Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 35

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 35
[ ] Senn líður á haustið og kuldinn heldur innreið sína. Því þarf að huga að því að koma sér upp fallegum og hlýjum flíkum. Haust- og vetrarjakkarnir á herr- ana eru komnir í flestar verslanir. Það er erfitt að segja að tískan sé svona eða hinsegin, það er svo mikill munur á stíl og ekki er sann- gjarnt að bera saman úlpu úr 66°N og frakka úr Sævari Karli. Hver verður að finna sinn stíl og það sem honum hentar. Hérna er brot af því besta sem hentar á malbik- inu. Annars vegar fyrir þá sem vilja vera villtari og rokkaðri og hins vegar fyrir þá sem fínni eru í tauinu. Herrajakkar að hausti G-stars á Laugavegi er ný búð þar sem hægt er að fá marga góða jakka. Sjón er sögu ríkari. Hundrað ára kjóll er til sýnis í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi er til sýnis köflóttur kjóll sem kominn er til ára sinna. Við birtum mynd af honum á ferða- síðu fyrir skemmstu en fórum þá ekki alveg rétt með sögu hans og úr því viljum við bæta. Kjóllinn er heimaunninn frá grunni. Hann var í eigu Huldu Á. Stefánsdóttur fyrrum skólastýru Kvennaskólans á Blönduósi og var saumaður á hana sem unga stúlku af Margréti Jónsdóttur frá Spóns- gerði í Hörgárdal. Móðir Huldu, Steinunn Frí- mannsdóttir, spann í hann þráðinn en hún var mikil tóvinnukona og þekkt fyrir að spinna sérlega fínan þráð. Efnið var líka ofið undir hennar umsjá. Kjóllinn er hátt í hundrað ára en ber þó aldurinn vel og gæti í raun verið að koma af hvaða tísku- sýningu sem er. Sígild hönnun Kjóllinn hennar Huldu. Dæmi um flotta hönnun frá fyrri tíð. Vönduð gæðamerki á góðu verði. Dagana 7. til 17. september verður haldinn skómarkaður í Perlunni þar sem eingöngu skór og fylgi- hlutir verða á boðstólum á tæp- lega 900 fermetrum. Vörurnar á markaðnum eru nýjar eða nýleg- ar. Úrvalið verður mikið og hægt verður að fá skó á alla fjölskyld- una. Leðurstígvél, spariskór, sportskór, inniskór, gönguskór, golfskór, leðurtöskur, tautöskur, bakpokar, sokkar og margt fleira verður á boðstólunum. Skórnir verða frá þekktum framleiðend- um eins og Rebook, Blend, Ske- chers og mörgum fleirum. Verði verður stillt í hóf, og engir skór fara yfir 6.000 krónur. Stóri skómarkaðurinn í Perl- unni er rekinn af rekstraraðilum og eigendum Skór.is, Kringlunni og Smáralind. Skómarkað- ur í Perlunni Mikið úrval verður af skóm og verði er stillt í hóf. Ný hártíska fylgir nýrri árstíð. Millisítt hár er inni, strípur úti og toppar notaðir til að brjóta upp. Þessi reffilegi jakki er úr Next þar sem hann kostar 7.490 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Fyrir þá sem vilja klassískt yfirbragð er þessi jakki úr Sautj- án góður kostur. Hann kostar 29.990 krónur. Köflótt verður aðal- munstrið í haust og fyrir þá sem vilja vera í broddi tískufylkingarinnar er þessi jakki úr Kulture málið. Hann kostar 59.990 krónur. Laugavegi 51 • s: 552 2201 KULDAGALLARNIR KOMNIR PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.