Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 4. september 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Rakabjallan er rauðbrún að lit, þéttloðin og gráhærð. Hún er 2,5-3 mm að lengd. Hún er útbreidd um allan heim og mjög algeng í Evr- ópu. Hún lifir á myglusveppum og þar sem raki er fyrir hendi eins og t.d. í kjöllurum, útihúsum, mygluðu heyi og rusli. Yfir tugur af myglu- bjöllum hefur greinst hér á landi. Sé mikið um þær í íbúðarhús- næði ætti að athuga rakastigið en bjöllurnar hverfa ef rakastig er of lágt fyrir þær. Þær skríða um gólf, veggi og loft og fara inn í skápa. Hreingerning dugar til að fækka þeim en mikilvægast er að koma í veg fyrir raka. Nokkrar tegundir af rakabjöllum eru líka kallaðar myglubjöllur og lifa flestar í hlöðum og gripahús- um. Þessar bjöllur eru 2-4 mm á lengd, ávalar og ílangar og hafa langa fálmara með 11 liðum og fætur þeirra eru með fimm liðum. Rakabjöllur/myglubjöllur lifa ekki á matvælum eða munum heldur eingöngu á þeim lífverum sem lifa og dafna í rakanum s.s. örverum sem mynda myglu. Tjón af völdum þeirra er nær ekkert. Bjallan getur verið í miklum mæli í nýbyggingum þar sem mikill raki er og er helst til óþrifnaðar og óþæginda. Hún skríður um gólf, veggi og loft, ofan í sökkla á innréttingum og ílát í skápum. Það er hægt að úða fyrir henni en oftast er hægt að útrýma henni með lækkun rakastigs og sótthreinsun og þrifum. Mjög erf- itt er að greina milli tegunda og yfirleitt er samheitið rakabjalla eða myglubjalla notað yfir allar tegund- irnar. Fólk ætti að láta greina skor- dýr hjá Náttúrufræðistofnun ef það veit ekki hvaða skordýr er á ferðinni áður en meindýraeyðir er kallaður til eða láta meindýraeyðinn fara með sýnið til Nátt- úrufræðistofnunar til greiningar og fá afrit af niðurstöðum greiningarinnar áður en úðað er. Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara þá skal alltaf óska eftir að fá að sjá starfsskírteini útgefið af Umhverfis- stofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfé- lagi. Ein og sér hafa starfsréttindi meindýraeyða og garðúðara ekkert gildi. Athugaðu hvort öll skírteini séu í gildi. Félagar í Félagi mein- dýraeyða eru með félagsskírteini á sér. Fáðu alltaf nótu vegna viðskipt- anna. Réttindi meindýraeyða og garðúðara frá erlendum ríkjum og félagasamtökum gilda ekki á Íslandi. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um Meindýr og varnir 2004 Rakabjalla (Cryptophagus scanicus), Myglubjölluættin (Cryptophagidae) Mikil aukning hefur orðið á byggingu flatra þaka í nýjum byggingum. Hálfgerðir fordóm- ar hafa ríkt á Íslandi gagnvart slíkum þökum þar sem flöt þök sem lögð voru á sjöunda og áttunda áratug seinustu aldar þóttu dreplek og léleg. Nú er öldin önnur og ef rétt er að far- ið eiga flöt þök að endast jafn vel og lengi og önnur þök. „Það sem hefur breyst eru efnin. Hér upp úr 1960 var byrjað að nota tjörupappa, sem var eingöngu úr tjöru eða asfalt og pappír. Efnin á þessum tíma höfðu engan styrk og pappírinn einfaldlega rifnaði. Þessi efni voruð notuð á sjöunda og áttunda áratugnum en það sem síðan gerist upp úr 1980 var að efnin gjörbreyttust að því leytinu til að tjörudúkurinn varð pólýest- erfylltur. Þannig er dúkurinn mjög sterkur og hefur mikið togþol,“ segir Páll Karlsson, framkvæmda- stjóri Þaktaks. Hann heldur áfram. „Síðan fara að koma íblöndunarefni í asfaltið til þess að mýkja það sem kemur til dæmis í veg fyrir að dúkurinn springi í kulda. Efnin sem eru notuð í dag hafa þannig mikið kuldaþol og hafa einnig mikið tog- þol sem vinnur með hreyfingu og þetta er eitthvað sem efnin höfðu ekki áður,“ segir Páll. Hann nefnir einnig að efni hafi fljótt orðið gegndrepa hér áður fyrr og því hafi endingartími þeirra ekki verið langur. Í dag er líftími efnanna sem notuð eru til að koma í veg fyrir að flöt þök leki um 25 til 30 ár að sögn Páls. „Þá er kominn tími á eitthvað viðhald en annars eiga þetta að vera algjör- lega viðhaldsfrí þök.“ Páll segir að aðalástæðan fyrir þessari miklu fjölgun flatra þaka á nýbyggingum sé að fólk sé að fá meiri trú. „Menn gáfust svolítið upp á flötum þökum í kringum 1980 en fyrir það voru menn ein- faldlega að byrja í faginu og voru því ekki nógu reynslumiklir.“ Vinnubrögðin og reynslan eru líka þættir sem gilda jafnmikið og sjálf efnin sem notuð eru að mati Páls. „Í okkar fagi eru vinnu- brögðin númer eitt, tvö og þrjú. Efnin eru frábær og því þarf vinnan að vera það líka. Maður á ekki að þurfa að vera uppi á þaki reglulega í einhverju viðhaldi og ef vinnan er rétt gerist slíkt ekki.“ Bergþór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Mótás, tekur í sama streng og Páll. „Ef flöt þök eru vel lögð og vönduð hafa þau verið að reynast mjög vel. Við höfum verið að leggja slík þök í um fimm til sex ár en ef þetta er ekki unnið af fagmönnum og ódýrari efni notuð þá er voðinn vís,“ segir Bergþór. steinthor@frettabladid.is Flöt þök ekki ótraustari Mun vinsælla virðist vera meðal þeirra sem eru að byggja ný hús að hafa flatt þak frekar en hallandi. Flöt þök eins og þessi hafa oft verið litin hornauga af Íslendingum en reynsla síðustu ára af þeim hefur reynst góð samkvæmt verktökum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. ������������������ ������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is © 20 06 ��������������������������������������������������������������������������������� ����������� Svefnkollurinn er mjög þægilegur og einfaldur í notkun. Microfiber áklæði sem er sérlega slitsterkt, endingargott og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir í mörgum litum. 5 sekúndur úr kolli í rúm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.