Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 68

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 68
 2. september 2006 LAUGARDAGUR32 Stórleikarinn Pálmi Gestsson og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, voru á ferð fyrir austan á Jökuldalsheiði um síðustu helgi við hrein- dýraveiðar. Hinn magn- aði Siggi á Vaðbrekku var leiðsögumaður þeirra enda felldi Georg sitt fyrsta dýr, 93 kílóa tarf, og Pálmi lagði risatarf – 102 kíló. Svo stóðum við Goggi gener-áll í líkflutningum heim að austan. Með þetta pakkað í teppi. Kjötið. Skrokkana tvo,“ segir Pálmi Gestsson leikari og veiðimaður – og skellihlær. Pálmi er ekki að lýsa því sem gæti verði æsispennandi sakamál heldur þegar hann og Georg Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar, komu suður um síðustu helgi af Jökuldalsheiðinni með tvo væna hreindýrstarfa í bílnum. Georg var að skjóta sitt fyrsta dýr og segir engum blöðum um það að fletta að hreindýraveiðar séu toppurinn á veiðimennskunni. Hefur Georg þó lagt stund á nán- ast alla hugsanlega veiði, bæði fugl og fisk, frá því hann man eftir sér. „Það getur verið sport að þreyta lax til dæmis en ekki hægt að bera þetta saman. Þetta er alvöru veiði- mennska,“ segir Georg. Tárast yfir góðri hreindýrasteik Pálmi var að fella sitt annað dýr, að þessu sinni 102 kílóa tarf. „Ég sé það núna þegar ég ber saman krúnurnar að hitt dýrið, sem þótti vænt, hefur verið hálf- gerður bjálfi, eins og sagt er, í samanburði.“ Pálmi hugsar sér gott til glóð- arinnar. „Eftir að gert hafði verið að dýrunum í aðstöðu sem Siggi er með að Vaðbrekku tók snillingur- inn Davíð bróðir kjötiðnaðarmað- ur á móti okkur og gerði snilldar- lega að hverri steikinni á fætur annarri. Þetta er besti matur hugs- anlegur. Maður bara tárast þegar þetta bráðnar uppi í manni.“ Leiðsögumaður ekki af þessum heimi Siggi, sem Pálmi kallar svo, er Sigurður Aðalsteinsson, hrein- dýraleiðsögumaður og ritstjóri – jafnan kallaður Siggi á Vaðbrekku þar eystra. Siggi fór með þá leik- arann og forstjórann upp á Jökul- dalsheiði þar sem frést hafði af tarfahópi. Pálmi sparar hvergi lýsingarorðin þegar hann talar um leiðsögumanninn. „Varla af þessum heimi. Þvílík- ur snillingur og þekkir þetta allt eins og handarbakið á sér. Hann er eins og hreindýrin. Nusar bara út í loftið. Og veit þá allt. Þegar menn voru búnir að ganga sig upp að hnjám með blóðbragðið í munni – þá byrjaði hann að hlaupa. Þindar- laus eins og tófa.“ Þetta er í annað sinn sem Pálmi fer til hreindýraveiða og segir hann ferðina ekki síður hafa verið ævintýraför að þessu sinni. Hann fékk ekki úthlutað dýri síðasta ár og var orðinn langeygur eftir að komast til að fella dýr. Friðlaus. Pálmi fellir risatarf Siggi á Vaðbrekku fór með félag- ana að sunnan upp á heiðina hjá bænum Hákonarstöðum. Og fljót- lega fundu þeir tarfahóp, 21 dýr að tölu. „Og þar voru í þrír áber- andi höfðingjar,“ segir Pálmi. „Það getur verið vesen að finna dýrin en þegar það er búið þá byrj- ar skákin.