannfæra bandarísku þjóðina um nauðsyn stríðsins í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Haust- dagskráin er komin út Ný og spennandi sérfræðinámskeið www.isoft.is • isoft@isoft.is Sími: 511 3080 MCSA • MCSE • MCDST • CCNA • CISCO Eini skólinn með viðurkennt Microsoft nám STJÓRNMÁL „Sjávarútvegurinn þyrfti sannarlega að vera öflugri þátttakandi í Kauphöllinni,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum á hlutabréfa- markaði hefur fækkað með árunum og eftir næstu mánaðamót, þegar HB Grandi hefur verið afskráður af aðallista, verður Vinnslustöðin eitt sjávarútvegs- fyrirtækja í Kauphöllinni. Í gegnum árin hefur á annan tug sjávarútvegs- fyrirtækja verið skráð í Kauphöllina. Einar segir þetta slæma þróun og hefur áhyggjur af henni. Á hinn bóginn segir hann rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja almennt ganga vel. Hálfs árs uppgjör séu blekkjandi, þar sem skuldir fyrirtækj- anna séu í miklum mæli í erlendri mynt, sem nú er dýrari en var. „Við sjáum að framlegð rekstrarins til að standa undir þessum skuldum er miklu betri en áður og gengisþróunin styrkir sjávarútveginn og eykur tekjumyndun hans. Ég greini það á hverjum einasta degi að það er allt annað hljóð í mönnum og þeir eru bjartsýnir á rekstrarhorfurnar, sem betur fer.“ - bþs Sjávarútvegsráðherra segir fjárhagsstöðu sjávarútvegsfyrirtækja góða: Slæm þróun í Kauphöllinni EINAR K. GUÐFINNSSON Sjávarútvegsráðherra segir útgerðar- menn bjartsýna á rekstrarhorfur. DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir tollalagabrot og brot gegn tóbaksvarnarlögum í opinberu starfi. Honum er gert að sök að hafa í desember síðastliðnum misnotað stöðu sína sem lögreglu- maður á Keflavíkurflugvelli til að smygla til landsins 720 grömmum af munntóbaki í 30 dósum. Hann er sakaður um að hafa nýtt sér aðgangsheimild sína til að fara inn í flugstöðina og taka á móti tóbakinu úr hendi karlmanns sem hann hafði beðið að flytja efnið til landsins. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á fimmtudag. - sh Ákærður fyrir tollalagabrot: Lögreglumaður smyglaði tóbaki UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugað álver á Reyðarfirði og telur að þegar viss skilyrði hafi verið uppfyllt muni álverið ekki valda óafturkræfum áhrifum á loftgæði, ásýnd, hljóð- vist og menningarminjar. Talið er að sýnt hafi verið fram á að bæði þurrhreinsun eingöngu og þurrhreinsun með vothreinsun séu fullnægjandi til að halda loft- mengun innan marka í Reyðar- firði. Skipulagsstofnun setur þau skilyrði að ekki verði heimil föst búseta innan þynningarsvæðis álversins, sérstaklega verði hugað að því að draga úr sjón- rænum áhrifum vegna fram- kvæmdanna og að Alcoa Fjarðar- ál standi fyrir reglubundnum mælingum á loftmengun á svæð- inu. Hjörleifur Guttormsson, fyrr- verandi þingmaður og ráðherra, hefur sent frá sér athugasemdir við niðurstöðuna og segir ýmsum óvissuatriðum enn ósvarað. Skýrslan segi ekkert um áhrif verksmiðjunnar á byggða- og atvinnuþróun, áhættu af hugsan- legu straumrofi sem myndi valda mikilli losun mengunarefna og hættu af mengunarslysum í sjó vegna flutninga til og frá álver- inu. - ghs / - sh Skipulagsstofnun um mat á umhverfisáhrifum álversins á Reyðarfirði: Fellst á álverið með skilyrðum ÁLVERSFRAMKVÆMDIR Skipulags- stofnun telur að bæði þurrhreinsun og þurrhreinun með vothreinsun séu fullnægjandi hreinsunaraðferðir í Reyðarfirði. Ætlarðu að sjá eitthvað á kom- andi kvikmyndahátíðum? JÁ 22% NEI 78% SPURNING DAGSINS Í DAG: Eiga Íranar að fá að auðga úran? Segðu þína skoðun á visir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.