Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 67
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau
nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga
sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvaða dýr valda mestum
mannskaða með beinum árásum ef frá eru talin skordýr? Hvað getið þið sagt
mér um stjörnuávöxt? Hvernig dó Napóleon? Hvað er landafræði? Hvað er
vitað um Paul Josef Göbbels áróðursmálaráðherra ríkisstjórnar nasista? Hvers
vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð? Hægt er
að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.
visindavefur.hi.is.
LAUGARDAGUR 2. september 2006
�������������
���������������
Af hverju er Plútó ekki
lengur reikistjarna?
Þegar bandaríski stjörnufræð-
ingurinn Clyde Tombaugh upp-
götvaði Plútó árið 1930 töldu
flestir að þar hefði fundist
níunda reikistjarna sólkerfis-
ins. Stjörnufræðingar komust
þó fljótt að því að Plútó er tals-
vert frábrugðinn hinum átta.
Hann er til dæmis miklu minni
en nokkur önnur reikistjarna
(minni en tunglið okkar!) og á
braut sem er mun sporöskju-
lagaðri en annarra, það er að
segja að brautin hefur meiri
miðskekkju (e. eccentricity)
eins og það heitir á máli stærð-
fræðinnar. Reyndar var Plútó
lengi talinn stærri en hann er í
raun og veru, eða þar til Karon,
fylgihnöttur hans, fannst árið
1978.
Engin vísindaleg skilgreining á
reikistjörnu
Vegna þess að Plútó er svo ólík-
ur fyrri reikistjörnum sólkerf-
isins töldu margir stjörnufræð-
ingar að ekki ætti að telja hann
til þeirra. Ekki var þó til nein
sérstök vísindaleg skilgreining
á „reikistjörnu“ svo að erfitt
var að meta eða rökræða hvort
Plútó ætti heima í hópi þeirra.
Orðið „planet“, sem þýðir reiki-
stjarna, var upphaflega notað
til að lýsa þeim fyrirbærum á
himninum sem virtust reika
meðal fastastjarnanna.
Deilur um flokkun 2003 UB313
Á síðustu árum hafa fundist
handan Neptúnusar fjölmargir
hnettir sem eru bæði á svipaðri
braut og Plútó og álíka stórir.
Frægastur er líklega hnötturinn
2003 UB313 sem fannst árið
2003 og er stundum kallaður
Xena. Meðal stjörnufræðinga
voru skiptar skoðanir á því
hvernig flokka ætti þennan
nýfundna hnött, og skiptust
menn í tvo hópa. Sumir vildu
kalla 2003 UB313 tíundu reiki-
stjörnu sólkerfisins af þeirri
einföldu ástæðu að hann er
stærri en Plútó, en aðrir vildu
svipta Plútó reikistjörnutitlin-
um og fækka þeim niður í átta.
Þessar deilur voru illleysanleg-
ar þar sem engin skilgreining á
reikistjörnu lá fyrir.
Tillaga um fjölgun reikistjarna
Til tíðinda dró á 26. þingi Alþjóða-
sambands stjarnfræðinga sem
haldið var í Prag í Tékklandi í
ágúst 2006. Til undirbúnings
hafði verið skipuð sérstök nefnd
um málið á vegum sambandsins
og lagði hún fram tillögu um
skilgreiningu á reikistjörnum.
Samkvæmt henni hefðu þrír
hnettir bæst strax í hóp þeirra
níu reikistjarna sem þegar voru
þekktar. Þetta voru Seres, sem
hingað til hefur verið talinn til
smástirna (e. asteroids), Karon
sem er í grennd við Plútó og
útstirnið 2003 UB313. Hefði sú
tillaga hlotið náð fyrir augum
stjörnufræðinga hefði reiki-
stjörnum sólkerfisins fjölgað úr
níu í tólf og fjöldinn ef til vill
náð hundraði ef ekki þúsundum
innan nokkurra ára.
Ný skilgreining
Tillagan var felld og ný skil-
greining samin í staðinn. Sú
skilgreining batt enda á 76 ára
vist Plútós í þeim hópi sem
menn kalla reikistjörnur. Sam-
kvæmt henni verður himin-
hnöttur að uppfylla þrjú skil-
yrði til að geta talist reikistjarna:
Hann verður að vera á braut um
sólina, hafa nægilegan þyngd-
arkraft til að vera því sem næst
hnattlaga og hafa fjarlægt allt
efni í næsta nágrenni við braut
sína.
