Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 18

Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 18
 2. september 2006 LAUGARDAGUR18 Það er vægt til orða tekið að kalla Magna Ásgeirsson mann vikunnar, því um margra vikna skeið hefur um fátt annað verið talað en frammistöðu hans í raunveru- leikaþættinum Rock Star: Supernova. Spenn- an stigmagnast í hverri viku og er að breytast í alíslenskt æði. Enginn þykist of merkilegur til að styðja Magna og frést hefur af fólki úr æðstu þrepum þjóð- félagsins sem fer á fætur um miðja nótt gagngert til þess að veita honum sitt atkvæði. Þá var frammistaða hans í þess- ari viku þvílík, að eitt olíufyrirtækjanna hér á landi sá ástæðu til að lækka verð á bensíni tímabundið. Hvað gerist ef hann vinnur? Hvar sem borið er niður bera menn Magna vel söguna og segja hann hvers manns hugljúfa. Sveitungar hans fyrir austan eru eins og gefur að skilja stoltir af sínum manni; segja hann vel að vel- gengninni kominn og allra ólíklegastan til að láta hana stíga sér til höfuðs. Jákvæðnin er hans helsti kostur, segja þeir sem hann þekkja og hann hefur alltaf gaman af því að koma fram. Síðasta ball sem hann spil- aði á er alltaf það besta í hans huga. Unn- usta hans heitir Eyrún Huld Halldórsdóttir og saman eiga þau soninn Marinó. Magni er bóndasonur, fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystri. Fjölskyldan er músíkölsk og bæði föður- og móðurbróðir hans voru til dæmis í hljómsveitum. Sjálfur byrjaði Magni að spila á gítar og koma fram tólf ára gamall. Hann bjó að því að vera í litlum skóla, þar sem nemendurnir þurftu að skemmta sér sjálfir og „neydd- ust“ hálfpartinn til að vera skapandi. Magni var afar virkur í félagslífinu og átti auðvelt með að aðlagast nýjum aðstæðum. Hann stundaði nám í Framhaldsskólanum á Eiðum og tók meðal annars tvisvar þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna. Þar komu félagarnir í hljómsveitinni Á móti sól fyrst auga á hann og buðu honum að ganga til liðs við sig. Magni ákvað að taka slaginn og hætti í skóla þegar hann átti stutt eftir í að ljúka stúdentsprófi. Fjölskyldan studdi hann hins vegar heils hugar í því að reyna fyrir sér í tónlistinni. Áður en hann gekk til liðs við Á móti sól var hann ekki viss um hvað hann langaði að verða og var opinn fyrir öllu. Tónlistin hefur hins vegar ávallt verið hans helsta áhugamál og eftir að hann gekk til liðs við Á móti sól var ekki aftur snúið. Eins og algengt er í tónlistarbransanum hér á landi hefur hann þó þurft að vinna önnur störf til að drýgja tekjurnar og undan- farin ár hefur hann unnið hjá plexigler- umboðinu Akron. Það kostar mikla vinnu að samræma fjölskyldulífið, tónlistina og vinnuna. Hann er þó svo heppinn að vinnu- veitendur hans hjá Akron eru sveigjanlegir og hafa sýnt spilamennskunni mikinn skilning í gegnum tíðina. Á móti kemur að Magni er sagður harðduglegur til vinnu og bætir vinnutap jafnan upp. Á móti sól er fyrst og fremst popp- hljómsveit en í keppninni Rock Star: Supernova hefur Magni sýnt, svo ekki verður um villst, að hann er harður rokk- ari. Frá upphafi hefur hann verið einn traustasti þátttakandinn í keppninni og vex ásmegin eftir því sem á hana líður. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að Magni sé of góður fyrir Supernova; það besta í stöðunni væri ef hann kæmist sem lengst í keppninni án þess að þurfa að ganga í hljómsveitina. Eitt má þó teljast líklegt, hver sem úrslit Rock Star: Super- nova verða er uppgangur Magna Ásgeirs- sonar rétt að hefjast. MAÐUR VIKUNNAR Rólegur rokkari að austan MAGNI ÁSGEIRSSON SÖNGVARI EN NE M M / SÍ A Leiks‡ningar, lú›rasveit og tónlistaratri›i Sjón er sögu ríkari! Svæ›i› ver›ur opi› frá kl. 11.00 til 17.0 0 Opi› hús í Straumsvík sunnudaginn 3. september Í tilefni af 40 ára afmæli Alcan í Straumsvík ver›a dyrnar a› álverinu opna›ar almenningi sunnudaginn 3. september. Bo›i› ver›ur upp á sko›unarfer›ir um álveri› undir lei›sögn starfsmanna, skemmtun fyrir börn og fullor›na, menningu og fræ›slu af ‡msum toga. Nota›u tækifæri› og sjá›u hvernig álver lítur út! Til a› lágmarka umfer› einkabíla ver›ur bo›i› upp á rútufer›ir til Straumsvíkur frá bílaplani Fjar›arkaupa vi› Bæjarhraun í Hafnarfir›i á hálftíma fresti. Opi› frá 11.00 – 17.00 dagskrá í bo›i allan daginn: • Lei›sögn um svæ›i› me› rútum • Véla og tækjas‡ning • Myndlistars‡ningin „Hin blí›u hraun í Straumsvík“ • Ökuleikniss‡ning • Hoppukastalar • Kassabílarallí og hlaup • Lú›rasveit Hafnarfjar›ar spilar Kl. 12.00, 13.00, 14.00, 15.00 og 16.00 • Möguleikhúsi› s‡nir leikverki› „Áslákur í álveri“ Kl. 13.00 og 15.00 • Kynningar á umhverfismálum og mögulegri stækkun Kl. 12.30 og 14.30 • Gunni og Felix • Óperukór Hafnarfjar›ar • Fri›rik Ómar og Gu›rún Gunnars Kaffihús og veitingar allan daginn Fræ›sla og sko›unarfer›ir um álveri› Hoppukastalar fyrir krakkana Myndlistars‡ningin Hin blí›u hraun í Straumsvík Alcanhlaupi› flar sem allir fá ver›laun Spennandi og lífleg dagskrá Sunnudagskaffi í Straumsvík Kassabílarallí AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir Upplýsingar, viðburðir, afþreying og fréttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.