Fréttablaðið - 02.09.2006, Page 80
2. september 2006 LAUGARDAGUR44
menning@frettabladid.is
! Kl. 17.00Söngkonan Guðbjörg Sandholt og
Anna Helga Björnsdóttir píanóleik-
ari halda tónleika í Reykholtskirkju.
Á efnisskránni eru tveir ljóðaflokk-
ar fyrir mezzósópran og píanó og
auk þess píanóverk eftir Mozart og
Schumann.
> Ekki missa af...
tónleikum Patti Smith í
Háskólabíó á þriðjudagskvöldið.
Órafmögnuð rokkgoðsögn í frá-
bærum félagsskap Lenny Kaye.
sýningunni Pakkhúsi postul-
anna í Hafnarhúsinu. Tímamóta-
sýning ungra íslenskra mynd-
listarmanna með tilheyrandi
uppákomum og ólátum langt
fram í október.
heimsókn góðra gesta frá Hjalt-
landseyjum. Fjórir rithöfundar
lesa úr verkum sínum í Nor-
ræna húsinu á morgun kl. 16,
einnig verður flutt tónlist og þýð-
ingar á hjaltlenskum skáldskap.
Opið hús verður í Salnum í Kópavogi í dag en kl.
13.30 hefst þar kynning á starfsemi vetrarins. Þar
kynnir Jónas Ingimundarson TÍBRÁR-tónleika
starfsársins en einnig verður greint frá Tónleika-
röð kennara Tónlistarskóla Kópavogs (TKTK)
og Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri segir frá
Kanadískri menningarhátíð sem haldin verður í
Kópavogi vikuna 14.-22. október.
Fyrstu tónleikar TÍBRÁR verða hinn
7. september en þá leikur marg-
verðlaunaður búlgarskur virtúós,
Vesselin Stanev, á píanó fyrir
tónleikagesti.
Að kynningunni lokinni
fer fram árleg styrkveiting
úr Styrktarsjóði Önnu
Karólínu Nordal en sjóði
þeim er ætlað að styrkja
unga söngvara og fiðlu-
leikara. Þetta er í fimmta
sinn sem styrkurinn
er afhentur í Salnum, en áður hafa
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur
Eyjólfsson og Jónas Guðmundsson
meðal annars hlotnast hann.
Í lok dagskár flytur styrkþegi þessa
árs nokkur lög og að því búnu verður
boðið upp á veitingar í forrými Salar-
ins. Þar gefst viðstöddum tækifæri til
að kynna sér nánar ýmsa glæsi-
lega listviðburði sem fram
undan eru í Salnum og festa
sér miða á eftirsótta tónleika.
Vetrardagskrá Salarins
JÓNAS INGIMUNDARSON
Kynnir TÍBRÁR-tónleika vetrarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Þegar ég nú hef að skrifa þætti um íslenskt mál, þá skal strax tekið fram
að ekki dettur mér í hug að ég sé óskeikull á málfar, frekar en aðrir. Og
ekki ætla ég mér að ástunda svokallaðan „málfarsfasisma“ með boðum
og bönnum, enda veit ég ekki til þess að nokkur sé lengur með slíka til-
burði. Líf tungunnar er ekki bundið málfræðingum, heldur almennum
málnotendum, og það erum við öll. Í mínum huga er málrækt einfald-
lega fólgin í því að leitast við að vanda málfar sitt.
Mér þykir gaman að skoða ýmis orð og orðið málfar er þess konar
orð. Orðið far getur merkt farartæki, oftast bátur, skip. Málfar má
þannig skoða sem farartæki hugsunarinnar, og jafnframt leið hennar
um tungumálið til birtingar öðrum. Þegar við tölum eða skrifum, erum
við að birta hugsun okkar, og því betra málfar, þeim mun skýrar kemst
hugsun okkar til skila. Slíkt er í senn ósjálfráð málvöndun og málrækt.
Það er öllum til góðs að orða hugsun sína skýrt og greinilega. Okkur ber
að vanda okkur við það eins og allt annað. Tungumálið er hljóðfæri hug-
ans. Viljum við ekki öll að leikur okkar hljómi fallega?
Kjarnyrt málfar
Takið eftir kjarnyrtu málfari Þorsteins frá Hamri í viðtali:
„Skoðum svör eins og þau hljóða hjá allt of mörgum stjórnmálamönn-
um: oft gefin á eins konar flótta, afundin, oftar en ekki afbötun, sjálfs-
réttlæting, útúrsnúningur; stærilát, ósvífin og fullyrðingasöm, svör
sem staðhæfa, stýra og refsa. Meira að segja hin einlægu svör, gefin
samkvæmt góðri vitund, þau úreldast og geta orðið að hreinustu öfug-
mælum, en þegar upp er staðið eru það samt þau sem við verðum að
setja traust okkar á hverju sinni. Ég segi þarna sem svo, að við ornum
okkur stundum við svokölluð örugg svör, einhverja vissu – en ljóðið
tekur á öllu varfærnari tökum. Ef ljóðið fer að staðhæfa er það statt á
hálum ís. En ég tala auðvitað fyrir hönd sjálfs mín í þessu efni.“
Lesbók Mbl.19.11.2005
Hér talar maður sem kann að hnitmiða hugsun sína og orða hana á
skýran, nákvæman og blæbrigðaríkan hátt.
Rosalega, ofsalega
Þegar ég hlusta á viðtöl í útvarpi og sjónvarpi, þá finnst mér stundum eins
og menn viti ekki af öðrum lýsandi orðum en rosalegur /rosalega og ofsa-
legur /ofsalega, og þó fremur í síðara afbrigðinu sem er atviksorð. Þetta
ber fyrst og fremst vott um fátæklegan orðaforða. En svo er þess einnig
að gæta, að svo sterk orð gengisfella önnur sem í mörgum tilvikum eiga
miklu betur við. En vilji menn taka svo sterkt til orða, þá er úr mörgu að
velja: afskaplega, ákaflega, einstaklega, feikilega, fjarskalega, frábær-
lega, frámunalega, furðulega, geipilega, geysilega, gífurlega, gríðarlega,
heiftarlega, hroðalega, hræðilega, ofboðslega, ógnarlega, ógurlega,
óhemjulega, óskaplega, óstjórnlega, óttalega, óumræðilega, sérlega, sér-
staklega, skelfilega, stórlega, svakalega, og reyndar talsvert mörg fleiri.
Því er gott að notfæra sér blæbrigði málsins og forðast svona „rosalega“
einhæfni. Ég veit vel að svona einhæfni er smitandi, en með árvekni í
hugsun má vel komast hjá því smiti.
Braghenda
Mig langar að benda á íslenska bragarháttinn braghendu sem mér finnst
einstaklega skemmtilega hnitmiðaður. Hann heimtar talsverða bein-
skeytni og kemur í veg fyrir mælgi og röfl. DÆMI:
Við skulum hafa vit á því að vilja þegja
eins og margir orðum fleygja
án þess að hafa neitt að segja.
Vilji menn senda mér braghendu eða
góðfúslegar ábendingar: npn@vortex.is
HLJÓÐFÆRI HUGANS
Njörður P. Njarðvík skrifar
um íslenskt mál
Pönkgoðsögnin Patti Smith
heldur tónleika í Háskóla-
bíói á þriðjudaginn. Freyr
Bjarnason ræddi m.a. við
hana um Jimi Hendrix og
þáttinn Rock Star: Super-
nova.
Patti Smith fæddist í Chicago 30.
desember árið 1946 og verður því
sextug á þessu ári. Hún er einna
þekktust fyrir sína fyrstu plötu,
Horses, sem kom út fyrir 31 ári.
Þar blandaði hún saman ljóðlist og
pönktónlist á eftirminnilegan hátt
og allar götur síðan hefur Patti
Smith verið talin mikill áhrifavald-
ur í rokksögunni. Á afrekaskrá
hennar eru tíu hljóðversplötur til
viðbótar og hefur hún á ferli sínum
sungið þekkt lög á borð við Gloria,
Because the Night og Dancing Bare-
foot, sem U2 tók upp á sína arma.
Ný plata í vinnslu
Patti hefur verið upptekin í hljóð-
veri að undanförnu við upptökur á
tökulagaplötu með lögum eftir
áhrifavalda hennar á borð við Bob
Dylan, Jimi Hendrix og Jefferson
Airplane. Henni til halds og trausts
verða meðal annars vinir hennar
Flea úr Red Hot Chili Peppers og
Paul Simonon úr hinni goðsagna-
kenndu sveit The Clash. „Ég er
bara hérna af því að ég elska Ísland
því ég er ekki á tónleikaferð. Við
vildum bara fá tækifæri til að
heimsækja landið aftur,“ segir
Patti rámri röddu. Minnist hún sér-
staklega hestaferðar sem hún fór í
síðast þegar hún kom hingað.
Í þetta sinn mun hún dvelja í
fjóra daga í íbúð í Reykjavík ásamt
nítján ára dóttur sinni sem einnig
spilar á tónleikunum.
Nánara andrúmsloft
Að sögn Patti verða tónleikarnir í
Háskólabíói öðruvísi en á Nasa á
síðasta ári. „Þeir verða einfaldari
en ég held að ákafinn og orkan
verði ekkert minni. Það er gaman
að spila órafmagnað. Textarnir
verða mikilvægari og andrúmsloft-
ið verður nánara.
Þannig á maður líka oft meiri
samskipti við áheyrendur. Það
verður líka gaman að hafa dóttur
mína með mér. Hún er að stíga sín
fyrstu skref í tónleikahaldi og þetta
er góð leið fyrir mig til að láta hana
taka við keflinu af mér,“ segir
hún.
Hendrix var rokk og ról
Eins og áður sagði flytur Patti lög
eftir áhrifavalda sína á næstu plötu
sinni. Aðeins einn stendur þó upp
úr. „Jimi Hendrix var aðalrokk-
stjarnan. Ef fólk segir að Elvis hafi
verið konungur rokksins segi ég
allt í lagi, en þá var Jimi rokkið og
rólið. Hann var nýjungagjarn,
skapandi gítarleikari og hugsjóna-
maður. Hann hafði sterka návist og
blandaði saman ljóðlist, byltingar-
hugsun og tónlist. Hann hafði mikil
áhrif á mig.“
Rock Star er ekki rokk
Aðspurð segist Patti ekkert hafa
fylgst með Rock Star: Supernova
sem tröllríður nú öllu hér á landi.
„Ég myndi líklega ekki hafa gaman
af honum. Ég hef ekki gaman af
raunveruleikaþáttum sem búa á
gervilegan hátt til rokksveitir.
Vissulega er þetta skemmtun fyrir
fólk en þetta er ekki lífrænt og
eðlilegt. Fyrir mér er rokk og ról
frábær rödd fyrir menninguna þar
sem ljóðlist, pólitísk hugmynda-
fræði, tilfinnningasemi og kynorka
er aðalaflið.
Þegar menn ætla að breyta
rokkinu í markaðsvöru eru menn á
villigötum og eru ekki að nýta sér
þennan frábæra miðil sem rokkið
er,“ segir hún án þess að taka djúpt
í árinni.
Ákafur friðarsinni
Patti hefur löngum þótt róttæk í
pólitískum skoðunum sínum og
hefur oft talað opinskátt gegn
stjórnvöldum. Hún segist þó ekki
vera stjórnleysingi í anda pönksins
heldur fyrst og fremst ákafur frið-
arsinni.
„Núna hef ég meiri áhuga á að
koma hugmyndum á framfæri í
stað þess að brjóta gítara.
Ég vil gagnrýna eyðileggingu
umhverfisins, nánast hvert einasta
stefnumál Bush-stjórnarinnar,
sprengingarnar í Líbanon, ástandið
í Darfur-héraði og alnæmi. Það er
svo mikið sem ég þarf að tjá mig
um að núna eru orð mikilvægari en
brotinn gítar.“
Orð betri en brotinn gítar
PATTI SMITH Tónlistarkonan Patti Smith heldur tónleika í Háskólabíói á þriðjudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
��������������������������������� ���������������������������������������������������
�� ����������������������������������������� ���������� ��������������������������
����������� �� �������������������� �� �� �����
�������������������������������
�������������� �� ���������������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������������������
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������������������������������������������
������������ ����������������������������������������
����������������������������������� �������������������������������