Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 78
 4. september 2006 MÁNUDAGUR38 HRÓSIÐ FÆR … 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Bónus. 2 Magnús Árni Magnússon 3 Sitkagreni á Kirkjubæjarklaustri FRÉTTIR AF FÓLKI Tökum á gamanþáttunum Venni Páer er nýlokið en þeir verða sýndir á Skjá einum í vetur. Vern- harð Þorleifsson samdi handritið að þáttunum en Sævar Guðmunds- son sá um leikstjórn. „Þættirnir fjalla um Venna Páer, sem er í leit að einhverri virðingu í þessum heimi,“ segir Vernharð. „Venna hefur alltaf fundist hann lifa í skugganum af öðrum, sem eru þó ekki hátt skrifaðir hjá honum. Hann er einkaþjálfari og hans metnaður í líf- inu er að ná að selja sig sem slíkan og gefa út æfinga- myndband fyrir aðra þjálfara. Hann stefnir á að verða viður- kenndur sem einkaþjálfari Íslands.“ Aðalhlutverkin eru í höndum Guðlaugar Elísabetar, Steins Ármanns Magnússonar, Bergs Þórs Ingólfssonar, Höllu Vil- hjálms, Björns Sigurðar- sonar og Vernharðs Þor- leifssonar. Valinkunnir leikarar koma einnig fram í þáttunum og má þar nefna Gunnar Eyj- ólfsson, Sigurð Skúlason og Óskar Jónasson. Einn- ig koma þeir Björn Leifsson og Jói Fel við sögu en fyrsti þáttur er á dagskrá Skjás eins 23. nóvem- ber. „Það tók þrjár vikur að taka upp þættina sem eru mjög vand- aðir. Þannig að þó þetta verði ekk- ert endilega fyndnustu þættir sögunnar þá verða þeir að minnsta kosti vel gerðir. Síðan er bara spennandi að sjá hvernig þetta kemur út. Kannski verður þetta ömurlegt og ég verð grýttur og kannski ekki,“ segir handritshöf- undurinn, Vernharð Þorleifsson. - sig Gunnar Eyjólfsson í Venna Páer TOPPÞJÁLFUN Venni Páer leiðbeinir hér Birni Sigurðarsyni í tækjasalnum og skín einbeitingin af þeim báðum. GUNNAR EYJÓLFSSON Kemur við sögu í sjón- varpsþættinum Venni Páer. Styr Júlíusson er fjórtán ára gam- all áhugamaður um leiklist. Hann fermdist í vor og notaði alla ferm- ingarpeningana sína í leiklistar- námskeið í virtum skóla í New York. Skólinn, sem heitir Stage- door Manor, er staðsettur í Cat- skill-fjöllum í nágrenni New York borgar, en í honum hefur margur frægur leikarinn og þotuliðskapp- inn stigið sín fyrstu skref á leik- sviði. Á meðal fyrrverandi nem- enda skólans eru Natalie Portman, Robert Downey Jr. og Zach Braff, sem flestir kannast við úr þáttun- um Scrubs sem sýndir voru undir nafninu Nýgræðingar á RÚV. Námskeið skólans eru þriggja vikna löng og eru nokkurs konar sumarbúðir þar sem öll áhersla er á leiklistina, Styr segir námskeið- in vera opin krökkum hvaðanæva að á aldrinum 8-18 ára. Um 100 þáttakendur voru í skólanum á sama tíma og Styr. Styr, sem fann skólann á netinu, segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að kennslan færi fram á ensku. „Fyrstu tvo dagana hélt ég samt að þetta yrði ómögu- legt. Ég hafði áhyggjur af því að það yrði erfitt að kynnast krökk- unum og að ég myndi lita allan þvottinn minn,“ segir hann, en ferðin til Bandaríkjanna var sú fyrsta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur einn síns liðs. Styr segir áhyggjurnar þó hafa verið ástæðulausar. „Tveimur dögum síðar breyttist það alveg. Þetta voru eins og galdrar,“ segir Styr. „Þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Hann heldur enn sambandi við vini sína úr skólan- um í gegnum tölvupóst. Styr hefur leikið í nokkrum auglýsingum hér heima en lítið staðið á sviði. Í Stagedoor Manor hlaut hann hlutverk þjóns á heim- ili Bennett-fjölskyldunnar í Hroka og hleypidómum eftir Jane Aust- en, en alls voru sett upp þrettán leikrit á námskeiðinu. „Hlutverk þjónsins er allt öðruvísi og stærra í leikritinu en það er í myndinni, hann er allt öðruvísi karakter,“ útskýrir Styr. Í lok námskeiðsins heldur skólinn verðlaunaafhend- ingu sem gengur undir nafninu Óskarinn, þar sem þátttakendur eru verðlaunaðir fyrir frammi- stöðu sína. Styr hlaut viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi leik í leikriti. Styr segist nú ætla að halda ótrauður áfram. „Ég ætla að reyna að komast aftur út næstu ár. Svo langar mig að fara í áheyrnarpruf- ur fyrir leikrit og reyna að fá að gera einhverjar talsetningar,“ segir hann. Styrs gæti því orðið vart á leiksviðum þjóðarinnar á næstu mánuðum. STYR JÚLÍUSSON: FÓR Á LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Í NEW YORK Í fótspor Natalie Portman STYR JÚLÍUSSON Langar að komast á fleiri námskeið í frægum leiklistarskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK LÁRÉTT 2 ökutækja 6 tónlistarmaður 8 persónufor- nafn 9 heyskaparamboð 11 í röð 12 hluta 14 hljóðfæri 16 tveir eins 17 eldsneyti 18 drulla 20 lík 21 tryggur. LÓÐRÉTT 1 grín 3 klaka 4 land 5 á móti 7 þröngur 10 leyfi 13 hald 15 ógæfa 16 fálm 19 óreiða. LAUSN Fréttir herma að rokkararnir í Dr. Spock og Mugison ætli saman í stúdíó til að taka upp lag fyrir Mýrina, kvikmynd Baltasars Kormáks eftir sögu Arnalds Indriðason- ar. Lagið mun vera gömul íslensk ríma, sem Spock-liðar og Mugison ætla í samein- ingu að rokka eitthvað upp. Það fylgir ekki sögunni hvort útkoman úr þessu verði Dr. Mugison. Mýrin verður frumsýnd í október. Lítið hefur spurst til Silvíu Nætur eftir að hún gerði allt brjálað á Grikklandi. Stúlkan situr hins vegar ekki með hendur í skauti heldur dvelst nú meðal kvik- myndastjarnanna í Los Angeles þar sem hún tekur upp sína fyrstu sólóskífu. Silvía frétti að sjálfsögðu af því að Magni „okkar” Ásgeirsson væri bænum og kíkti í heimsókn á rokksetrið þar sem keppendur í Rock Star: Supernova dvelja. Herma heimildir Frétta- blaðsins að þar hafi Silvía loksins verið komin í sitt rétta umhverfi, meðal þeirra sem dreymir um að slá í gegn og eru tilbúnir að gera hvað sem er fyrir frægðina. Undirbúningur fyrir komu Mikhail Gorbatsjov er nú á lokasprettinum en þessi síðasti leiðtogi Sovétríkj- anna er væntanlegur til landsins 12. október í tilefni af tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins. Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks leggi leið sína í Háskólabíó þar sem Gorbat- sjov mun flytja hátíðarfyrirlestur um stjórnun á 21. öldinni, frið, sögulega þýðingu og minningar sínar frá leiðtogafund- inum í Höfða en það er Einar Bárð- arson sem flytur kappann til Íslands. Marteinn Þórsson fram- leiðandi skrifar undir samning þess efnis að hann skrifi kvikmynda- handrit eftir sögu Hall- gríms Helgasonar, Rokland. „Það er rétt, ég skrifa undir samn- inginn í dag og því er þetta í höfn,“ sagði Marteinn þegar Fréttablaðið innti hann eftir þessu. „Ég hef verið að vinna að þessu í allt sumar og átti síðan góðan fund með Páli Valssyni, útgefanda bókarinn- ar, sem leist mjög vel á hvert ég vildi fara með bókina,“ útskýrir Marteinn. Snorri Þórisson hjá Pegasus mun framleiða myndina og var Marteinn bjartsýnn á fram- haldið. „Nú þarf að skrifa handritið og ef allt gengur að óskum getum við vonandi hafist handa næsta haust,“ segir Mart- einn. Rokland sló í gegn hjá Íslendingum í fyrra en hún segir frá blogg- aranum og fyrrverandi framhaldsskólakennar- anum Bödda sem býr úti á landi og skrifar um lífið á Sauðárkróki í óþökk íbúanna. Böddi verður sífellt afskiptari í samfélaginu og ríður að endingu til Reykjavíkur og ætlar sér að gjörbylta öllu sam- félaginu. Ljóst er að hart verður barist um hlutverk Bödda hjá karlleikur- um Íslands en sá sem síðast túlk- aði persónu Hallgríms var Hilmir Snær Guðnason þegar hann skil- aði hlutverki Hlyns í 101 Reykja- vík eftir Baltasar Kormák. Hvort Hilmir endurtekur leikinn skýrist væntanlega næsta sumar. - fgg Rokland kvikmynduð á næsta ári MARTEINN ÞÓRSSON Hefur gengið með handritið í maganum síðan í sumar og nú loks hillir undir að draumur hans um að kvikmynda Rokland verði að raunveruleika. ROKLAND Sló í gegn hjá Íslendingum um síðustu jól en hún segir sögu blogg- arans Bödda sem hyggst gjörbylta samfélaginu. Eyjólfur Sverrisson og íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir 3- 0 sigurinn á Norður-Írum á laugardag. LÁRÉTT: 2 bíla, 6 kk, 8 sín, 9 orf, 11 bd, 12 parta, 14 píanó, 16 pp, 17 kol, 18 aur, 20 ná, 21 trúr. LÓÐRÉTT: 1 skop, 3 ís, 4 líbanon, 5 and, 7 krappur, 10 frí, 13 tak, 15 ólán, 16 pat, 19 rú. Ofurtala 9 10 22 31 38 5 22 23 27 37 38 2 42 41 1 8 4 1 6 6 3 2 5 6 30.8.2006 Tvöfaldur 1. vinningur næsta laugardag 1. vinningur gekk ekki út 29 2.9.2006 Einfaldur 1. vinningur næsta laugardag 1. vinningur gekk ekki út 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1. 2. 3. 3. hæst trjáa á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.