Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 84

Fréttablaðið - 02.09.2006, Side 84
 2. september 2006 LAUGARDAGUR48 utlit@frettabladid.is Við lestur á nýjustu tískutímaritunum sá ég að að „nineties“ er að koma aftur í tísku. Víð snið, daufir litir og klossaðir skór eru eitt af einkennum þessa áratugar og það er margt mjög girnilegt sem sýnt var á tískupöllunum fyrir komandi vetur og haust. Flottir prjónakjólar og lágir skór með reim- um, kannski að Dr. Martins skórnir margrómuðu fari að líta dagsins ljós á ný? Það er óneitanlega skrýtið að sjá tímabil sem maður man svona vel eftir komast í tísku á ný. Sumum flíkunum man ég eftir að mamma hafi klæðst þegar ég var lítil og því kannski kominn tími til að ég fari að taka öll ófögru orðin sem ég hafði um fataskáp hennar á sínum tíma til baka og reyna að fá eitthvað lánað í staðinn. Það er alveg fáránlegt að sjá flíkurnar sem maður fussaði og sveiaði yfir á sínum tíma komast aftur í tísku og auðvitað, sem þræll tískunnar, þá finnst mér allt það nýjasta geggjað. Ætli Buffaló-skórnir, sem flestum hryllir við í dag, komi aftur með pompi og prakt? Þannig að strákar og stelpur geti gengið há og stolt um á þessum furðulegum stultulegu skóm sem tröllriðu Íslandi á sínum tíma. Núna skil ég móður mína þegar „eighties“ tískan varð aftur móðins fyrir stuttu og hún trúði því ekki að ég labbaði ánægð um með hliðartagl og í skræpóttum leggings á almannafæri. Þá var ég alltaf að skamma hana fyrir að hafa hent öllum flottu fötunum sem hún átti á þessum tíma. Ætli þetta sé ekki bara enn ein ávísun þess að ég er að eldast, ekki nógu hægt og bítandi að mínu mati því ég næ ekki alveg að samræma mig við aldurinn, því þetta gerist allt saman of hratt. Ég ætla samt sem áður að njóta „nineties“ tískunnar í botn í vetur, enda er það eitt af þægilegustu tímabilunum með sniðlausum flíkum og breiðri tá á skóm. Allt kemur aftur, fyrr eða síðar ... Spáir þú mikið í tískuna? Ég reyni að fylgjast með tískustraumunum og það sem er í gangi í dag. Ég er duglegur að kíkja í búðir og máta og sjá hvað er verið að bjóða upp á. Ég mundi allavega segja að ég sé mjög meðvitaður um það sem er í gangi í tískunni i dag. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég mundi segja að stíllinn minn sé mjög litríkur og skemmtilegur. Ég hef líka mjög mikinn húmor fyrir fötum, þannig að lokaniðurstaðan væri að ég hefði mjög litríkan og fyndinn stíl. Núna haldið þið örugg- lega að ég sé trúður en það er allt í lagi. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Mér finnst Vivienne West- wood frábær fatahönnuður. Einnig er ég mjög mikið skotinn í hettu- peysunum frá American Apparel. Flottustu litirnir? Uppáhaldsliturinn minn er án efa grænn. Hann klæðir mig svo svakalega vel og mér líður eitthvað svo vel í grænu. Hverju ertu veikastur fyrir? Bolirnir í Spúútnik. Stundum get ég gjörsam- lega tapað mér í þeim. Einnig finnst mér ótrúlega gaman að kaupa mér jakkaföt. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Þessi svokölluðu „Early 90´s“ áhrif sem eru í tískunni núna. Þetta er soldið skemmtilegt og smart. Uppáhaldsverslun? Spú- útnik er alltaf klassísk. Einnig er Kron Kron að gera fáránlega góða hluti og ég hlakka til að sjá nýju strákafötin sem Gyllti kötturinn er að setja upp á slána hjá sér í þessum töluðu orðum. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Voða misjafnt. Stundum ekki neinu, stundum 20 þúsund krónum. