Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 74

Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 74
 2. september 2006 LAUGARDAGUR38 Síðustu vikur og mánuðir hafa ekki verið þeir bestu fyrir David Beckham, þekktasta knattspyrnumann veraldar og tískumógúl með meiru. Í upphafi árs var það gefið út að Ronaldinho hefði hirt af honum toppsætið á lista yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims; lista þar sem Beckham hafði borið höfuð og herðar yfir aðra allt frá því að hann gekk í raðir Real Madrid sumarið 2003. Undir forystu Beckhams olli enska landsliðið mikl- um vonbrigðum á HM í Þýskalandi og eftir að hafa kastað frá sér fyrir- liðabandinu að móti loknu, því eina sem hélt Beckham í enska hópnum öll þessi ár að margra mati, komst nýi þjálfarinn Steve McClaren að þeirri niðurstöðu að Beckham væri einfaldlega ekki nógu góður til að spila fyrir England. Á undirbúningstímabilinu fyrir nýhafna fótboltavertíð á Spáni var Beckham jafnan varamaður í æfingaleikjum Real Madrid. Í hans stöðu á hægri vængnum hefur verið Cicinho frá Brasilíu, sem er hægri bakvörður að upplagi. Og nú síðast ákvað Gillette, sem gerði auglýs- ingasamning við Beckham fyrir nokkrum árum að andvirði 40 millj- ónir punda, að hætta við fyrirhug- aðar sjónvarpsauglýsingar fyrir nýju Fusion-rakvélarlínuna þar sem Beckham átti að vera í aðal- hlutverki. „Ákvörðunin hafði ekkert með Beckham að gera. Við vildum frek- ar leggja áhersluna á vöruna sjálfa.“ Þannig hljómaði aumkun- arverð tilraun frá talsmanni Gill- ette til að afsaka fjarveru Beck- hams í sjónvarpsauglýsingunum. „Við vildum þess í stað einbeita okkur að því að nota andlit Beck- hams á annan hátt, eins og t.d. á stærstu veggspjöldunum,“ hélt talsmaðurinn áfram. Einmitt. Fjölskyldan selur Mikið hefur verið rætt og skrifað um möguleg eftirköst hnignandi ferils Beckhams sem knattspyrnu- manns. Hvaða áhrif hefur allt mót- lætið á vörumerkið „David Beck- ham“, sem fjölmörg fyrirtæki hafa fjárfest í fyrir tugi milljarða króna á síðustu árum? Ljóst er að sitt sýn- ist hverjum en flestir sérfræðingar hallast þó að því að Beckham-veld- ið haldi velli og jafnvel gott betur. Breska blaðið Guardian birti í síðustu viku tvær greinar með nokkurra daga millibili sem báðar fjölluðu um David Beckham og ógæfu hans upp á síðkastið. Nálgun greinarhöfunda á viðfangsefnið var þó með ólíku sniði; önnur fjallaði um Beckham frá „fótboltalegu“ sjónarmiði og var skrifuð af íþrótta- fréttamanni á meðan hin var skrif- uð af viðskiptablaðamanni og fjall- aði að mestu um „The Beckham Brand“ eða vörumerkið sem Beck- ham er. Í síðarnefndu greininni er því blygðunarlaust haldið fram að veldi Beckhams sé langt frá því að falla. Minnt er á að Beckham er tiltölu- lega nýlega búinn að koma á lagg- irnar fótboltaakademíu í hinum ört vaxandi markaði í Asíu sem á vafa- laust eftir að gera honum kleift að eiga fyrir salti í grautinn eftir að ferlinum sem leikmaður er lokið. Svo má auðvitað ekki gleyma spúsu hans Viktoríu, fína kryddinu í tilveru Beckhams sem gert hefur svo mikið fyrir ímynd hans. Því hefur meira að segja verið haldið fram að Viktoría sé í raun helsti hugmyndasmiðurinn á bak við „Brand Beckham“ eins og hugtakið nefnist á heimsvísu. „Það má alls ekki vanmeta mátt og áhrif Vikt- oríu,“ segir Andy Milligan, mark- aðsráðgjafi í Bretlandi og höfundur bókarinnar „Brand It Like Beck- ham“ sem kom út árið 2004. Milligan segir jafnframt að ímynd Beckhams hafi færst frá því að snúast um fótboltann yfir í útlit hans, klæðnað og framkomu. „Beck- ham er ekki einn í þessu. Tugir manna starfa hjá því fyrirtæki sem nafn hans er og þar hafa menn að sjálfsögðu áttað sig á því að hann verður ekki knattspyrnumaður til eilífðar. Trúið mér, það eru til aðrar úrlausnir við að halda uppi nafni Beckhams en frammistaða hans á fótboltavellinum,“ útskýrir Milli- gan. Ein tilgátan sem viðruð hefur verið í því sambandi snýr að fjöl- skyldu Beckhams og hvað það myndi gera fyrir ímynd hans ef hann eignaðist fjórða barnið. Og eins siðlaust og það hljómar þá segja sérfræðingar að það myndi a.m.k. ekki skemma fyrir ef það yrði stúlka. Mun njóta sín hjá Capello Flestir fjölmiðlar og sérfræðingar virðast þó á einu máli um að við- brögð Beckhams við mótlætinu inni á vellinum muni ráða mestu um vel- gengni vörumerkis hans á næstu árum. Og margir spá því að leikstíll og áherslur Real í ár, undir stjórn Fabio Capello, séu sniðin að þörfum Beckham. „Beckham hefur alltaf verið dálítið villtur inni á vellinum. Kannski hefur enginn sagt honum hvar og hvert hann á að hreyfa sig,“ sagði Capello við spænska dagblað- ið Marca fyrir skemmstu og varði Beckham fyrir gagnrýni blaðsins, Er Beckham búinn að vera? Mótlætið sem David Beckham hefur mátt þola það sem af er ári getur ekki aðeins haft ófyrirsjá- anleg áhrif á síðustu ár hans sem knattspyrnu- maður heldur ekki síður á það vörumerki sem nafn hans er orðið að. Vignir Guðjónsson kynnti sér „Brand Beckham“, eins og það er kallað ytra, og velti fyrir sér þeim möguleikum sem Beckham hefur í stöðunni. DAVID OG VICTORIA BECKHAM? Nei, ekki alveg. Þessi mynd var tekin í London í síðustu viku þegar verið var að kynna glænýjan ilm sem ber heitið „Intimately“. Í stað þess að mæta sjálf á staðinn ákváðu Beckham-hjónin að senda tvífara sína til að kynna ilminn, hundruð- um aðdáenda sem mættu á svæðið til mikilla vonbrigða. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FJÖLSKYLDAN SELUR Sérfræðingar segja að það myndi gera Beckham afar gott að eignast eitt barn í viðbót og þá yrði best ef hann myndi eignast stelpu í það skiptið. Hér sést Beckham ásamt Brooklyn og Romeo, tveimur af þremur sonum sínum, en á myndina vantar þann yngsta, Cruz. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES NÆR HANN 100. LANDSLEIKNUM? Markaðsfræðingar segja að ef Beckham nái að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný og spila sex landsleiki til viðbótar sé hann á grænni grein. Beckham og 100 landsleikir, þar sé komið slagorð sem selur. TEIKNING/GRAPHIC NEWS Skilti Límmiðar Útifánar Borðafánar Gluggamerkingar Seglborðar Plastkort Bílamerkingar Hafnarfirði 551 0275

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.