Átta reikistjörnur
Plútó er ekki ráðandi fyrirbæri
á braut sinni um sólina og deilir
henni með öðrum fyrirbærum,
til dæmis Karon og Neptúnusi.
Plútó uppfyllir því ekki þriðja
skilyrðið og telst ekki lengur
reikistjarna. Þar af leiðandi eru
nú taldar átta reikistjörnur í
sólkerfi okkar: Merkúríus,
Venus, jörðin, Mars, Júpíter,
Satúrnus, Úranus og Neptúnus.
Skilgreiningin er þannig úr
garði gerð að ólíklegt er að
reikistjörnurnar verði nokkurn
tímann fleiri en átta.
Plútó tilheyrir nýjum flokki
dvergreikistjarna
Á þingi Alþjóðasambands
stjarnfræðinga var einnig sam-
þykkt að skilgreina nýjan flokk
svokallaðra dvergreikistjarna
(e. dwarf planets). Til þess að
teljast dvergreikistjarna þarf
fyrirbæri aðeins að uppfylla
tvö af þessum þremur skilyrð-
um: Það verður að vera á braut
um sólina og því sem næst
hnöttótt. Auk þess má dverg-
reikistjarnan hvorki vera reiki-
stjarna né tungl.
Plútó uppfyllir öll þessi skil-
yrði og er því dvergreiki-
stjarna. Þessum hópi tilheyra
líka tveir aðrir hnettir, 2003
UB313 og Seres. Nú þegar eru
þekktir tugir hnatta sem gætu
talist dvergreikistjörnur og því
má búast við að sá hópur stækki
mjög hratt á næstu árum.
Plútó sjálfur hefur ekkert
breyst!
Þegar öllu er á botninn hvolft
skiptir þó litlu máli hvernig fólk
skilgreinir hina og þessa hnetti
í sólkerfinu. Það er einstaklega
heillandi og spennandi staður
hvort sem reikistjörnurnar eru
átta, níu eða tólf talsins. Það
sem öllu máli skiptir er að læra
um hnettina sjálfa, hvort sem
þeir kallast tungl, reikistjörnur
eða eitthvað annað, því nóg er
af töfrandi stöðum í sólkerfinu.
Plútó sjálfur hefur til dæmis
ekkert breyst við það að íbúar
jarðarinnar velti því fyrir sér
hvernig þeir vilji flokka hann
sér til hægðarauka.
Sævar Helgi Bragason,
eðlisfræðinemi
PLÚTÓ Stærð Plútós í samanburði við
nokkra aðra himinhnetti í svokölluðu
Kuiper-belti. Sumir þeirra hafa þegar
verið flokkaðir sem dvergreikistjörnur en
aðrir verða það ef til vill síðar. Hnöttur-
inn sem hér er kallaður Kvavar nefnist
Quaoar á ensku. Á myndinni kemur
glöggt fram að Plútó er ekki stærstur af
þessum hnöttum.
Selma Ragnarsdóttir hannaði þjóðbúning
21. aldarinnar á Ásdísi Svövu
19
NGAR
ÐAR
“Þetta er prinsessur sem
geta verið brothættar,
en þær hafa alveg sínar
skoðanir á hlutunum.”
Glæsileg “Þetta er þjóð-
legur fatnaður með tilvísun í
íslenska þjóðbúninginn.”
Ásdís eldar með
Ingvari á Salatbarnum
Sjá bls. 40
18 STJÖRNUR
Texti >> Svala Jónsdóttir
H&N-myndir >> Stefán Karlsson
Förðun >> Snyrtistofan Gasa
Á föstudaginn heldur hin 19 ára
gamla Ásdís Svava Hallgrímsdótt-
ir til Póllands til þess að taka þátt
í keppninni um Ungfrú heim. Það
hefur varla farið fram hjá einum ein-
asta Íslendingi að Unnur Birna Vil-
hjálmsdóttir hefur verið handhafi tit-
ilsins Ungfrú heimur undanfarið ár,
en nú er árinu hennar Unnar Birnu
að ljúka og þann 30. september
mun hún krýna arftaka sinn í Varsjá.
Ásdís Svava og Unnur Birna ferðast
saman til Póllands og verður sýnt
beint frá keppninni á Skjá einum.
