Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 74
34 4. september 2006 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Hrottalegt olnbogaskot sem Ben Thatcher hjá Manchester City veitti Pedro Mendes, leikmanni Portsmouth, í síðasta mánuði virðist ætla að draga nokkurn dilk á eftir sér því nú hefur nítján ára óþekktur knattspyrnumaður sem var á mála hjá Blackburn, Ralph Welch, ákveðið að höfða mál á hendur Thatcher. Welch þessi var fórnarlamb Thatchers í leik vara- liða Man. City og Blackburn í febrúar sl. en þá fékk hann vænt olnbogaskot í andlitið frá Thatcher með þeim afleiðingum að hann kinnbeinsbrotnaði svo illa að hann hefur ekki enn getað stundað knattspyrnu á ný. Á myndbandi sem hægt er að sjá á heimasíðu News of the World í Bretlandi frá atvikinu er ekki að sjá annað en að olnbogaskotið sé veitt með ásetningi. „Ég er ekki í neinum vafa um að tilgangurinn með brotinu var að meiða mig eins mikið og hægt var,“ segir Welch við News of the World. „Málinu var ein- faldlega sópað undir teppið þar sem þetta var í vara- liðsleik og ég er ekki þekktur leikmaður. Ég ákvað að láta kyrrt liggja þar sem ákæra frá mér á hendur þekktum leikmanni hefði líklega getað teflt ferli mínum í hættu. Þetta hefur haft mikil áhrif á mitt líf, ég er ennþá á verkjalyfjum og það liggur fyrir að ég þarf að fara í fleiri aðgerðir vegna kjálkans.“ Welch segir að brot Thatcher á Mendes hafi orðið til þess að honum snerist hugur. „Það er ógeðslegt að horfa á þetta en það versta er að Thatcher veit alveg hvað hann er að gera. Fólk segir að hann sé góður gæi en það er ekki rétt. Thatcher er ruddi sem á ekki að fá að spila fótbolta,“ segir Welch en þess má geta að í framhaldi af brotinu á Mendes var einnig sýnd upptaka frá því þegar Thatcher gefur Nicky Summerbee, þáverandi leik- manni Middlesbrough, þungt olnbogaskot í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrir sex árum. Thatcher var sektaður um sex vikna laun og settur í sex leikja bann hjá Man. City fyrir fólskubrotið á Mendes. Lögreglan á enn eftir að taka ákvörðun um hvort leikmaðurinn verði kærður fyrir líkamsárás. - vg 19 ára knattspyrnumaður ætlar í mál við Ben Thatcher hjá Manchester City: Olnbogi Thatchers mölbraut kinnbeinið FÍLAMAÐURINN Ben Thatcher hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síð- kastið. Á litlu myndinni má sjá hvernig Ralph Welch leit út eftir viðskipti sín við Thatcher í varaliðsleik í febrúar á þessu ári. FÓTBOLTI Íranski auðkýfingurinn Kia Joorabchian segir að West Ham geti vel orðið stærra félag en Chelsea eftir nokkur ár, fari svo að honum verði leyft að kaupa ráðandi hlut í félaginu. Hinn 35 ára gamli Joorabchian, sem hefur búið í London lengst af sinni ævi og er sagður vera mikill fótbolta- áhugamaður, segir að innan sjö ára muni West Ham gera atlögu að því að velta Manchester United af stalli sem stærsta og dáðasta félag Bretlandseyja. „Man. Utd er langstærsta enska félagið á heimsvísu en ég held að við ættum ekki í miklum erfiðleikum með að verða stærri en Chelsea. West Ham er félag með mikla sögu og ótrúlega stuðningsmenn. Hjá félaginu leynast miklir möguleikar,“ segir Joorabchian, sem er aðaleigandi fjárfestingarfélags í Mið-Austur- löndum sem hefur yfir að ráða ógrynni fjármagns vegna ráðandi stöðu þess á olíumarkaðnum á þessum slóðum. Joorabchian seg- ist enn fremur styðja Alan Par- dew í starfi sínu sem knatt- spyrnustjóri félagsins og telur hann rétta manninn til að gera meistaralið úr West Ham. „Í fyrstu viljum við koma lið- inu í baráttu um sæti í Meistara- deildinni en eftir nokkur ár á West Ham að vera félag sem á að geta keppt um sigur í öllum stærstu keppnunum,“ segir hann. - vig Kia Joorabchian, sá er vill kaupa West Ham: West Ham getur orðið stærra félag en Chelsea KIA JOORABCHIAN Moldríkur og blóð- heitur fótboltaáhugamaður að auki. Það gerist varla betra. FÓTBOLTI Gærdagurinn var sorgar- dagur í Norður-Írlandi. Eftir svo miklar væntingar og gott gengi í undanförnum leikjum átti nú aldeilis að láta vita af sér og byrja á sterkum sigri á Íslendingum á heimavelli. Milljón punda var lofað á hópinn allan til að skipta með sér ef liðið kæmist í úrslita- keppni EM. Sú upphæð, sem átti að vera liðinu hvatning, er úr sög- unni og viðurkenna Norður-Írar það fyrstir. Lawrie Sanchez, landsliðsþjálf- ari Norður-Íra, sagði eftir leikinn að Eiður Smári Guðjohnsen hefði einfaldlega verið of góður fyrir vörn sinna manna. Og því eru allir sammála í fjölmiðlum gærdagsins í Belfast. Á baksíðum blaða og for- síðum íþróttablaða er nánast undan- tekningalaust orðaleikur um eftir- nafn Eiðs Smára, „Gud“. Þá fylgir alltaf að leikmenn Norður-Íra hafi einfaldlega „frosið“ gegn „ísmönn- unum“ á vellinum. „Ekki hægt að verja þessi ósköp“ segir í fyrirsögn Sunday Life og furðaði blaðamaður sig á ótrúlega slakri vörn sinna manna og hversu mikið pláss þeir gáfu Eiði Smára í leiknum. Leikmenn Norður-Íra fengu engar toppein- kunnir í blaðinu en vinstri bak- vörðurinn Tony Capaldi og sókn- armaðurinn James Quinn komu verst út. Ekki furða þar sem tvö markanna komu í gegnum svæði Capaldi og Ívar Ingimarsson tók Quinn „í nefið“. Sérfræðingar sem fylgdust með leiknum fóru mikinn í útvarpi, sjónvarpi og í blöðunum daginn eftir leikinn. Gömlu hetjunni Roy Coyle fannst til að mynda ótrúlegt að Norður-Írar virtust koma alger- lega óundirbúnir til leiks, ólíkt Íslendingum. „Við virtumst ekki vita hvaða leikskipulag var á okkar liði. Byrjunin á síðustu undankeppni (0-3 tap á heimavelli fyrir Póllandi) var skelfileg en þetta var algjör martröð,“ sagði Coyne. „Eiður slátraði vörninni okkar“ var fyrirsögn í öðru blaði en öll tóku þau í þennan svipaða tón. Eiður Smári var maðurinn sem stjórnaði leiknum frá a-ö og Law- rie Sanchez var maðurinn sem átti engin svör við því. - esá Norður-Írar gagnrýndir harðlega Lawrie Sanchez, þjálfari norður-írska landsliðsins, fær það óþvegið hjá dagblöðum í heimalandi sínu eftir tapið gegn Íslandi í fyrradag. Leikmenn liðsins eru sagðir hafa frosið gegn Íslendingunum. FORINGINN Eiður Smári Guðjohnsen átti frábæran leik i fyrradag og er líkt við guð í fjölmiðlum í Bretlandi og á Norðurlöndunum og er þá gjarnan verið að skírskota í eftirnafn hans, „Gud“johnsen. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Fjölmiðlar í Danmörku og Svíþjóð eru á einu máli um að íslenska landsliðið hafi með 3-0 sigrinum á Norður-Írum á laugar- dag sent skýr skilaboð til nágrannaþjóða sinna í F-riðli undankeppni EM - íslenska liðið sé á uppleið og sé sýnd veiði og langt frá því að vera gefin. Í umfjöllun danskra dagblaða má lesa að frammistaða íslenska liðsins hafi komið mönnum algjörlega í opna skjöldu og að Danir megi líta á hana sem aðvörun fyrir leik þjóðanna á Laugardalsvelli á miðvikudag- inn. Í Jyllands-posten segir meðal annars að Íslendingar hafi verið firnasterkir og gjörsamlega valtað yfir Norður-Íra í fyrri hálfleik, drifnir áfram af stór- leik Eiðs Smára Guðjohnsen sem stjórnaði leik Íslands. Sænsku blöðin taka í sama streng og gengur Aftonbladet svo langt að segja Eið Smára hafa spilað eins og guð. „Eiður afgreiddi leikinn fyrir okkur með því að spila eins og hann getur best,“ er haft eftir Eyjólfi Sverrissyni landsliðsþjálfara í Aftonbladet. Expressen segir Eið Smára hafa verið í sérflokki á vellinum og að með fyrirlið- ann í slíku formi megi varnar- menn sænska liðsins vara sig. - vig Fjölmiðlar í Danmörku og Svíþjóð: Aðvörun til danska liðsins SKELFILEGT Vonbrigðin leyndu sér ekki á svip Lawrie Sanchez, þjálfara Norður-Íra, og lærisveina hans eftir útreiðina gegn Íslendingum í Belfast á laugardaginn. Norður-írska liðið fær það óþvegið í blöðunum ytra og er sagt að varnarleikur liðsins hafi aldrei verið slakari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Spánverjar og Svíar, and- stæðingar Íslands í F-riðli, unnu góða sigra á laugardaginn. Svíar sóttu Letta heim og sigruðu með einu marki gegn engu þar sem Kim Källström skoraði sigur- markið. Spánverjar fengu Liechten- stein í heimsókn og unnu öruggan sigur, 4-0. Eins og við var að búast höfðu Spánverjar mikla yfirburði í leiknum og hefði sigurinn getað orðið mun stærri. David Villa skoraði tvö mörk fyrir Spánverja og þeir Fernando Torres og Luis Garcia sitt markið hvor. Svíar mæta Liechtenstein á miðvikudaginn og Spánverjar leika gegn Norður-Írum. - dsd Undankeppni EM, F-riðill: Spánverjar og Svíar sigruðu FÓTBOLTI Það vakti óneitanlega athygli þegar úrslit leikja á laugardaginn í undankeppni EM voru skoðuð að heimsmeistarar Ítala gerðu aðeins jafntefli við Litháen, 1-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti leikur ítalska liðsins eftir sigurinn á HM og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Roberto Donadoni. Gennaro Gattuso var allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins. „Ég er vonsvikinn að við náðum ekki sigri fyrir Roberto Donadoni þjálfara,“ sagði Gattuso. Donadoni var samt sem áður hinn rólegasti og kenndi slöku líkamlegu formi um. „Þetta hefur allt með formið að gera. Við gerðum nokkrar stórar breyting- ar og vorum óheppnir. Við vissum að Litháar yrðu grimmir og helsta ógnin frá þeim kom úr langskot- um og sköllum,“ sagði Donadoni. Ítalir mæta Frökkum á miðvikudaginn og Gattuso sagði leikmenn staðráðna í að gera betur í þeim leik. „Þessi úrslit draga ekkert kjarkinn úr okkur. Ef eitthvað er mætum við enn ákveðnari til leiks gegn Frökk- um,“ sagði Gattuso. - dsd Undankeppni EM: Slæm byrjun hjá Donadoni ROBERTO DONADONI Fer ekki vel af stað með ítalska landsliðið en það mætir Frökkum á miðvikudaginn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Markvörður danska landsliðsins í handbolta og einn besti markvörður heims, Kasper Hvidt, mun leika með Spánar- meisturum Barcelona á komandi leiktíð. Þýska liðið Flensburg, sem Viggó Sigurðsson þjálfar næstu mánuði, hafði áhuga á að fá Hvidt til liðs við sig en hann hafnaði tilboði þess. „Það er rétt, ég hafnaði Flensburg. Ég hef engan áhuga á að spila fyrir það félag,“ var haft eftir Hvidt. Kasper Hvidt hefur spilað á Spáni frá árinu 1997, ef frá er talið eitt tímabil með Lemgo í Þýskalandi, og lék nú síðast með Portland San Antonio. - dsd Spænski handboltinn: Kasper Hvidt hafnaði Viggó KASPER HVIDT Einn besti markvörður heims er genginn í raðir Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Meistarar Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta unnu auðveldan sigur á Wetzlar á heimavelli sínum í gær. Lokatölur urðu 40-22 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-10. Með sigrinum komst Kiel upp í 5. sæti deildarinnar, en liðið hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli í fyrstu þremur umferðunum. Sænsku landsliðsmennirnir Marcus Ahlm og Kim Andersson voru markahæstir hjá Kiel með átta mörk en Nikola Karabatic kom næstur með sjö mörk. - vig Þýski handboltinn: Stórsigur Kiel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.