Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 71
Gleðitríóið Breiðbandið frá Kefla-
vík hefur sent frá sér sína aðra
plötu, sem nefnist Breiðbandið -
Léttir á sér.
Á meðal laga á plötunni eru
Konurnar heim, Þingmaður fólks-
ins, Í guðanna bænum og Elsku
Helga Möller. Einnig er á plötunni
grín og glens á milli laga eins og
Breiðbandinu einu er lagið.
Fyrsta plata Breiðbandsins,
Breiðbandið - Af fullum þunga,
kom út fyrir tveimur árum og þótti
hress og skemmtileg. Er hún nú
með öllu ófáanleg. Það er Geims-
teinn sem gefur plötuna út. Upp-
tökustjóri var Guðmundur Krist-
inn Jónsson, fyrrum liðsmaður
Hjálma, sem hefur m.a. tekið upp
plötur með KK og Agli Ólafssyni
með góðum árangri. Þess má geta
að Breiðbandið verður í Íslandi í
bítið á mánudagsmorgun þar sem
nýja platan verður kynnt.
Önnur plata Breið-
bandsins komin út
BREIÐBANDIÐ Gleðitríóið Breiðbandið hefur sent frá sér sína aðra plötu.
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Ég verð að viðurkenna að ég var
mátulega bjartsýnn með þessa
nýju OutKast plötu. Þetta er kvik-
myndaplata og þær eru oft hálf-
gerð hliðarverkefni og svo voru
síðustu þrjár OutKast plötur frá-
bærar og einhvern veginn er
maður vanur því að partíið klárist
og botninn detti úr snilldinni á
endanum. En það gerist ekki á
Idlewild. Platan, sem að hluta til
hefur að geyma tónlist úr væntan-
legri kvikmynd þeirra OutKast-
manna, er sneisafull af flottum
popplögum og hún kraumar af
sköpunargleði og skemmtilegum
skringilegheitum.
Idlewild er sjötta plata Out-
Kast. Þeir Andre 3000 og Big Boi
hafa frá upphafi farið með hip-
hoppið á nýjar slóðir, en plöturnar
þeirra hafa samt orðið sífellt
skrítnari. Hér eru þeir að leika sér
með hip-hop, r&b, popp, p-fönk,
soul og rokk eins og á síðustu plöt-
um, en blanda líka inn í þetta
djasssveiflu (kvikmyndin Idlewild
gerist á fjórða áratug síðustu
aldar), lúðrasveitartónlist, rag-
time, blús, gospel og trommu-
slætti úr Karíbahafstónlist svo
eitthvað sé nefnt. Það er auðvitað
mjög áhættusamt að blanda saman
svo miklu af ólíkri tónlist og
eflaust auðvelt að klúðra því. En
þeir Dre og Big Boi kunna þetta.
Það er sama hvað þeir fá geggjað-
ar hugmyndir. Alltaf tekst þeim að
koma flottum melódíum að líka.
Það eru mörg frábær lög á
Idlewild. Of mörg til að telja þau
öll upp, en ég nefni samt Mighty
„O“, smáskífulagið Morris Brown,
Call the Law, Idlewild Blue og
lokalagið A Bad Note sem er eigin-
lega 8 mínútna langt gítarsóló í
anda P-fönk gítarhetjunnar Eddie
Hazel.
Idlewild festir OutKast í sessi
sem eina af fremstu hljómsveitum
heims. Platan er tæpar 80 mínútur
að lengd og þó að öll lögin séu
kannski ekki jafn góð er heildar-
myndin mjög sterk og ég hefði alls
ekki viljað hafa hana styttri. Ein
af plötum ársins.
Trausti Júlíusson
Partíið heldur áfram
OUTKAST
IDLEWILD
Niðurstaða: Þeir OutKast félagar Andre
3000 og Big Boi klikka ekki á Idlewild. Platan
kraumar af sköpunargleði og er sneisafull af
flottum popplögum. Ein af plötum ársins.
Hljómsveitin Pan leggur í víking til
Grænlands hinn 6. september þar
sem hún spilar á tvennum tónleik-
um. Annars vegar spilar sveitin á
Inuit Culture Festival og hins vegar
á Nipiaa Rock Festival. Sú síðar-
nefnda er stærsta tónleikahátíð
Grænlands þar sem bönd af mörg-
um þjóðernum, þar á meðal frá
Ítalíu og Noregi, koma fram í bland
við grænlensku heimaböndin. Var
Pan boðið að koma þar fram eftir
að tónleikahaldarar heyrðu plötu
þeirra, Virgins, sem kom út í fyrra-
vor.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
Panverjar spila fyrir utan lands-
steinana. „Þetta er mjög spennandi.
Maður veit ótrúlega lítið um landið
miðað við hvað það er nálægt
manni,“ segir Björgvin, gítarleik-
ari Pan, um Grænlandsförina.
Þeir sem vilja nánari upplýsing-
ar um Pan er bent á heimasíðuna
myspace.com/panband.
Pan til Grænlands
PAN Hljómsveitin Pan er á leiðinni til
Grænlands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Joseph Stefano, sem skrifaði hand-
ritið að kvikmyndinni Psycho, er
látinn. Stefano, sem var 84 ára,
skrifaði handritið upp úr sam-
nefndri skáldsögu Roberts Bloch
eftir að leikstjórinn Alfred
Hitchcock hafði óskað eftir því.
Stefano átti stóran þátt í að
sturtuatriðið fræga varð eins
hryllilegt og raun ber vitni. „Skáld-
saga Bloch hófst á því að Marion
Crane kemur á hótelið og er drep-
in undir eins. Þar sem ég vissi ekk-
ert um þessa stúlku var mér alveg
sama um hana þegar hún var drep-
in. Þess vegna breyttum við aðeins
sögunni til að kynnast henni betur
þannig að þegar hún yrði drepin
hefði það meiri áhrif,“ sagði
Stefano eitt sinn.
Stefano samdi handrit að fjölda
kvikmynda og sjónvarpsþátta.
Meðal annars skrifaði hann hand-
ritið að fimmtu Psycho-myndinni.
Handritshöfundur
Psycho látinn
Í STURTUNNI Janet Leigh fór með hlutverk
Marion Crane í kvikmyndinni sígildu
Psycho. Hér sést hún í sturtuatriðinu fræga.
Harry Morton, kærasti Lindsay
Lohan, er á biðilsbuxunum ef
marka má fréttir slúðurblaðanna í
Ameríku en til hans sást þar sem
hann var að kaupa trúlofunarhring
í Cartier-versluninni í Beverly
Hills. Talsmaður Mortons hefur
staðfest þær sögusagnir að hann
hafi verið að kaupa eitthvað sér-
stakt í Cartier en hefur ekki gefið
upp hvort hann hafi fjárfest í trú-
lofunarhring. Lohan og Morton
hafa verið óaðskiljanleg í allt
sumar en þau hafa verið saman í
fjóra mánuði.
Hringur á fingur?
BRÚÐKAUP Í VÆNDUM? Kærasti Lohan
er sagður hafa keypt trúlofunarhring í
Cartier.
Skólinn
verður
settur
6. sept
kl. 19
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI