Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 02.09.2006, Qupperneq 32
[ ] Brimborg frumsýnir í dag nýj- an pallbíl, Ford Explorer Sport Trac. Það fyrsta sem maður tekur eftir við hinn nýja Ford Explorer Sport Trac er áferðarfalleg hönnun hans. Pallurinn er smekklega sniðinn að húsinu og allar línur bílsins eru í nokkuð góðu sam- ræmi, þrátt fyrir að Íslendingur- inn í manni vilji heldur sjá nokkuð stærri dekk og hærra undir bíl- inn, en því er jú hægt að bjarga. Innviðir bílsins eru allir hinir smekklegustu. Bílstjórasætið er þægilegt enda hægt að stilla það með rafdrifnum rofa. Rými fyrir farþega er einnig með ágætum enda nægt pláss fyrir þrjá full- orðna í aftursæti og kemur fóta- plássið reyndar nokkuð á óvart miðað við pallbíl. Það sem stendur upp úr við kosti bílsins er þó vafalaust sá kraftur sem hann hefur yfir að ráða. Fjögurra lítra, 210 hestafla vélin veitir hinum rúmlega tveggja tonna bíl nægan kraft enda togið til fyrirmyndar. Maður getur vel séð hann fyrir sér með stóra hestakerru eða hjólhýsi í eftirdragi án þess að missa of mikið afl. Böggull fylgir þó skammrifi enda ekkert ókeypis í þessum heimi. Sport Trac er sjálf- skiptur með fjögurra eða 4,6 lítra bensínvél. Uppgefin bensíneyðsla er um 14 á hundraðið en eins og gefur að skilja er sparakstur manni ekki ofarlega í huga á amerískum pallbíl og því tókst sjaldan að koma honum undir 19 á hundraðið sem er á þessum tímum hás bensínverð töluverður mínus. Hins vegar má segja að fyrir þann kraft sem maður fær í staðinn sé ekki ósanngjarnt að borga svolít- ið. Bíllinn er skemmtilegur í keyrslu, bæði innan bæjar og utan. Leðurklætt stýrið leikur í höndum manns og beygjuradíusinn kemur skemmtilega á óvart. Sjálfskipt- ingin er þétt og grípur vel og fjöðr- un bílsins, þrátt fyrir að vera nokkuð stíf, fer vel með farþegana á malarvegum. Þá liggur bíllinn ágætlega í beygjum enda búinn stöðugleikastýrikerfi með velti- vörn. Í stuttu máli má segja að maður fær góða öryggistilfinn- ingu af að keyra bílnum. Skoðum nú innviði bílsins. Stjórntæki í hurð eru fallega hönn- uð. Geisladiska- og mp3 spilari eru staðalbúnaður í Sport Trac. Mælaborðið er áferðarfallegt en óþarflega mikið af harðplasti sem leiðinlegt er að þrífa. Hraða- og snúningsmælar eru flottir og auð- læsilegir og þar er einnig að finna aksturstölvu sem er frábær upp- finning, hins vegar hefur rofanum fyrir tölvuna verið komið fyrir við mælinn þannig að nauðsynlegt er að teygja sig í gegnum stýrið til að komast að henni sem er frekar óþægilegt, ef ekki beinlínis hættu- legt á mikilli ferð. Skriðstillingu (cruise control) er hins vegar hag- anlega fyrir komið í stýrinu. Geymslurými er mikið í Sport Trac. Pallurinn hefur verið stækk- aður um rúman fjórðung frá fyrri útgáfu bílsins. Þá er hægt að leggja niður farþegasætin til að fá aukið geymslurými inni í bílnum. Á heildina séð er Sport Trac skemmtilegur bíll. Lipur og þægi- legur í keyrslu og hefur nægan kraft. solveig@frettabladid.is Hraða- og snúningsmælar eru flottir og auðlæsir. Eini gallinn er að óþægilegt er að komast að rofanum fyrir aksturs- tölvuna. Geisladiska- og mp3 spilari eru stað- albúnaður í Sport Trac. Þá er hönnun mælaborðsins falleg. Stjórntæki í hurð eru fallega hönnuð. Eini gallinn er staðsetning handfangsins en öryggisástæður liggja þar að baki. Áferðarfallegur orkubolti Hraðastilli (cruise control) er haganlega fyrir komið í stýrinu. Fjórhjóladrifið, hátt og lágt, er tölvustýrt. Nægt fótapláss er fyrir farþega í aftur- sæti og geta þrír fullorðnir hæglega komið sér þar fyrir. Þá er hægt að fella sætin niður til að fá aukið geymslurými. Hægt er að fá farangursgrind sem fest er á hjörum á pallinn. Þannig eykst farang- ursrýmið töluvert. Þegar grindin liggur inni í pallinum er hægt að nota hana til að skorða hluti til að þeir velti ekki um tóman pallinn. Ford Explorer Sport Trac er kraftmikill og lipur í keyrslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYNSLUAKSTUR Haldið ró og jafnaðargeði í umferð- inni í stað þess að steyta skapi ykkar á öðrum bílstjórum. Það borgar sig. FORD EXPLORER Sport Trac Vél: 4 lítra bensín 210 hestöfl / 345 Nm Uppgefin eyðsla: 13,8 l/100 km 0-100 km/klst: 8,7 sek Þyngd: Um 2150 kg. PLÚS Kraftur Farangursrými Falleg hönnun Lipur og þægilegur í keyrslu MÍNUS Bensíneyðsla Erfið aðkoma að aksturstölvu Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.