Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 70
Fergie, söngkona The Black Eyed Peas, gefur út sína fyrstu sóló- plötu 18. september næstkomandi. Platan heitir The Duchess og upp- tökum stjórnaði Will.I.Am for- spakki The Black Eyed Peas. The Black Eyed Peas hafa á undanförnum árum sankað að sér verðlaunum og hafa m.a. annars unnið til tvennra Grammy-verð- launa. Samanlagt hefur sveitin selt yfir 17 milljónir eintaka af plötum sínum. Fergie, sem heitir réttu nafni Stacy Ferguson, gekk til liðs við The Black Eyed Peas árið 2002, rétt fyrir útgáfu plötunnar Elephunk sem sló eftirminnilega í gegn. Fyrir þann tíma hafði hún getið sér frægðar sem meðlimur unglingasveitarinnar Wild Orchid ásamt því að koma fram í hinum vinsæla krakkaþætti Kids Incorp- orated. Fyrsta smáskífa nýju plötunn- ar, London Bridge, er að gera góða hluti og hefur m.a. verið í efsta sæti Billboard-smáskífulistans í fjórar vikur samfleytt. Fyrsta sólóplatan FERGIE Söngkonan The Black Eyed Peas gefur út sína fyrstu sólóplötu hinn 18. september. Leikkonan Jennifer Aniston er að skipuleggja alþjóðlega auglýs- ingaherferð með íþróttavörufram- leiðandanum Nike. Samningurinn er upp á margar milljónir dollara og hyggst leikkonan gefa stóran hluta launa sinna til góðgerðar- samtaka fyrir krabbameinssjúk- linga. Jennifer hefur prýtt síður margra slúðurblaða þar sem hún er að hlaupa í grennd við heimili sitt í Malibu í Kaliforníu og ætti því að vera góður fulltrúi fyrir Nike á alþjóðamarkaði. Aniston með milljóna samning við Nike FLOTTUR FULLTRÚI Jennifer er stór- glæsileg og á eftir að sóma sér vel sem fulltrúi Nike í auglýsingum. Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional Rekstrarvörur Sími 520 6666 sala@rv.is www.rv.is 5.4 23 kr. R V 6 2 1 5 D Marathon Miðaþurrkuskápur úr ryðfríu stáli Flestir muna eflaust hvar þeir voru staddir um hádeg- isbilið þriðjudaginn 11.sept- ember árið 2001 þegar tveimur farþegaflugvélum var flogið á Tvíburaturn- anna í New York. Skömmu síðar var þeirri þriðju flog- ið á Pentagon. Fjórða flugvélin, United 93, er umfjöllunarefni samnefndrar kvik- myndar eftir enska leikstjórann Paul Greengrass en talið hefur verið að United 93 hafi verið stefnt að Hvíta húsinu eða þinghúsinu í Washington. Kvikmynd Green- grass gerist á rauntíma því einung- is liðu níutíu mínútur frá því að vélin fór í loftið frá New Jersey þar til henni var brotlent með þeim afleiðingum að 44 farþegar og flug- áhöfnin auk hryðjuverkamannanna fórust. Greengrass lagðist í mikla undir- búningsvinnu fyrir myndina og hafði samband við aðstandendur fórnarlamba flugvélarinnar og beið eftir grænu ljósi frá þeim.„Þegar fjölskyldan hefur sagt já er rétti tíminn runnin upp,“ segir Green- grass. Hann fékk einn af framleið- endum 60 Minutes II, Michael Brenner, til að vinna úr öllum þeim gögnum sem til voru um flugvélina og farþeganna. Að mati Greengrass voru það farþegar United 93 sem upplifðu fyrstir þær breytingar sem áttu sér stað í heiminum þenn- an örlagaríka dag. Þeir fylgdust með úr fjarska en voru samt sem áður virkir þátttakendur í atburða- rásinni. „Hinir fjörutíu og fjórir farþegar voru þeir sem áttuðu sig fyrst á því hvað þyrfti til að takast á við þann heim sem við hin sjáum í dag,“ segir Greengrass. „Á meðan almenningur sat skelfingu lostinn og skildi ekki hvað fór fram sátu farþegar United 93 frammi fyrir spurningunni: Gerum við ekki neitt og vonum það besta eða látum við til skarar skríða, hvað sem það kostar?“ bætir leikstjórinn við. „Farþegarnir í fjórðu flugvélinni voru meðal þeirra fyrstu sem vissu við hvaða öfl var að etja.