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég mundi segja að ég gæti ekki verið án þessa fimm þúsund bola sem ég á og hettupeysurnar mínar eru einnig ómissandi. Uppáhaldsflík? Ég á einn svartan síðermabol sem ég keypti fyrir sex árum. Á honum stendur „Can´t Enough Of Women´s Basketball“ sem mundi þýðast yfir á íslensku „Fæ aldrei nóg af körfuknattleik kvenna.“ Síðan er einhver lest að þvælast þarna á milli stafanna. Ég elska þennan bol. SMEKKURINN ÓLI HJÖRTUR ÓLAFSSON, VAKTSTJÓRI Á PRIKINU OG PLÖTUSNÚÐUR Sjúkur í boli og fatahönnuðinn Vivienne Westwood > Mælum með ... víðum skálmum. Buxur með háu mitti og víðum skálmum eru nýjasta viðbótin í tískuflóruna og virka mjög vel við háa hæla og axlabönd. Fjólublár er litur sem undanfarin ár hefur gleymst í tískunni. Hann er sérkennileg blanda af rauðum og bláum, sem ekki virðist þó falla undir neinn sérstakan flokk. Tískuspekúlantar hafa ávallt verið sammála um það að fjólublái litur- inn sé sá litur sem seljist minnst af öllum litum, en þegar hann kemst í tísku þá verður allt vitlaust. Nú er hann kominn aftur í tísku, mörg- um til mikillar ánægju og gleði, enda hefur hann verið að læðast hægt og bítandi fram á sjónarsviðið. Samkvæmt kenningum Feng Shui spekinnar á fjólublár að boða velsæld og peninga en einnig er orðrómur á kreiki um það að fjólu- blár spilli matarlyst. Þess vegna á fólk sem er í megrun eða hefur búið til of lítinn mat fyrir fjöl- mennt matarboð að hafa fjólubláan dúk á matarborðinu. Fjólublár er litur sem til er í öllum tónum, eins og sjá má á þessum myndum og nú í vetur eru bæði ljósfjólublár og alveg dökk- fjólublár í tísku, í fatatískunni og í förðunarvörum. alfrun@frettabladid.is Fjólubláir geislar haustsins SKEMMTILEGUR Flottur rúllu- kragabolur með skemmtilegu sniði frá Vero Moda. MÓÐUR VIKUNNAR Álfrún fer yfir málin DIESEL Síður rokkarabolur frá Gallerí 17. MIU MIU Flottur kjóll með fjólu- bláum útsaum. FALLEGT Flott fjólublá prjónaslá sem birtist á tískupöllunum fyrir næsta haust og vetur. HLÝ Falleg prjóna- peysa úr Vero Moda. HÁRSKRAUT Sætir kambar í hárið, í stíl við fjólubláa fatnaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. FLOTTUR Síður bola- kjóll úr Gallerí 17. Hentugur yfir buxur eða við leggings. FRÁBÆR Margnota kjóll frá Vivianne Westwood og fæst í Kronkron. GÓÐ SAM- SETNING Tískuljónið Sarah Jessica Parker blandar hér saman fjólubláum lit, rauðum og túrkísbláum. FALLEGIR Glæsilegir skór frá Eley Kishimoto og fást í Kronkron. PARTÍKJÓLL Frábær kjóll frá Spúútnik. FJÓLUBLÁ AÐ NEÐAN þessar flíkur eru frá Burberry Prosum og fjólublár er einstaklega fallegur við grátt, eins og sjá má. GRÚVÍ Falleg skyrta í mörgum litum, meðal annars fjólubláum, frá Spúútnik. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL BUXUR Flottar fjólubláar gallabuxur úr Trílógíu. HEFÐBUND- INN Flottur bolur frá Bruunz Bazar og fæst í versl- uninni Evu. Sendu SMS skeytið JA S2F á númerið 1900 og við sendum þér spurningu! Þú svarar með því að svara A, B eða C á númerið 1900. Þú gætir unnið! Aðalvinningur TOSHIBA tölva og Sims 2 Stuff Auka vinningar eru Ps2 tölvur • Sims leikir • DVD myndir • Fullt af öðrum tölvuleikjum og margt fleira V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b . 9 9 kr /s ke yt ið . Þ ú fæ rð 5 m ín t il að s va ra s p u rn in g u . SMSLEIKUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.