Túlkun á þjóðlegri hefð
Eins og fegurðardrottningu sæ-
mir verður Ásdís Svava með mikið
af glæsilegum kjólum í farteskinu,
en hún verður einnig með nýstár-
lega útfærslu af þjóðbúningi sem
Selma Ragnarsdóttir kjólameistari
hefur hannað. Selma er ekki óvön
því að hanna á fegurðardrottningar,
því að hún hefur áður hannað kjóla
fyrir keppendur í innlendum og er-
lendum fegurðarsamkeppnum.
„Þetta er þjóðlegur fatnaður
með vísun í íslenska þjóðbúning-
inn,“ segir Selma um kjólinn sem
hún hannaði á Ásdísi Svövu. „Að-
standendur Fegurðarsamkeppni
Íslands höfðu samband við mig
og báðu mig um að hanna þennan
búning fyrir hana.
Aðalliturinn er blár
eins og í íslenska fánanum. Svo er
upphlutsvesti úr leðri sem er reimað
saman með silfurkeðju, svipað og
gerist á íslenska upphlutnum sem
er aðalþjóðbúningur okkar Íslend-
inga. Undir er hún í hvítri blússu,
sem er ekki ólíkt þjóðbúningnum
heldur. Ég nota silfrið og glimmerið
til að poppa þetta örlítið upp. Allt er
þetta mín hönnun og túlkun á þjóð-
legri hefð sem er útfærð svona.“
„Þetta er ekki aðalkjóllinn henn-
ar í keppninni, heldur mun hún nota
þennan kjól þegar allir keppendurnir
klæðast þjóðbúningi eða einhverju
þjóðlegu sem vísar í þeirra land.“
Brothættar drottningar
Selma hefur verið viðloðandi
fegurðarsamkeppnir í meira en ára-
tug og hefur hannað kjóla á margar
fegurðardísir. „Ég hef hannað fyr-
ir keppendur í Ungfrú Suðurlandi
og Ungfrú Íslandi svo til á hverju
ári frá 1993. Ég hannaði til dæmis
kjóla fyrir Hugrúnu Harðardóttur
sem varð Ungfrú Ísland 2004, bæði
kjólinn sem hún var í þegar hún
vann Fegurðarsamkeppni Íslands
og eins kjólinn sem hún fór í þegar
hún keppti um titilinn Ungfrú heim
í Kína það sama ár.“ Þess má geta
að Ásdís Svava hefur fengið kjól
Hugrúnar að láni til að fara með til
Póllands.
Hvernig er að hanna fyrir feg-
urðardrottningar?
Eru þær ekkert
erfiðar?
„Jú, þær geta
alveg verið erfiðar.
Þetta eru náttúrulega hálfgerðar
prinsessur, sem geta verið yfir sig
stressaðar og þar af leiðandi mjög
brothættar, en þær hafa alveg sín-
ar skoðanir á hlutunum. En mér
finnst svo gaman að sjá mína kjóla
á sviði á glæsilegum stelpum. Það
er eitt af því besta við starfið að sjá
hönnunina njóta sín og ekki er verra
þegar það er smáglamúr í kringum
þetta. Þetta eru sviðskjólar og eru
hannaðir til þess að vera notaðir við
glæsileg tilefni.“
Hannar á Siggu Beinteins
Selma hannar ekki aðeins fallega
kjóla á fegurðardrottningar, heldur
hefur hún einnig hannað búninga
fyrir leikhús. Nú í haust mun hún
hanna búninga fyrir Tinu Turner-
rokksýningu sem Sigga Beinteins
og fleiri verða með á Broadway í
tilefni af 25 ára söngafmæli Siggu.
„Ég hef verið að færa mig meira yfir
í búningahönnun og þetta eru auð-
vitað sviðsbúningar, þessir kjólar.
Ég var í hlutastarfi hjá Þjóðleikhús-
inu undanfarinn vetur og fékk þá
ennþá meira bakteríuna. Svo hef ég
verið að hanna búninga fyrir auglýs-
ingar, leikhópa og fleira.“
Nú hefur stundum komið fram
gagnrýni á fegurðarsamkeppn-
ir, að þær séu af hinu slæma og
jafnvel lítillækkandi fyrir stúlk-
urnar sem taka þátt. Hvað finnst
þér um hana?
