Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 48

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 48
■■■■ { hausttíska } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8 Haust og vetur hafa sjaldan verið tími mikillar litagleði hjá tísku- vöruframleiðendum. Því einkenn- ist haustið, eins og oft áður, af gráu og svörtu í bland við dökka liti. Skemmtilegast er þó að poppa sjálfan sig aðeins upp með því að bæta við einum sumarlegum lit, þó ekki væri nema einungis til þess að minna okkur á hin glaðlega sum- artíma. Annars eru ekki miklar breyt- ingar í tískuáherslum frá síðasta ári enda hefur herratískan sjaldan verið þekkt fyrir örar breytingar. Nýjung- ar frá síðustu misserum eru frekar að festa sig í sessi en auðvitað má líka finna ögrandi og öðruvísi hluti sem gætu orðið áberandi meðal karlmanna á næstunni. - sha Sonia Rykiel. Skólabúningar hafa verið mikill innblástur fyrir tískuframleiðendur, sem nýta hygmyndafræði skólabúninga og einkennismerki skóla óspart. Skemmtilegir litir og einföld form. Hugo Boss. Tvíhnepptir jakkar og frekar aðsniðnir eru gríðarlega ríkjandi fyrir haustið. Boðungurinn á jökkunum er líka farinn að skipta meira máli og því þarf að hafa margt í huga þegar á að kaupa sér jakkafatajakka. Ralph Lauren Niðurþröngar buxur halda áfram innreið sinni og eru núna orðnar mun áberandi en beinar, útvíðar og boot cut. Cloak. Smáir og þröngir kragar hafa verið áberandi. Lagt er upp úr að kragarnir séu vel sniðnir en passi samt við bæði venjuleg bindi og mjó. Hausttískan fyrir karlmenn Sólin er hætt að skína allan sólarhringinn, nú rignir flesta daga og vindurinn lætur líta út fyrir að enn kaldara sé í veðri en í raun er. Haustið er komið sem þýðir að kvartbuxurnar og litríku bolirnir víkja fyrir peysum, jökkum og hlýrri fötum. Prada. Handtöskur verða alltaf meira og meira áberandi meðal karlmanna og er Prada langt frá því að vera eina tískuhúsið til þess að sýna fyrirsætur sínar með handtöskur á tískupallinum. Töskurnar eru þó langt frá því að vera kvenlegar heldur eru þær grófar og afar svalar. Trovata. Litaðar gallabuxur eru kærkomin tilbreyting frá hinum hefðbundnu bláu galla- buxum. Buxurnar skera sig úr en eru ekki of undarlegar. Rauðar, hvítar, gráar, grænar, svartar eða hvaða litur sem er. Töff og fágað. Ozwald Boateng. Brúnir spariskór voru afar algeng sjón meðal fatahönnuða á tísku- sýningum fyrir haustið og veturinn. Skórnir passa við öll föt og vekja aðeins meiri eftirtekt en þeir svörtu. Þá verður hins vegar að passa betur upp á sokkaval sem eiga að vera ljósari en skórnir en dekkri en buxurnar eða öfugt. Hnepptar peysur halda áfram að vera vinsælar og eru mjög áberandi. Þær eru oft skemmti- legar enda hægt að fá þær í fjölbreyttum útgáfum og ýmsum litum. Þær má líka poppa aðeins upp með því að klæðast einhverju skemmtilegu undir þeim en þá verður að passa upp á samsetninguna. Hönnuður Henrik Vibskov. Full búð af fl ottum haustvörum Nýjar vörur í hverri viku Hagasmára 1 201 Kópavogi s: 517-5330 A I K I D O w w w . a i k i d o . i s Ný námskeið að hefjast í sal Aikikai Reykjavík í Faxafeni 8. Verð 17.000 kr. fyrir fullorðna og 13.500 kr. fyrir unglinga (13-15 ára) (para- og systkinaafsláttur). Ókeypis aikido galli fylgir fyrir 13 ára og eldri. Verið velkomin í frían prufutíma frá og með mánudeginum 4. september. Nú er bara að mæta!! Barnanámskeið (6-12 ára) hefst mánudaginn 4. september kl. 17:00 Verð: 10.000 kr. Hringið til að fá nánari upplýsingar: 840-4923 & 897-4675 eða skoðið heimasíðuna: Eðli aikido er þannig að allir geta æft saman óháð kyni, aldri, styrkleika og þyngdarflokkum. Í aikido er öll áheyrsla lögð á að verjast árásum með því að beina krafti andstæðings frá sér í stað þess að reyna að mæta krafti með meiri krafti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.