“ Greengrass vakti mikla athygli fyrir kvikmyndina Bloody Sunday þar sem sjónum var beint að því hvað gerðist í Londonderry á Norður-Írlandi árið 1972 þegar breskir hermenn skutu á mann- fjölda sem hafði safnast saman til að mótmæla veru þeirra í landinu. Myndin þótti ótrúlega sterk og Greengrass fékk mikið lof fyrir nálgun sína. „Það eru gerðar alls kyns kvikmyndir; þær sem skipa okkur í fylkingar, skemmta okkur og fá okkur til að hlæja. Sumar fá okkur til að ferðast um mikinn ævintýraheim og láta okkur jafn- vel skilja ástina en það er líka pláss fyrir kvikmyndir sem sýna okkur heiminn eins og hann er,“ segir Greengrass. - fgg Saga fjórðu flugvélarinnar PAUL GREENGRASS Vakti mikla athygli fyrir kvikmyndina Bloody Sunday. HINAR SÖNNU HETJUR? Farþegarnir sem voru um borð í flugi United 93 stóðu frammi fyrir mjög siðferðislegri spurningu, áttu þeir að vona það besta eða láta til sín taka? [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Ljóðskáldið, rithöfundurinn og fylli- byttan Charles Bukowski gerði rót- lausu lífi örlagadrykkjumanns stór- skemmtilega skil í skáldsögum sínum Post Office, Factotum og Women og byggði þær vitaskuld á eigin reynslu. Aðalsögupersónan og hliðarsjálf höfundarins, Henry Chinaski, þvældist í bókunum draugfullur á milli skítadjobba, subbulegra leigu- íbúða og lauslátra kvenna á milli þess sem hann myndast við að skrifa ljóð og smásögur í von um að ná eyrum útgefenda. Leikstjórinn Bent Hamer byggir Factotum á samnefndri skáldsögu Bukowskis en sækir einnig í önnur verk höfundarins og tekst vel að fanga subbulega og vínlegna stemn- ingu bóka Bukowskis. Myndin er hæg, tilbreytingarlít- il og stefnulaus, rétt eins og rónalíf- ið sem hún lýsir. Stefnuleysi og hægagangur eru sjaldnast eftisókn- arverðir þættir í kvikmyndum en hér á þetta allt saman vel við og myndin verður hvorki langdregin né leiðinleg þar sem svart skopskyn og kröftugur sögumannstextinn sem Matt Dillon flytur með kæru- leysistón drykkjusjúklingsins bind- ur þetta allt saman í sterka heild. Dillon fer vel með hlutverk Chinaskis en einhvern veginn er aðeins of mikil reisn yfir honum til þess að honum takist að gera per- sónuna jafn subbulega og skemmti- lega og Mickey Rourke gerði í Bar- fly árið 1987. Húmorinn í túlkun Dillons er hins vegar lúmskari og látlausari þannig að Chinaski verð- ur mjög sannfærandi í höndum hans. Chinaski er ekkert sérstak- lega geðsleg persóna og Dillon tekst vel að túlka skítalabbann sem hann er en öðlast um leið samúð áhorf- enda enda er alltaf einhver vonar- neisti sem heldur honum á floti í sollinum. Hann er andhetja sem maður getur ekki stillt sig um að standa með þrátt fyrir allt. Factotum ætti því að falla í kramið hjá aðdáendum Bukowskis. Hún er gerð af virðingu við róna- bækurnar og stendur nær texta höf- undarins en Barfly. Galsinn í Barfly gerði hana óneitanlega áhorfenda- vænni á meðan þunglyndistóninn í Factotum er svo drungalegur að hann nálgast sænskan sósíalreal- isma í áherslunni á niðurlægingu og aumingjaskap. En svona á þetta að vera og Factotum ætti að vekja áhuga fólks á verkum höfundarins. Ég get í það minnsta ekki stillt mig um að grafa bækurnar upp og lesa þær aftur. Þórarinn Þórarinsson Rótlaus en heillandi róni FACTOTUM SÝND Á ICELAND FILM FESTIVAL LEIKSTJÓRI: BENT HAMER AÐALHLUTVERK: MATT DILLON,LILI TAYLOR, MARISA TOMEI Niðurstaða: Factotum er hæg, stefnulaus og subbuleg rétt eins og textinn sem hún byggir á þannig að það er ekki hægt að segja annað en hér sé fín aðlögun á ferðinni. Myndin mun gleðja aðdáendur Bukowskis og líklega afla honum nýrra lesenda í leiðinni. !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 LITTLE MAN kl. 4, 6, 8 og 10 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 4 og 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 4, 6, og 8 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5.50, 8 og 10.10 MIAMI VICE kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA THE SENTINEL kl. 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 4 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 7 ÁRA KVIKMYNDAHÁTÍÐ THREE BURIALS OF MELQUIADES ESTRADA kl. 5.50 DAVE CHAPELLE´S BLOCK PARTY kl. 6 ENRON: THE SMARTEST GUY IN THE WORLD kl. 6 VOLVER kl. 10 PARIS JE T´AIME kl. 8 FACTOTUM kl. 8 THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY kl. 8 ANGEL A kl. 10.10 KITCHEN STORIES kl. 10.15 LITTLE MAN kl. 8 og 10 YOU, ME & DUPREE kl. 8 og 10.10 GRETTIR 2 ÍSL. TAL kl. 6 GRETTIR 2 ENSKT TAL kl. 6 TAKK FYRIR AÐ REYKJA THANK YOU FOR SMOKING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.