Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 27
LAUGARDAGUR 2. september 2006 27
Samúel Örn Erlingsson
íþróttafréttamaður
Það er stórskemmtilegt. Vanabind-
andi. 25 ár bráðum. Tímafrekt.
Getur verið spennandi í öllum
skilningi þess orðs. En þegar
hætt er að vera gaman á maður
að steinhætta því. Vinnutími
og íþróttafréttamennska tengj-
ast þannig að þú vinnur ekki á
þægilegasta tíma. Helsti galli á
íþróttafréttamennsku er erfiður
vinnutími. Sama hvernig maður
lítur á þetta er maður alltaf að
missa af einhverju spennandi.
Guðjón Guðmundsson
íþróttafréttamaður
Að vera íþróttafréttamaður er á
köflum gargandi snilld. En því
miður, á köflum og í sköflum,
glatað. En alltaf jafn skemmtilegt.
Alltaf yfirtíð er plúsinn en oftar en
ekki borgað seint og illa.
Guðmundur Hilmarsson
íþróttafréttamaður
Það eru ákveðin forréttindi. Tala
nú ekki um fyrir mann eins og
mig sem hefur lifað og hrærst í
þessum bransa síðan ég man eftir
mér. Þetta er beint framhald af því
sem ég hef verið að gera síðan ég
var fimm ára gutti. Fyrst þátttak-
andi, svo með börnin að elta þau
í þessu og svo að fjalla um þetta
í hinum víða skilningi. Ég er sæll
og glaður. Að gera það sem mér
finnst gaman og skemmti mér í
vinnunni. Ókostur? Jú, það er í
öllu. Vinnutíminn er ekki beint
fjölskylduvænn. Bæði kvöld- og
helgarvinna. En með aukinni
tækni getur maður hagrætt starf-
inu betur en maður gat áður.
Adolf Ingi Erlingsson
íþróttafréttamaður
Að vera íþróttafréttamaður er
gríðarlega skemmtilegt fyrst og
fremst. Varla fer nokkur út í þetta
nema hafa áhuga á íþróttum. Það
flokkast undir forréttindi að vinna
við áhugamálið sitt. Maður þarf
ekki að borga sig inn á völlinn.
Starfinu fylgja einnig oft ferða-
lög, sem getur verið kostur og
ókostur. Oftast eru þessar ferðir
skemmtilegar. Og upplifa að fara
á stórmót. Gallarnir eru náttúrlega
þessi skelfilegi vinnutími sem
starfið krefst. Ekki mjög vinsælt
hjá fjölskyldunni.
HVERNIG ER AÐ ...
... VERA ÍÞRÓTTAFRÉTTA-
MAÐUR? Löglegt að skjóta SkotaÍbúar York hafa verið beðnir um að
skrifa undir sáttmála þess efnis að þeir
muni aldrei skjóta á Skota með boga
og ör. Samkvæmt gömlum lögum,
sem aldrei hafa verið felld úr gildi,
geta íbúar York skotið á Skota innan
borgarveggjanna án þess að vera sótt-
ir til saka. Ekki hefur enn reynt á þessi
gömlu lög en skosku hjónin Ewan og
Gill Main ætla að biðja íbúa borgar-
innar að skrifa undir plaggið og ganga
síðan um 240 mílna veg, frá York til
Edinborgar. Hugmyndin með sáttmál-
anum og göngunni er að safna fé fyrir
samtökin Survive, sem hjálpa börn-
um sem orðið hafa fyrir kynferðislegu
ofbeldi. Hjónakornin ætla að leggja af
stað 8. september og er áætluð koma
til Edinborgar tveimur vikum seinna.
700 þúsund í þjórfé
Bandarískum þjóni brá heldur betur
í brún þegar hann fékk 10.000 doll-
ara, sem samsvarar tæpum 700 þús-
und íslenskum krónum, í þjórfé eftir
að hafa afgreitt viðskiptavin sinn um
máltíð sem kostaði heila 26 dollara.
Þjóninn, Cindy Kienow sem
vinnur á Applebee´s Bar and Grill í
Kansas, fékk því 38.000% meira í
þjórfé en það sem máltíðin kostaði.
Viðskiptavinurinn sem var svo
rausnarlegur er fasta kúnni á veit-
ingastaðnum sem Kienow vinnur á.
„Venjulega kvittar hann á nótuna og
skilur hana eftir á hvolfi. Í þetta skipti
snéri hann miðanum hins vegar upp
því hann vildi að ég vissi að hann
væri ekki að grínast.“
Að sögn Kienow skilur viðskipta-
vinurinn alltaf eftir dágott þjórfé
og fyrir tveimur vikum hafi hann
til dæmis skilið eftir 100 dollara.
Kienow segist hafa brugðið þegar
hún sá hversu mikið hún átti að fá
í þjórfé. „Ég gat ekki hreyft mig og
ég vissi ekki hvað ég átti að segja.
Hann sagði hins vegar að ég ætti
að kaupa mér eitthvað fallegt fyrir
peninginn.“
Aldargömlum manni skip-
að í frí
Elsta starfandi manni Bretlands
hefur verið skipað að taka sér dags-
frí frá vinnu til að fagna hundrað ára
afmæli sínu. Afmælisbarnið og vél-
virkinn Buster Martin vonast til að
geta unnið þar til hann verður 125
ára, að sögn blaðsins Daily Mirror.
Buster hafði skipulagt að fagna
afmæli sínu með ölkrús á barn-
um en samstarfsmenn tóku völd-
in í sínar hendur og hafa skipulagt
ferð fyrir hann um Stamford Bridge,
heimavöll enska knattspyrnuliðs-
ins Chelsea. Þar fær Buster afhenta
treyju númer hundrað með áletr-
uninni Buster, enda kappinn heitur
stuðningsmaður liðsins.
Buster reyndi að setjast í helgan
stein fyrir þremur en eftir þrjá mánuði
var hann orðinn svo leiður að hann
fékk sér hlutastarf sem vélvirki hjá
pípulagningafyrirtæki í London.
„Leiðindi geta gert út af við fólk.
Ég byrjaði að vinna til að halda mér
við. Ef ég væri ekki í vinnu yrði ég
sorglegasti maður heims,“ sagði
Buster hinn hressasti.
SKRÝTNAR FRÉTTIR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
3
12
0