Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 2
2 4. september 2006 MÁNUDAGUR SPURNING DAGSINS NÝTT! Tómstunda- bækur Fyrir káta krakka SETBERG LÖGREGLUMÁL Maður féll af húsþaki við Óðinsgötu í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt. Hann hafði klifrað upp á bratt húsþak þegar honum skrikaði fótur og datt niður um átta metra. Hann slasaðist talsvert alvarlega við fallið og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Ekki er ljóst hvers vegna maðurinn ákvað að klifra upp á húsþakið en lögregla telur áfengi hafa verið í spilinu. Talsverður erill var í miðborg- inni í nótt og áberandi mikið um ölvun. - sþs Féll átta metra af húsþaki: Á gjörgæslu eftir klifur á húsþaki MENGUN Svínaúrgangur frá sláturhúsi Stjörnu- gríss í Saltvík milli Kjalarness og Kollafjarðar hefur farið út í sjó nokkrum sinnum í sumar vegna bilunar á hreinsibúnaði, nú síðast á mið- vikudag þegar stór fitu- og blóðflekkur mynd- aðist á haffletinum. „Þetta mál er undir mjög ströngu eftirliti, bara í sumar erum við búin að fara þarna nokkrum sinnum. Það er verið að vinna að þessu máli í góðri samvinnu við eig- endur sláturhússins því þetta á ekki að vera svona, það er alveg á hreinu,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá mengunar- vörnum umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Fyrsta óstaðfesta ábendingin um að eitt- hvað væri í ólagi við sláturhús Stjörnugríss barst Mengunarvörnum um miðjan maí. „Við fengum kvörtun um þetta síðast 11. ágúst, þá sáum við fyrst að eitthvað mikið var að. Við gerðum kröfu um að stíflur í frárennslislögn- inni yrðu lagaðar og að hreinsað yrði í holræsa- brunnum við lögnina. Hinn 12. ágúst var því lokið,“ segir Kristín Lóa, en svo virðist sem um þráláta bilun í hreinsibúnaði sé að ræða. „Mengunin er brot á reglugerðum svo þetta verður lagað eins fljótt og hægt er,“ segir hún. Undir eðlilegum kringumstæðum á fitu- skilja við slátrunarhúsið að skilja fitu, grófan úrgang og mettað blóð úr úrganginum svo hann renni ekki með vatni úr vinnslusalnum eftir frárennslisgöngum í sjóinn. - rsg Þrálát bilun í hreinsibúnaði sláturhúss í Saltvík: Dýrafita og blóð rennur óhindrað út í sjó MENGUN Í SALTVÍK Nokkrir fuglar hvíldu sig í rauðum blóðflekknum í Saltvík á miðvikudag. ÁRNI TRYGGVASON ÓEIRÐIR Lögregla þurfti að beita kylfum þegar til óeirða kom milli lögreglu og ungmenna í Skeifunni í fyrrinótt. Um tvö hundruð ungl- ingar voru á svæðinu. Hópurinn veittist að lögregluþjónum og kastaði grjóti og flöskum í lög- reglubíl. Tíu ungmenni voru handtekin og látin gista fangageymslur. Þau voru yfirheyrð í gær. Nokkur ár eru síðan lögregla þurfti að beita kylfum gegn óróaseggjum. Atburðarásin hófst þegar lög- regla var kölluð að hraðbanka SPRON í Skeifunni rétt eftir mið- nætti í gær. Tilkynnt var um fólk sem var að kasta af sér þvagi inni í hraðbankanum. Um tvö hundruð manna hópur unglinga var á svæð- inu vegna samkvæmis sem var haldið í nágrenninu. Lögregluþjónar ætluðu að hafa tal af einum úr hópnum vegna þess að hann var grunaður um líkams- árás sem átti sér stað nokkru áður. Veittist þá hópurinn að lögreglu- mönnunum og reyndi að frelsa manninn. Lögreglumennirnir þurftu að flýja með hinn hand- tekna á meðan grjóti og flöskum var kastað í lögreglubílinn. Öllu lögregluliði borgarinnar var beint á vettvang og voru um þrjátíu lögreglumenn frá lögregl- unni í Reykjavík og sérsveit Ríkis- lögreglustjóra á svæðinu þegar mest var. Þegar fyrirmælum lögreglu um að sundra hópnum var ekki sinnt var kylfum beitt. Tíu voru handteknir og fluttir í fangageymslur. Þeir eiga von á að vera kærðir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og að beita opinbera starfsmenn ofbeldi. „Það er afar fátítt að lögregla verði að beita því alvarlegasta sem hún hefur til þess að útkljá svona mál,“ segir Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni í Reykjavík. „Það þarf að vera mjög alvarlegt til að lögregl- an beiti kylfum. Það gerðist síðast fyrir nokkrum árum á svipuðum slóðum.“ Hann segir virðingar- leysi og ofbeldi gegn lögreglu- mönnum hafa aukist mikið að und- anförnu. „Svona framkoma gegn lögreglu hefur verið að færast í aukana. Að okkar mati hefur almennt verið tekið frekar létt á þessum brotum, það er bara stað- reynd.