“ Koma verður að dýrunum áveð- urs svo þau finni ekki af veiði- mönnunum lyktina en hreindýr treysta ekki síst á lyktarskynið. Og eru ljónstygg. „Við komumst í færi. Eða þannig. Veltum því fyrir okkur hvort það væri of langt. En það varð úr að ég tæki fyrsta skotið. Og fljótlega felldi ég minn tarf af 270 metra færi í einu skoti. 102 kíló og held ég að telja megi á fingrum annarrar handar þá tarfa sem felldir hafa verið í sumar og eru yfir hundrað kíló. Stór og öfl- ugur tarfur. Jájá, risatarfur.“ Milli örvæntingar og spennu „Já, það er lukka yfir honum Pálma,“ segir Georg. Því nú var komið að forstjóranum að fella sitt dýr. Og eftir skot Pálma („hreint og gott skot“) kom styggð vitanlega að dýrunum. Sem kostaði langan eltingaleik við dýrin sem tók marg- ar klukkustundir og Georg lýsir sem spennuþrunginni þolraun. „Þetta var rosalega gaman. En tók á. Ég verð að viðurkenna það. Ég hljóp á eftir heljarmenninu Sigurði yfir urð og grjót – mýrar og móa, en við misstum dýrin lengst inn á heiði. Oft var ég kom- inn að því að gefast upp. Og var farinn að binda við þetta þær einu vonir að lifa af. Þá sagði ég við sjálfan mig: Georg, þú lætur það ekki spyrjast um þig að þú hafir gefist upp á hreindýraveiðum.“ Áfram var því barist í mikilli spennu – sveiflast milli spennu og örvæntingar. Þegar sást í hornin yfir hæð var tekið að skyggja. Síð- asti séns. Og þá kom adrenalín- kikk eins og Georg segir. „Þegar við loks komumst í færi, bak við stein eftir að hafa skriðið að hópnum í hálftíma, var að duga eða drepast. Ef þetta klikkaði átti ég engra kosta völ aðra en flytja úr landi. Enginn tími til að setja upp statíf. Ég skellti því byssunni niður, hélt niðri í mér andanum, miðaði og lét vaða. Hitti dýrið í hjartastað,“ segir forstjóri Land- helgisgæslunnar. Báðir fengu væna tarfa Georg skaut dýrið, sem hann hafði verið að eltast við klukkutímum saman, af um 200 metra færi. 93 kílóa tarf sem telst gott. Hann seg- ist sannarlega ætla að sækja um leyfi að ári. Þetta sé mögnuð veiði án hliðstæðu. Óviðjafnanleg. Sigurður á Vaðbrekku segir þá félaga hafa staðið sig með ágæt- um. Vanir veiðimenn. „Þeir fengu báðir mjög væna tarfa. Algengasta stærðin í flokki stórra tarfa er 90 kíló,“ segir Siggi og telur Pálma og Georg geta vel við unað. Hreindýraveiðitímabilið stend- ur frá 1. ágúst til 15. september. Það er því rúmlega hálfnað en veiða má 909 dýr að þessu sinni. Sigurður gerir ekki ráð fyrir öðru en að sá kvóti veiðist eins og venjulega þrátt fyrir fréttir um að ekki hafi verði felldur nema tæpur helmingur kvótans. jakob@frettabladid.is VONGLAÐIR VEIÐIMENN Georg og Pálmi ásamt hinum magnaða leiðsögumanni – Sigga á Vaðbrekku. BYSSAN MUNDUÐ Búið að finna hjörðina og þá er að ná miði. Leiðsögumaðurinn Siggi á Vaðbrekku kom þeim Pálma og Georg upp á Jökuldalsheiði og í tæri við feita tarfa. VEIÐIFÉLAGAR Forstjórinn og leikarinn ánægðir en þarna hefur Pálmi skotið sinn tarf. Spaugari og forstjóri fella feita tarfa „Þegar menn voru búnir að ganga sig upp að hnjám með blóðbragðið í munni – þá byrjaði Siggi að hlaupa. Þindarlaus eins og tófa.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.