Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 04.09.2006, Síða 16
 4. september 2006 MÁNUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 Víða eru landbúnaðarstörf orðin svo nútímavædd að bændur geta sinnt þeim að mestu við tölvuna. Ann- ars staðar verða menn að leggja mikið á sig eins og þeir vita sem eiga sauðfé í Álsey. Blaðamaður talaði við vaskan smalamann sem fór þangað í smalaferð. Fyrstu haustréttirnar í Vest- mannaeyjum fóru fram um síð- ustu helgi. Þá fór Gunnar Árna- son fyrir vöskum mönnum sem drógu í dilka í Álsey en að því loknu voru lömb og hrútar ferjuð til Heimaeyjar. Aðstæður eru þó með þeim hætti að aðeins er á færi vaskra manna að taka þátt í þessari smalamennsku. Óskar P. Friðriksson var einn þeirra. „Þegar komið er að Álsey, aust- anmegin, þarf fyrst að klífa hamar sem er um sex til sjö metr- ar að hæð, síðan tekur við nokkuð brött grasbrekka,“ segir Óskar. Þegar komið var upp voru réttir reistar og Gunnar sagði mönnum fyrir verkum en Óskar dáðist að framgöngu þessa þaulreynda og síunga eyjapeyja. „Gunnar er kominn á sjötugsaldur en lipur sem lamb og það var unun að fylgjast með honum. Hann var kominn upp á topp áður en menn náðu að hnerra og eftir að búið var að smala og féð komið í réttir var hann strax byrjaður að rýja. