Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 02.09.2006, Síða 82
 2. september 2006 LAUGARDAGUR46 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 30 31 1 2 3 4 5 Laugardagur ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Söngkonan Guðbjörg Sandholt og Anna Helga Björnsdóttir píanóleikari halda tón- leika í Reykholtskirkju.  22.00 Hljómsveitirnar Shadow Parade,Telepathetics og Bela halda tónleika á Græna Hattinum á Akureyri. ■ ■ OPNANIR  17.00 Pétur Már Gunnarsson og Kristján Loðmfjörð opna sýninguna IT WILL NEVER BE THE SAME á Vesturvegg Menningarmiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyðisfirði.  17.00 Jónas Viðar opnar málverka- sýningu í DaLí Gallery á Akureyri. Sýningin stendur til 23. september. ■ ■ FUNDIR  11.30 Félagsfundur Parísar, félag þeirra sem eru einar/einir, er haldin á Kringlukránni. ■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ  11.00 Sýningu Alistair Macintyre, Vanishing Point, í galleríi Turpentine lýkur um helgina. Sýningin er opin milli 11-16. ■ ■ OPIÐ HÚS  13.30 Opið hús í Salnum í Kópavogi. Jónas Ingimundarson kynnir TÍBRÁR-tónleika starfsárs- ins, sagt verður frá Tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs (TKTK) og Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri greinir frá Kanadískri menningarhátíð sem haldin verður í Kópavogi vikuna 14.-22. október 2006.  15.00 Opið hús hjá sjálfsvarnar- félaginu Mjölni á Mýrargötu 2 milli kl. 15-17. Haustdagskráin verður kynnt og góðir gestir líta í heimsókn. ■ ■ UPPÁKOMUR  17.00 Fatahönnun Anítu Hirlekar verður kynnt í versluninni kvk á Laugavegi 27. Plötusnúðurinn Sadjei sér um tónlistina. Borgarleikhúsið lítur um öxl í vetur en Leikfélag Reykjavíkur fagnar 110 ára afmæli þetta árið. Á dagskrá vetrarins eru tvö „klass- ísk“ íslensk leikrit sem ekki hafa farið á fjalirnar lengi, Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson og söngleikurinn Grettir eftir Ólaf Hauk Símonarson, Þórarin Eld- járn og Egil Ólafsson. „Leikritið Dagur vonar var frumsýnt á 90 ára afmæli leikfé- lagsins og í ár leitum við aðeins í nostalgíuna,“ útskýrir Guðjón Pedersen leikhússtjóri Borgar- leikhússins, „en Grettir er síðan hinn hluti nostalgíunnar“. Dagur vonar, í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar, verður frumsýnt í janúar en sagan um hinn lánlausa Gretti tveimur mánuðum síðar. Leikhússtjórinn vill lítið upplýsa um hlutverkaskipan verkanna að svo stöddu. Fyrsta frumsýning vetrarins er verkið Mein Kampf eftir George Tabori sem fer af stað á Nýja svið- inu nú í september. Verkið er meinfyndinn gamanleikur um myndlistarnemann Adolf Hitler en þar er skyggnst bak við aðdrag- anda helfararinnar í lúmskum spéspegli. Leikstjóri er Hafliði Arngrímsson. Annað flaggskip vetrarins er meistarastykki Pet- ers Shaffer, Amadeus, þar sem greint er frá sambandi tónskáld- anna Mozart og Antonio Salieri en það byggir á sögusögnum um dula- fullan dauða Mozarts og þátt Sali- eri í honum. Stefán Baldursson leikstýrir en frumsýnt er í októb- er. Athygli vekur að leikfélagið mun sýna tvö verk eftir skoska leikskáldið Anthony Neilson á leikárinu en verk hans hafa verið á margra vörum undanfarið, ekki síst vegna nýlegra uppfærslna á verkunum Ritskoðaranum og Pen- etreitor. „Við höfum verið að fylgj- ast með Neilson undanfarin ár en hann er mjög fjölhæft leikskáld. Við ákváðum að sýna þessa fjöl- breytni og gera honum hátt undir höfði í vetur,“ segir Guðjón og nefnir að leikskáldið sé ef til vill á leiðinni hingað til lands í tilefni þessa. „Þessi verk eru mjög ólík, annað er fantasíuverk en hitt er gamanleikrit með afar sterkum boðskap.“ Benedikt Erlingsson leikstýrir fantasíunni Fagra ver- öld en Steinunn Knútsdóttir verk- inu Lík í óskilum. Tvö ný íslensk verk verða einn- ig sýnd í samstarfi við Borgarleik- húsið. Nýtt verk eftir Björk Jak- obsdóttur, Fyrirtíðarspenna, sem fjallar um vandamál sem margar konur kannast við, og verkið Eilíf hamingja eftir Andra Snæ Magna- son sem Guðjón segir meðal ann- ars fjalla um hversu krefjandi og harðir húsbændur nettengdir vinnustaðir geti verið. Frá fyrra leikári fara fimm verk aftur á svið, Ronja ræningja- dóttir, Viltu finna milljón?, Mann- tafl og Alveg brilljant skilnaður að ógleymdu verki Braga Ólafssonar, Belgíska Kongó, sem nú verður tekið til sýninga á ný. „Litla krútt- lega sýningin sem við ætluðum að vera með nokkrum sinnum heldur áfram fjórða leikárið í röð. Rósa- lind er alveg ódrepandi,“ útskýrir Guðjón. Farsælu samstarfi Íslenska dansflokksins og Borgarleikhúss- ins verður haldið áfram í vetur og einnig er stefnt að öðrum uppák- omum sem víkka út heim leikhúss- ins, til dæmis verða kynningar á leikskáldum, fræðsludagskrár skipulagðar og efnt til leiklestra. „Við erum rétt að ræsa vélina,“ segir Guðjón að lokum. Á morgun, sunnudag, verður opið hús í Borgarleikhúsinu milli kl. 15 og 17 en þá verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna þar sem áhugasamir geta kynnt sér vetrarstarfið og kíkt á opnar æfingar. Leikhússtjórinn ætlar að jafnvel að henda í nokkrar vöfflur. - khh Hitler, Grettir og Ronja GUÐJÓN PEDERSEN LEIKHÚSSTJÓRI Sýning á verkum Guðmundar Karls Ásbjörnssonar málara verð- ur opnuð í Gallerí 100° á morgun kl. 14, en tólf ár eru liðin síðan Guðmundur sýndi síðast hér á höf- uðborgarsvæðinu. Guðmundur mun sýna málverk sín, en hann kveðst innblásinn af íslenskri nátt- úru, bæði eiginlegum fyrirmynd- um og hinu huglæga. „Mest af þessu eru landslagsmálverk, enda er ég alveg heillaður af íslenskri náttúru þegar ég er hérna heima á sumrin. Ég hef dvalist í Þýska- landi undanfarin ár en kem hingað heim á vorin - svolítið eins og far- fuglarnir,“ segir hann og bætir því við að hann eigi sér engan sérstak- an uppáhaldsstað en hann sé sér- lega hrifinn af hrauninu. Sýningin er opin frá kl. 08.30 til 16 alla virka daga. - khh Farfugl í Gallerí 100° GUÐMUNDUR KARL ÁSBJÖRNSSON MYNDLISTARMAÐUR Málar íslenskt landslag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.