Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 78
2. september 2006 LAUGARDAGUR
Í vikunni varð ég
þeirrar ánægju
aðnjótandi að fá að
passa ársgamlan
son vinkonu
minnar. Við spil-
uðum fótbolta,
hlógum okkur
máttlaus yfir
blöðru og lásum
síðan nokkur bók-
menntastórvirki eins
og Dýrin í sveitinni og Ég er ekki
þreyttur. Loks þegar kauði var
sofnaður settist barnfóstran
örmagna í sófann og andvarpaði
yfir amstri lífsins.
Sem alvöru barnapía fékk ég
mér kók og nammi og horfði á
þáttinn The Fabulous Life of
Cameron Diaz. Ég var ekki lengi
að sjá að líf ungfrú Diaz var nokk
frábrugðið mínu. Rætt var við
hina og þessa sem allir fullyrtu að
líf ungfrú Diaz væri hreint frá-
bært og betra en allra annarra.
Meðal annars var hamrað á því að
stúlkan hefði fengið tíu milljónir
dala fyrir átján klukkustunda
vinnu við talsetningu á Shrek-
myndinni. Í íslenskum krónum er
það er svona um það bil 38.887.888
krónum meira en ég er með á tím-
ann. Demantar, svítur, framandi
ferðalög, fullur fataskápur, með-
alsætur kærasti, VIP hér og þar
og alls staðar, stelpan hefur allt.
Þar að auki er hún sæt og grönn.
Furðulegt að enginn sé búinn að
drepa hana.
Svo virðist sem helsta dramað í
lífi ungfrú Diaz sé að hún fær
bólur. Hún er víst með slæma húð
og birtur var bútur úr viðtali við
hana þar sem hún bendir á rauðar
bólur og bletti á kinninni á sér og
sagði ¿I am only human¿. Mér leið
nú aðeins betur þegar þessi
skuggahlið á lífi Diaz var dregin
fram enda kannast ég vel við þau
vandamál sem fylgja slæmri húð.
Ungfrú Diaz leyfir sér hins vegar
að kaupa 10 millilítra krem fyrir
40 þúsund krónur meðan ég læt
500 króna krem frá Nivea duga.
Já, svona geta mennirnir verið
ólíkir. Ég er samt sátt við mitt
hlutskipti í lífinu og ég vona að
Diaz sé sátt við sitt. Kannski
eigum við það sameiginlegt.
STUÐ MILLI STRÍÐA Diaz Smiaz
JÓHANNA SVEINSDÓTTIR ER SÁTT VIÐ SITT
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
■ Pondus Eftir Frode Øverli
Væl!
Væl!
Væl!
Væl!
Væl!
Væl!
Hún er
fögur!
Jói! Ég vara þig við!
Sumar konur vilja
bara fanga þig í
netið og gernýta þig,
og fleygja þér svo!
Fögur! Jói! Hlust-
aðu á mig...
Það vantar
björgunarbáta!
Hver er sjálfum
sér næstur!
Páll Jóhannesson!
Þú værir kannski til í að telja upp
þau umhverfissjónarmiðin fimm
sem talað er um í fjórða kafla?
Þetta er ekkert til að
skammast sín fyrir. Það
er mjög algengt fyrir
dreka á þínum aldri að
eiga við eldspýjuvanda-
mál að stríða.
Ég kann að segja „halló“,
„sæti fugl“ og „Pollí vill kex“.
...en ég veit ekki hvernig
maður segir „bless“.
Solla, ef þú hættir
ekki að væla, þá
skal ég gefa þér
ástæðu til að væla!
Hvaða?
Mér finnst það heldur
ekki bæta úr skák,
en það virkaði alltaf
þegar mamma mín
sagði þetta.