Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 37

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 37
LAUGARDAGUR 2. september 2006 7 Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. Maður er alltaf ögn upp með sér þegar heilræði hér í pistlum sanna sig. Glöggir lesendur muna e.t.v. að umræðuefni síð- asta pistils var haustveiðin og húmið, og hvaða flugur væru góðar. Ég nefndi Undertaker. Valdimar Agnar Valdimarsson valdi einmitt þá flugu, hvort sem það hafði eitthvað með pistilinn að gera, og setti í þann stóra, og ef til vill þann stærsta á Íslandi í sumar, þegar hann tók 105 sm langan fisk í Þverá í vikunni. Sá gæti hafa verið 25-28 pund. Í spjalli við Valdimar sagðist hann aldrei hafa verið neitt fyrir það að sleppa laxi, en ekki hefði komið til greina að drepa þennan. Þetta var hrygna, langt komin á leið og bólgin af hrognum, og fékk að synda frjáls til að fjölga fiskum í ánni. Nú hefst stórlaxafárið Þetta er einmitt tíminn þegar stórlaxarnir fara að gefa sig. Stóru hængarnir eru búnir að hafa hægt um sig í allt sumar, hafa horft fyrirlitningaraugum á flugur og maðka og ekki hvarflað að þeim að bíta á. En nú er kom- inn roði á kviðinn, svilin þrosk- ast, þeir hafa vopnast stórum krókum sem skaga fram úr neðra skolti, og þeir finna að fengitím- inn nálgast. Það er þá sem þeir fara að verja ána sína og hreiðrið sem þeir ætla fyrir hrogn ást- hrygnu sinnar. Og bíta á. Þetta gleður veiðimenn. En. Veiði- málastofnun hefur nú í nokkur ár óskað eftir því að veiðimenn sleppi íslenska stórlaxinum, vegna þess að stofninn er metinn í mikilli hættu. Hver svona stór- lax eins og veiddist í Þverá er gríðarlega mikilvægur fyrir við- hald stofnsins, ekki bara vegna þess að hann gefur svo mörg hrogn af sér, heldur vegna þess að hann viðheldur í erfðum stofnsins þeirri náttúru að dvelja tvö ár í sjó og snúa til baka sem stórlax. Að tölu eru smálaxarnir miklu fleiri og minni eftirsjá í þeim. Það var því hátíðleg og góð stund þegar hrygnan hans Valdi- mars synti aftur til móts við ána sína. Og gjörð hans til fyrir- myndar öðrum veiðimönnum. Óætir hvort sem er Góður lax er góður matur, fersk- ur, reyktur eða grafinn, og gaman að framreiða slíka bráð. Leginn lax er ekki góður matur. Ef hann er kominn í hrygningarbúning með áberandi rauða slikju á kviðnum, tala nú ekki um orðin dökkleitur, er hann ekki tækur í mat. Og nei, hann er ekki heldur tækur í reyk. Maður heyrir oft veiðimenn segja þegar þeir slengja kollegnum fiski á vogina: ,,Ja, hann fer í reyk“. Fiskur fitn- ar ekki í reykhúsi. Leginn lax er miklu síðri matur en annar fiskur og á best heima í ánni áfram, enda kominn í mikilvægari hugleiðing- ar er þær að láta borða sig. Slepp- um stórlaxinum í haust! Með veiði- og sleppikveðju þegar við á, Stefán Jón. Stórlaxar í færi Stefán Sigurðsson sleppir stórum haust- laxi. Louvre-safnið í París er stærsta listaverkasafn í heimi. Safnið var opnað almenningi árið 1793 í kjölfar frönsku bylt- ingarinnar en var upphaflega byggt sem rammgerð höll fyrir Philip Augustus árið 1190. Árið 1989 reis glerpíramídinn um- deildi við þetta víðfræga safn. Louvre-safnið er hvað frægast fyrir að varðveita nokkur af fræg- ustu verkum listasögunar. Í safn- inu eru meðal annars til sýnis mörg frægustu listaverk Leonar- dos da Vinci og fleiri meistara endurreisnarinnar. Margir þekkja Louvre-safnið einna helst vegna þess að það var að stórum hluta sögusvið Da Vinci lykilsins og til marks um áhrif bókarinnar hafa vinsældir safnsins aukist gríðar- lega; árið 2005 heimsóttu um 7,3 milljónir manna safnið en ekkert safn í heiminum fær viðlíka fjölda gesta til sín. Safnið er gríðarlega stórt, alls er það 60.000 fermetrar og eru 35.000 listmunir varðveittir á safninu. Flestir gestir safnsins sjá þó aðeins lítið brot af verkum þess og ná aðeins að sjá allra fræg- ustu listaverkin. Louvre-safnið er opið alla daga frá 9-18 og er aðgangseyrir 8 evrur fyrir dag- passa, sem gildir þó ekki á sér- stakar sýningar. - vör Sögulegt stórvirki Louvre-safnið að næturlagi. Fyrir miðju er píramídinn frægi. Venus de Milo styttan er meðal ómet- anlegra listmuna sem Louvre-safnið varðveitir. Nú þegar knattspyrnuvertíðin í Evr- ópu er hafin á ný eru ferðaskrifstof- urnar farnar að auglýsa borgarferðir á knattspyrnuleiki. Enska úrvals- deildin hefur nær einokað þessir ferðir undanfarin ár en ljóst er að nú verður breyting á. Eftir að Eiður Smára gekk í raðir Evrópumeist- ara Barcelona hafa ferðaskrifstofurnar tekið við sér og boðið boltaferðir til þessarar rómuðu borgar. ÍT ferðir bjóða nú boltaferð til borgarinn- ar á leik Barcelona og Recrativo 27.-30. október. Þessi ferð mun vafalaust ekki vera sú eina sem farin verður í vetur til þess að fylgjast með Eiði Smára og félögum. - vör Eiður dregur að Síðustu forvöð eru að heim- sækja Töfragarðinn á Stokks- eyri í sumar. Síðasta opnunarhelgi Töfragarðs- ins á Stokkseyri þetta sumarið er runnin upp. Annað kvöld, sunnu- dag, verður honum skellt í lás í bili og lokað þar til í maí á næsta ári. Þar hefur verið líf og fjör í sumar og margir hafa litið inn og kíkt á dýrin sem þar búa. Það eru meðal annars hreindýr, refir, kanínur, kindur, geitur, kálfar, kisur, hvolp- ar, naggrísir og páfagaukar. Leik- tækin í garðinum njóta líka mikilla vinsælda, sérstaklega hopppúðinn og Svalakastalinn sem og veit- ingatjaldið. Töfragarður- inn að loka Kíkt út um kofadyrnar. – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A �������������������������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������������������������������������� ����������������������� �������������� ���������������� ������������������������ � � � � � � � � � � � � � � � ��������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������� ���������������������������������� ���������� � ������ Helgarferðir: 9. sept / 16. sept 23. sept: Kringilsárrani og Vesturöræfi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.