Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 26

Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 26
 2. september 2006 LAUGARDAGUR26 Námskeið hefjast 19. september 5. -16. september Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar - einkatímar Námskeið fyrir börn Kennum í fyrirtækjum alliance@simnet.is 2. - 13. janúar Námskeið hefjast 16. janúar Kennum í fyrirtækjum Námskeið hefjast 18. september Inntitun í síma 552 3870 1-16. september. http://af.is Skoski leikarinn Gerard Butler fer með hlutverk víga-mannsins Bjólfs í Bjólfs- kviðu sem var frumsýnd á Íslandi á fimmtudaginn. Þórarinn Þórar- insson ræddi við leikarann um erfiða kvikmyndagerð í ofsaveðri á Íslandi og ferilinn, sem er í mikl- um blóma. Ferill Gerards Butler er kom- inn á flug en hann hefur á skömm- um tíma „unnið sig upp úr fjórðu deild í meistaraflokk“, eins og hann orðar það sjálfur. Hann hefur undanfarið, auk Bjólfskviðu, komið við sögu í myndum á borð við Tomorrow Never Dies, Reign of Fire, Tomb Raider 2 og The Phantom of the Opera en næsta mynd, 300, verður hans stærsta mynd til þessa. 300 er gerð eftir samnefndri myndasögu Franks Miller um eina frægustu orrustu mannkynssög- unnar, þegar Grikkir mættu risa- vöxnum her Persa í Laugaskörð- um. Butler leikur sjálfan Leonídas Spartverjakonung þannig að myndin hvílir meira og minna á herðum hans. Eftirvæntingin eftir myndinni er mikil enda er Frank Miller fun- heitur eftir velgegni Sin City þannig að 300 mun væntanlega slá í gegn. „300 er auðvitað risastór mynd og ég er mjög spenntur fyrir henni. Fólk á sjálfsagt eftir að segja að með henni sé ég kominn almennilega á kortið en sjálfum finnst mér ég hafa verið þar lengi,“ segir Butler. Úr lögfræði í leiklistina „Ég byrjaði seint að leika, var 26 ára þegar ég flosnaði upp úr lög- fræðinámi og hellti mér út í leik- listina. Ferillinn fór hratt af stað en ég hef samt tekið þetta í nokkr- um litlum skrefum sem mér finnst sjálfum risastór og þegar ég lít til baka finnst mér ótrúlegt að mis- heppnaður lögfræðingur án leik- listarmenntunar sé kominn á þann stað sem ég er á. Ég hef þurft að berjast fyrir nánast hverju ein- asta hlutverki, aðallega í áheyrnar- prófum og prufutökum, sem mér finnst eðlilegt og gott þar sem þannig er maður valinn í hlutverk- in á réttum forsendum. Þetta hefur verið skemmtilegt ströggl og góð lífsreynsla sem hefur styrkt mig sem manneskju og leik- ara og framtíðin er björt.“ Butler segist hafa verið tólf ára þegar hann fékk áhuga á leiklist- inni en hann hafi ekki gert sér vonir um að leikaradraumurinn gæti orðið að veruleika og þess vegna lagt lögfræðina fyrir sig. „Þegar ég þurfti að gera upp við mig hvað ég vildi gera í lífinu var ekkert að gerast í bransanum í Skotlandi og Sean Connery var eini skoski leikarinn sem eitthvað bar á. Ég fór því í lögfræðina og entist þar þangað til ég áttaði mig á því að ég hefði engan áhuga á því sem ég var að gera. Það spilaði líka inn í að ég drakk mjög mikið á þessum árum og mér var bent á það í skólanum að ég væri á rangri hillu og var ráðlagt að hætta og snúa mér að því sem mig langaði til að gera og endurskoða líf mitt í leiðinni.“ Óbyggðirnar kalla „Það var hörkupuð að leika í Bjólfskviðu og ég efaðist á köflum um að ég myndi hafa þetta af. Við vorum föst einhvers staðar úti í óbyggðum í þrjá og hálfan mánuð. Veðrið var meira og minna brjálað allan tímann og það skullu í það minnsta fjórir fellibyljir á okkur á meðan á tökum stóð. Ofan á þetta bættust svo stöðugar áhyggjur af því að okkur myndi aldrei takast að klára myndina og ég átti nánast daglega von á því að mér yrði sagt að pakka saman og fara heim vegna þess að allir peningar væru búnir.“ Butler heillaðist engu að síður af landi og þjóð og hann gerir ráð fyrir að verða tíður gestur á Íslandi. „Ísland er vitaskuld ekki dæmigerður tökustaður en landið var ein helsta ástæðan fyrir því að ég sló til og lék Bjólf. Ég var mjög hrifinn af handritinu þegar ég las það en var samt efins. Ég hitti svo Sturlu Gunnarsson leikstjóra, sem sýndi mér myndir af hugsanleg- um tökustöðum og þá ákvað ég strax að vera með. Ég fann það á mér um leið að yrði að koma hing- að.“ Butler segir frumsýningu Bjólfskviðu hafa gefið sér kær- komið tækifæri til þess að koma aftur. „Þetta er frábært land og ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur og ætla að fara upp á hálendi og í jöklaferð. Landslagið hérna er alveg einstakt en landið minnir mig samt um margt á Skot- land, þannig að mér finnst ég eiga heima hér og ég er mjög ánægður með að hafa verið neyddur til að dvelja úti á landi á meðan tökur stóðu yfir. Þetta er yfirleitt þannig að þegar maður kemur til nýrra landa ætlar maður sér að ferðast út um allt og skoða sig um en endar alltaf á því að hanga bara innan borgarmarkana. Hér var ég úti í óbyggðum í þrjá og hálfan mánuð og það var ótrúleg upplif- un.“ Fortíðin heillar Bjólfskviða gerist fyrir um það bil 1.600 árum og 300 á sér stað löngu fyrir Krists burð en Butler segist þó ekki hafa ætlað sér að festast í fortíðinni þó hún heilli hann. „Þegar ég var krakki var ég upp- tekinn bæði af framtíðarheimum og fortíðinni og lét mig dreyma um að leika í fantasíum. Ég er mjög hrifinn af fornum hugmynd- um um dyggðir og traust en eftir Bjólfskviðu fannst mér þetta orðið gott. Þá dúkkaði 300 upp og ég gat ekki stillt mig um að leika í henni. Handritið er frábært og ég varð heltekinn af sögunni. Bjólfskviða og 300 eiga það sameiginlegt að þær fjalla báðar um löngu liðna atburði og þær reyndu báðar mjög á mig andlega og líkamlega, ann- ars er varla hægt að hugsa sér ólíkari myndir. Það er því einfald- lega tilviljun að ég skuli leika í tveimur fornaldarmyndum með jafn stuttu millibili en fram undan eru samtímamyndir þannig að for- tíðin er að baki í bili.“ Drakk sig úr lögfræðinni í leiklistina GERARD BUTLER Líður eins og heima hjá sér í íslenskri náttúru og ætlar að þvælast um hálendið á meðan hann dvelur á landinu. LEONÍDAS Það sem sést hefur úr 300 þykir lofa mjög góðu og myndin mun væntanlega verða lyftistöng fyrir Butler, sem hefur verið á góðri siglingu undanfarin ár. HELSTU MYNDIR GERARD BUTLER Beowulf & Grendel 2005 The Phantom of the Opera 2004 Timeline 2003 Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life 2003 Reign of Fire 2002 Dracula 2000 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.