Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 68
 4. september 2006 MÁNUDAGUR28 G-star hélt á fimmtudaginn tískusýningu sem Steinunn Sigurðardóttir skipulagði. Í Loftkastalanum fengu góðir gestir nasasjón af vöruúrvalinu í búðinni og af því sem er væntan- legt frá merkinu. G-star er „hrátt“ gallabuxnamerki en er einnig með boli, peysur og ýmislegan annan fatnað fyrir bæði kynin. Tískusýning hjá G-star HRÁR STÍLL Flottar töffaralegar galla- buxur við einfaldan hvítan bol bregðast aldrei. Trefill og sólgleraugu lífga svo upp á lúkkið. TÍSKULITIR Hettupeysa og gallabuxur í gráum og bláum, heitustu tískulitum haustsins. KAMPAKÁTAR KONUR Kolla, Þóra og Drífa voru hressar í Loftkastalanum. ÁNÆGÐAR MEÐ SÝNINGUNA Ásdís og Arna skemmtu sér vel. GALLABUXNAGELLUR Kolbrún og Kristín virtu fyrir sér framboðið frá G-star. SPÁÐ Í FÖTIN Berglind Laxdal og Esther Ýr voru flottar á tískusýningunni. Sjónvarpsstöin Skjár einn verður með Magna- vöku á undan Rock Star: Supernova þættinum sem er á dagskrá annað kvöld. Spennan magnast með hverri mínútu enda eru nú einungis fimm keppendur eftir sem berj- ast um fjögur laus sæti í úrslitaþættin- um. Þau Guðrún Gunnarsdóttir og Felix Bergsson munu leiða fólk í allan sann- leikann um keppendurna, taka á móti góðum gestum og sýna hvað fer fram á bak við tjöldin. Hróður þessa geðþekka Borg- firðings hefur borist út fyrir landsteinana enda horfðu um sjö milljónir manna á síðasta þátt- inn þar sem Ryan Star var send- ur heim. Greinarhöfundur menningarhluta New York Times er með litla úttekt á keppendunum en þar er Magni á forsíðunni. Þar lýsir greinahöfundur yfir gremju sinni með þá staðreynd að á meðan hæfileikalausir einstaklingar á borð við Kevin Federline og Paris Hilton skuli komast upp með að gefa út „sorp“ þurfi hæfileikaríkt fólk á borð við þá keppendur sem eftir eru í Rock Star að ganga í gegnum þrettán vikna starfsviðtal. Á heimasíðunni supernovafans.com er Magni enn með töluvert forskot á hina sem aðdáendur hljómsveit- arinnar vilja sjá sem söngvara hljómsveitarinnar. Hefur hann stuðning helmings þeirra sextíu þúsund gesta sem heimsótt hafa síðuna en Dilana Robi- chaux er með rúmlega fimmt- ung atkvæða. Athygli hefur vakið að fjórir keppendur verða að öllum líkindum eftir í lokaþættinum og rennir það stoðum undir þær kenningar sem birst hafa á aðdáendasíð- unni að karl og kona muni leiða hljómsveit- ina. - fgg Magnaæðið heldur áfram MAGNI Hefur átt hug og hjörtu þjóðarinnar að undan- förnu. SUPERNOVA Sú staðreynd að fjórir keppendur verði að öllum líkindum eftir í lokaþættinum rennir stoðum undir þá kenningu að tveir söngvarar frekar en einn muni leiða hljómsveitina. Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfi ngafl okkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA Íslenskunámskeið ÍSLENSKA fyrir útlendinga I ÍSLENSKA fyrir útlendinga II Verklegar greinar FRÍSTUNDAMÁLUN GLERLIST HAUSTKRANSAGERÐ LEIRMÓTUN LOPAPEYSUPRJÓN SKRAUTRITUN TRÉSMÍÐI ÚTSKURÐUR Tölvunámskeið FINGRASETNING VEFSÍÐUGERÐ FrontPage TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR Framhald WORD Ritvinnsla Saumanámskeið BÚTASAUMUR CRAZY QUILT FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR AÐ ENDURSAUMA FÖT OG HANNA AÐ NÝJU ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR – BALDERING Ýmis námskeið BÓKHALD SMÆRRI FYRIRTÆKJA Grunnatriði í bókhaldi SAMSKIPTI LÍF OG LÍÐAN Námskeið fyrir konur NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2006 Matreiðslunámskeið GÓMSÆTIR BAUNA– PASTA – OG GRÆNMETISRÉTTIR GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM HRÁFÆÐI MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I Grunnnámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN II Framhaldsnámskeið SPENNANDI BÖKUR Innritun í síma 564 1507 4. – 14. sept. kl. 10 - 18 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Fyrstu námskeiðin hefjast 19. september. Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Íslenskar hljómsveitir hafa verið duglegar við að spila í Danmörku að undanförnu og virðist íslensk tónlist eiga upp á pallborðið hjá frændum okkar í austri. Á föstudagskvöldið var komið að piltunum í Jeff Who? og Eberg að kynna íslenska tónlist og Iceland Airwaves hátíðina fyrir Dönum, löndum sínum til mikillar gleði enda lagði fjöldi þeirra leið sína á tónleikana. Margir Danir tóku einnig þátt í gleðinni eins og sannað- ist á tónleikunum í fyrrakvöld og allir virtust skemmta sér vel. Dönum selt íslenskt Í ÖLLU SÍNU VELDI Jeff Who? hefur slegið í gegn hér heima með rokkslagaranum Bar Fly sem hefur tröllriðið öllum vinsældalistum. SVEITT STEMNING Danskir áhorfendur virtust kunna vel að meta íslenskt rokk. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN EINBEITTUR Elli var einbeittur á bassan- um í Kaupmannahöfn enda náðu þeir félagar upp góðri stemningu. Beyoncé Knowles hefur hrist af sér sögusagnir um að hún ætli sér að giftast kærastanum sínum, Jay- Z, í brúðarkjól sem sé sniðinn eftir kjól Díönu prinsessu. Söngkonan heldur því fram að fréttir um að hún ætli að herma eftir kjól prins- essunnar séu gjörsamlega út í hött. Beyoncé hefur heyrt alls konar sögur um komandi brúð- kaup og segir um þær: „Ég vildi að ég gæti talað við þann sem skrif- aði þetta, því það er alveg frábært. Sá sem er svona hugmyndaríkur ætti að vera brúðkaupsskipuleggj- andi þar sem hann er þegar búinn að skipuleggja æðislegt brúðkaup fyrir mig og Jay. Það er meira að segja talað um að kavíar sé á boð- stólnum og mér finnst kavíar vondur,“ segir söngkonan hlæj- andi. Hlær að brúð- kaupssögunum ENGIN HERMIKRÁKA Beyoncé ætlar ekki að láta gera kjól eftir brúðkaupskjól Díönu prinsessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.