Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 68

Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 68
 4. september 2006 MÁNUDAGUR28 G-star hélt á fimmtudaginn tískusýningu sem Steinunn Sigurðardóttir skipulagði. Í Loftkastalanum fengu góðir gestir nasasjón af vöruúrvalinu í búðinni og af því sem er væntan- legt frá merkinu. G-star er „hrátt“ gallabuxnamerki en er einnig með boli, peysur og ýmislegan annan fatnað fyrir bæði kynin. Tískusýning hjá G-star HRÁR STÍLL Flottar töffaralegar galla- buxur við einfaldan hvítan bol bregðast aldrei. Trefill og sólgleraugu lífga svo upp á lúkkið. TÍSKULITIR Hettupeysa og gallabuxur í gráum og bláum, heitustu tískulitum haustsins. KAMPAKÁTAR KONUR Kolla, Þóra og Drífa voru hressar í Loftkastalanum. ÁNÆGÐAR MEÐ SÝNINGUNA Ásdís og Arna skemmtu sér vel. GALLABUXNAGELLUR Kolbrún og Kristín virtu fyrir sér framboðið frá G-star. SPÁÐ Í FÖTIN Berglind Laxdal og Esther Ýr voru flottar á tískusýningunni. Sjónvarpsstöin Skjár einn verður með Magna- vöku á undan Rock Star: Supernova þættinum sem er á dagskrá annað kvöld. Spennan magnast með hverri mínútu enda eru nú einungis fimm keppendur eftir sem berj- ast um fjögur laus sæti í úrslitaþættin- um. Þau Guðrún Gunnarsdóttir og Felix Bergsson munu leiða fólk í allan sann- leikann um keppendurna, taka á móti góðum gestum og sýna hvað fer fram á bak við tjöldin. Hróður þessa geðþekka Borg- firðings hefur borist út fyrir landsteinana enda horfðu um sjö milljónir manna á síðasta þátt- inn þar sem Ryan Star var send- ur heim. Greinarhöfundur menningarhluta New York Times er með litla úttekt á keppendunum en þar er Magni á forsíðunni. Þar lýsir greinahöfundur yfir gremju sinni með þá staðreynd að á meðan hæfileikalausir einstaklingar á borð við Kevin Federline og Paris Hilton skuli komast upp með að gefa út „sorp“ þurfi hæfileikaríkt fólk á borð við þá keppendur sem eftir eru í Rock Star að ganga í gegnum þrettán vikna starfsviðtal. Á heimasíðunni supernovafans.com er Magni enn með töluvert forskot á hina sem aðdáendur hljómsveit- arinnar vilja sjá sem söngvara hljómsveitarinnar. Hefur hann stuðning helmings þeirra sextíu þúsund gesta sem heimsótt hafa síðuna en Dilana Robi- chaux er með rúmlega fimmt- ung atkvæða. Athygli hefur vakið að fjórir keppendur verða að öllum líkindum eftir í lokaþættinum og rennir það stoðum undir þær kenningar sem birst hafa á aðdáendasíð- unni að karl og kona muni leiða hljómsveit- ina. - fgg Magnaæðið heldur áfram MAGNI Hefur átt hug og hjörtu þjóðarinnar að undan- förnu. SUPERNOVA Sú staðreynd að fjórir keppendur verði að öllum líkindum eftir í lokaþættinum rennir stoðum undir þá kenningu að tveir söngvarar frekar en einn muni leiða hljómsveitina. Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfi ngafl okkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA Íslenskunámskeið ÍSLENSKA fyrir útlendinga I ÍSLENSKA fyrir útlendinga II Verklegar greinar FRÍSTUNDAMÁLUN GLERLIST HAUSTKRANSAGERÐ LEIRMÓTUN LOPAPEYSUPRJÓN SKRAUTRITUN TRÉSMÍÐI ÚTSKURÐUR Tölvunámskeið FINGRASETNING VEFSÍÐUGERÐ FrontPage TÖLVUGRUNNUR TÖLVUGRUNNUR Framhald WORD Ritvinnsla Saumanámskeið BÚTASAUMUR CRAZY QUILT FATASAUMUR / BARNAFATASAUMUR AÐ ENDURSAUMA FÖT OG HANNA AÐ NÝJU ÞJÓÐBÚNINGUR - SAUMAÐUR SKRAUTSAUMUR – BALDERING Ýmis námskeið BÓKHALD SMÆRRI FYRIRTÆKJA Grunnatriði í bókhaldi SAMSKIPTI LÍF OG LÍÐAN Námskeið fyrir konur NÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2006 Matreiðslunámskeið GÓMSÆTIR BAUNA– PASTA – OG GRÆNMETISRÉTTIR GÓMSÆTIR HOLLIR SUÐRÆNIR RÉTTIR FRÁ MIÐJARÐARHAFS- LÖNDUNUM HRÁFÆÐI MATARMIKLAR SÚPUR OG HEIMABAKAÐ BRAUÐ MATARGERÐ FYRIR KARLMENN I Grunnnámskeið MATARGERÐ FYRIR KARLMENN II Framhaldsnámskeið SPENNANDI BÖKUR Innritun í síma 564 1507 4. – 14. sept. kl. 10 - 18 á vef skólans http:// kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla Fyrstu námskeiðin hefjast 19. september. Nánari upplýsingar eru einnig á vefsíðu skólans Vefsíða:http:// kvoldskoli.kopavogur.is Netfang: kvoldskoli@kopavogur.is Íslenskar hljómsveitir hafa verið duglegar við að spila í Danmörku að undanförnu og virðist íslensk tónlist eiga upp á pallborðið hjá frændum okkar í austri. Á föstudagskvöldið var komið að piltunum í Jeff Who? og Eberg að kynna íslenska tónlist og Iceland Airwaves hátíðina fyrir Dönum, löndum sínum til mikillar gleði enda lagði fjöldi þeirra leið sína á tónleikana. Margir Danir tóku einnig þátt í gleðinni eins og sannað- ist á tónleikunum í fyrrakvöld og allir virtust skemmta sér vel. Dönum selt íslenskt Í ÖLLU SÍNU VELDI Jeff Who? hefur slegið í gegn hér heima með rokkslagaranum Bar Fly sem hefur tröllriðið öllum vinsældalistum. SVEITT STEMNING Danskir áhorfendur virtust kunna vel að meta íslenskt rokk. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN EINBEITTUR Elli var einbeittur á bassan- um í Kaupmannahöfn enda náðu þeir félagar upp góðri stemningu. Beyoncé Knowles hefur hrist af sér sögusagnir um að hún ætli sér að giftast kærastanum sínum, Jay- Z, í brúðarkjól sem sé sniðinn eftir kjól Díönu prinsessu. Söngkonan heldur því fram að fréttir um að hún ætli að herma eftir kjól prins- essunnar séu gjörsamlega út í hött. Beyoncé hefur heyrt alls konar sögur um komandi brúð- kaup og segir um þær: „Ég vildi að ég gæti talað við þann sem skrif- aði þetta, því það er alveg frábært. Sá sem er svona hugmyndaríkur ætti að vera brúðkaupsskipuleggj- andi þar sem hann er þegar búinn að skipuleggja æðislegt brúðkaup fyrir mig og Jay. Það er meira að segja talað um að kavíar sé á boð- stólnum og mér finnst kavíar vondur,“ segir söngkonan hlæj- andi. Hlær að brúð- kaupssögunum ENGIN HERMIKRÁKA Beyoncé ætlar ekki að láta gera kjól eftir brúðkaupskjól Díönu prinsessu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.