“ salvar@frettabladid.is Beita þurfti kylfum gegn óeirðaseggjum Til óeirða kom milli lögreglu og um tvö hundruð ungmenna í Skeifunni í fyrrinótt. Lögregla þurfti að beita kylfum til að sundra hópnum. Tíu manns voru handteknir. Yfirlögregluþjónn segir ofbeldi og virðingarleysi gegn lögreglu vera að aukast. VETTVANGUR ÓEIRÐANNA Óeirðirnar hófust þegar lögreglumenn handtóku mann sem grunaður var um líkamsárás sem átti sér stað fyrr um kvöldið. Hann brást ókvæða við og barðist gegn lögreglunni ásamt stórum hóp ungmenna. Garðar, sérðu rautt? „Eru það ekki naut sem sjá rautt? Ég er bogmaður.” Garðar Örn Hinriksson er einn umdeildasti knattspyrnudómari landsins og kvartaði undan því í viðtali við Fréttablaðið að fjöl- miðlar og knattspyrnuáhugamenn væru of dómharðir á dómara. ÍRAK, AP Írösk yfirvöld tilkynntu í gær um handtöku á öðrum æðsta yfirmanni al-Kaída hryðjuverka- netsins í Írak. Hamed Jumaa Farid al-Saeedi, einnig þekktur undir nöfnun- um Abu Humam og Abu Rana, var handtekinn fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa meðal annars skipu- lagt sprengjuárás á sjía-mosku í Samarra í febrúar síðastliðnum, sem hleypti af stað trúarbragða- drifinni morðöldu í Írak. Jafnframt er hann grunaður um að hafa farið fyrir dauða- sveitum og fyrirskipað ýmiss konar illvirki. Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Íraks segir hryðjuverka- netið nú eiga í „alvarlegum leiðtogavandræðum“. - smk Yfirvöld í Írak: Al-Kaída for- ingi gómaður HAMED JUMAA FARID AL-SAEEDI AFGANISTAN, AP Í gær féllu 200 talíbanar og fjórir kanadískir hermenn í bardögum hersveita Atlantshafsbandalagsins og afganska hersins gegn talíbönum í Kandahar-héraði í Suður- Afganistan. Jafnframt fórust fjórtán breskir hermenn þegar flugvél NATO, hrapaði í Afganistan á laugardag. Talsmenn talíbana sögðust hafa skotið vélina niður, en utanríkisráðherra Bretlands sagði allar líkur á að um „hræðilegt slys“ hefði verið að ræða. - smk Mannfall í Afganistan: 200 talíbanar féllu í Kandahar HERSVEITIR NATO Hermenn NATO sjást hér búa sig undir átök í Afganistan. KANADA Farþegum í innanlands- flugi í Kanada varð ekki um sel þegar neyðarkall frá flugstjóran- um heyrðist í kallkerfi vélarinnar, eftir að hann læstist inni á klósettinu. Áhöfnin þurfti að taka hurðina af hjörunum til að bjarga manninum út, og þar með lífi farþeganna. Talsmaður flugfélagsins segir þó að aðstoðarflugstjórinn hefði vel getað lent vélinni einn síns liðs og að farþegarnir hafi ekki verið í hættu. Einnig að það sé afar sjaldgæft að hurðirnar kviklæsist með þessum hætti, í raun sé þetta í fyrsta skipti sem slíkt gerist. - kóþ Flugstjóri í klípu: Læstist á sal- erni vélarinnar LANDSPÍTALI Læknafélag Íslands telur yfirstjórn Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa brotið gegn hagsmunum sjúklinga og lögum þegar Stefán E. Matthías- son læknir var sagt upp störfum. Af slíku framferði geti ekkert hlotist nema vantraust og trúnað- arbrestur. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðal- fundi félagsins um helgina. Þar segir að nú sé það í höndum heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og spítalastjórnarinnar sjálfrar að bregðast við þessum djúpstæða vanda með endurráðn- ingu Stefáns í fyrra starf. Árið 2005 var Stefán áminntur fyrir að óhlýðnast fyrirmælum spítalans með því að halda áfram rekstri lækningastofu sinnar. Hann taldi áminninguna ekki rétt- mæta og var honum sagt upp stuttu seinna. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt áminn- inguna ólögmæta. Stefán hefur ekki verið ráðinn á ný. Í ályktun Læknafélagsins segir að framferði yfirstjórnar spítal- ans í þessu máli sé löglega, fag- lega og siðferðislega rangt. Eitt af meginhlutverkum stjórnenda opinberra ríkisfyrirtækja sé að gæta þess að starfsemin sé rekin í samræmi við lagafyrirmæli. Sé brugðið út af því sé um að ræða alvarleg brot í starfi. - sþs Harðorð ályktun Læknafélags Íslands um mál Stefáns Matthíassonar: Segja yfirstjórnina hafa brotið lög LANDSPÍTALI Í ályktun Læknafélags Íslands varðandi mál Stefáns Matthíassonar segir að framferði yfirstjórnar Landspítalans sé löglega, faglega og siðferðislega rangt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.