Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 38
 4. september 2006 MÁNUDAGUR18 Arkitektinn: Einar Ólafsson „Það eru tvö verk sem ég vil helst kynna til að sýna þá vídd sem stofan vinnur með. Annað þeirra er verið að byggja og hitt er enn á hönnunarstigi,“ segir Einar Ólafsson á Arkiteo á Laugavegi 163. „Hið fyrrnefnda er grunnskólinn á Ísafirði en við Örn Þór Halldórsson unnum samkeppni um hönnun hans 2002. Svo hélt ég áfram með verkið sem er viðbygging upp á 2.000 fermetra. Hún er prjónuð við eldra hús frá 1901. Það stendur eins og gimsteinn milli tveggja glerkassa sem mynda heildstæða mynd af allri skólabyggingunni. Hitt verkið er niðurgrafið einbýlishús úti í sveit. Það er á mjög gljúpu svæði og frá veginum sést ekkert nema smá hóll sem á yfirborðinu verður eins og landið er í dag með grjóti og mosa. Að kvöldlagi mun bara sjást ljósglampi upp úr hólnum. Húsið er er á tveimur og hálfri hæð og úr hluta þess er vítt útsýni. Uppi er eldhús og stofa og niðri eru svefnherbergi og líkamsræktarpláss. Af neðri hæðinni er gengið út í gjá og þar verða gufubað, heitir pottar og ekta útivistarstaður þannig að tengslin við náttúruna verða mjög skemmtileg.“ gun@frettabladid.is Grunnskóli og niðurgrafið hús Úr anddyri grunnskólans. Ný viðbygging við Grunnskólann á Ísafirði. Húsið verður niðurgrafið. Tengslin við náttúruna verða skemmtileg. Hugmynd að húsi í sveit. – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.