Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 52
■■■■ { hausttíska } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12
Fjölmargar barnafataverslanir eru
í miðborginni og er úrvalið mikið,
verslanirnar Marimekko, Du Pareil
au meme og Adams Kids sem allar
eru á Laugaveginum eru meðal
þeirra. Í verslununum er hægt að fá
mikið að vönduðum barnafötum á
góðu verði fyrir öll tilefni. Hér er
brot af úrvalinu af fötum fyrir
stráka og stelpur á skóla-
aldri.
- vör
Flott föt á skólakrakkana
Skólinn er byrjaður og þurfa skólabörnin sem eru að setjast á skólabekk í fyrsta skipti
föt fyrir veturinn. Úrvalið er mikið af fallegum barnafötum.
„Ég fíla flestöll ilmvötn frá
tískuhönnuðinum Stellu
McCartney,“ svarar Esther
þegar hún er spurð út í uppá-
haldsilmvatnið sitt. „Hún
hefur markaðssett þrjá mjög
góða ilmi, nú síðast fersk-
an sumarilm en þar áður
ilmvatn með krydd keim.
Umbúðirnar skemma ekki
fyrir þar sem mikið er upp
úr þeim lagt. Glösin minna
nokkuð á vínpela og koma
í fallega fjólubláum litum.
Svo er Stella sjálf flott týpa,“
bætir Esther við.
Uppáhaldsilmurinn
LEIKKONAN ESTHER TALIA CASEY NOTAR ILMVÖTN STELLU
MCCARTNEY.
Esther er hrifin af heildarhugmynd-
inni á bak við ilmvötn Stellu.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Vote for Pedro bolirnir vinsælu
fást í Dogma.
Í versluninni
Dogma er mjög gott
úrval bola, íslenskir og
erlendir bolir, grínbol-
ir og hljómsveitarbolir.
Grínbolir skipa þar stóran sess
en á milli 40 og 50 tegundir af
þeim eru í boði og reyndar jafn-
mikið af hljómsveitarbolum. Að
auki er gott úrval af bolum sem
aðeins eru til í örfáum eintökum,
hettupeysum og einu og öðru
smálegu.
Á sumrin er Dogma undirlögð
af útlendingum en níu mánuði
ársins eru Íslendingar meira
áberandi, enda eru fjölmargir
íslenskir bolir í versluninni.
Gott úrval bola
Hamingju-
kjóll úr
Marimekko.
Kjóllinn
hefur verið
með sama
sniði í marga
áratugi og er
til á tveggja
ára stelpur
jafnt sem
fullorðnar
konur í öllum
stærðum.
Töff strákabolur
úr Adams Kids.
Gallabuxur á stelp-
ur úr Adams Kids.
Þykk og góð dúnúlpa
fyrir veturinn úr
Adams Kids.
FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK
Falleg og litrík peysa
á stelpur úr Du Pareil
au meme.
Þykk vetrar-
úlpa úr Du
Pareil au
meme.
Léttar bómullar buxur úr
Du Pareil au meme.
Falleg græn flauelsdragt
úr Du Pareil au meme.
Du Pareil au meme
strákajakki og skyrta.
Röndótt strákapeysa og
húfa í stíl úr Marimekko.
NÝJAR
VÖRUR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A