„Hluti af þessari keppni er
kannski svolítið í þá átt, þar sem
þær koma fram í háhæluðum skóm
og á bikiníi. En það er náttúrulega
partur af keppninni og þær velja
þetta sjálfar. Ég er alls ekki á móti
fegurðarsamkeppnum sem slíkum.
Stelpurnar græða líka heilmikið á
þessu, bæði sjálfstraust og annað.
Þær læra að hugsa vel um útlitið
og líkamann, og halda því vonandi
áfram eftir keppnina.“
Erfitt að koma á eftir Unni
Birnu
Hvaða möguleika heldur þú
að Ásdís Svava eigi í þessari
keppni?
„Ég hugsa að hún eigi mjög góða
möguleika. Þetta er mjög falleg og
flott stelpa. Hún hefur mikla útgeisl-
un og er dugleg, en það er auðvitað
erfitt að fara í þessa keppni þegar
við eigum Ungfrú heim frá Íslandi.
Ég veit ekki til þess að stelpur frá
sama landi hafi unnið keppnina tvö
ár í röð, þannig að þetta er svolítið
erfitt. En Unnur Birna fer með henni
út og á örugglega eftir að styðja
hana vel. Ásdís Svava á pottþétt
eftir að standa sig frábærlega og
hún er stórglæsileg á sviði.“
Ásdís Svava spilaði á harmon-
ikku í mörg ár, en hún fer samt ekki
með nikkuna til Póllands. „Það var
of þungt að ferðast með harmon-
ikkuna, svo að hún ætlar að syngja
í hæfileikakeppninni sem er hluti af
fegurðarsamkeppninni. Ég hef ekki
heyrt Ásdísi syngja, en Elín Gests-
dóttir, sem sér um keppnina hér
heima, hefur sagt mér að hún syngi
mjög fallega, þannig að það verður
gaman að sjá og heyra hvernig hún
stendur sig.“
Selma Ragnarsdóttir hefur hannað glæsilegan þjóðbúning á Ásdísi Svövu Hallgrímsdóttur
FEGURÐARDROTTNI
GETA VERIÐ ERFI
10 STJÖRNUR
EIN STÓR FJÖLS
Ljósmyndir: Páll Bergmann og Vilhelm Gunnarsson
Bylgjan hélt upp á 20 ára afmælið síðustu helgi
Guðmundur Atlason, sölustjóri
Bylgjunnar. Viddi úr Greifunum
og Hugrún kona hans.
Albert Eiríksson og
Bergþór Pálsson
Þorbjörg og Siggi Hlö
Ragnheiður, Hallgrímur
og Henný
Strákarnir Á móti sól
og Eiríkur Fjalar
Þorgeir Ástvaldsson
og Raggi Bjarna
Svavar Örn
og kærastinn
hans Daníel
11
KYLDA
„Það var rosalega gaman. Ég þekkti nánast alla sem voru í af-
mælinu. Þvílíkt atmó myndaðist á Nasa. Gamla Bylgjustemningin
réði ríkjum,“ svarar Kristín, dóttir Jóns Axels fjölmiðlamanns, að-
spurð um hvernig hún upplifði 20 ára afmælisveislu Bylgjunnar sem
haldin var á Nasa síðustu helgi. „Ég hlustaði alltaf á pabba þegar ég
var yngri,“ segir Kristín þegar við spyrjum hana hvort Jón Axel hafi
verið eitthvað heima við í þá daga. „Pabbi spilaði stundum lög sem
voru tileinkuð mér. Svakalega sætt. Hann er náttúrulega flottastur!
Eins og til dæmis þegar ég fæddist þá spilaði hann fyrir mig lagið:
Þitt fyrsta bros sem Pálmi Gunnarsson syngur,“ segir Kristín sem
hefur fetað í fótspor föður síns en hún starfar með krökkunum í
morgunþættinum Zuuber á Fm 957.
Pétur Steinn, Þorgrímur Þráins og
kona hans Ragnhildur Eiríksdóttir.
Ívar Guðmundsson
og Hemmi sæti
María Ellingsen leikkona og
maðurinn hennar Þorsteinn J.,
Þórir Guðmundsson og Stein-
unn Arnþrúður Björnsdóttir.
Feðginin Kristín Rut
Jónsdóttir og Jón
Axel Ólafsson
Sigga Lund og
Heiðar Austmann
NÝTT & FERSKT
HÉR & NÚ
KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA
Ein stór og fræg fj ölskylda í
20 ára afmæli Bylgjunnar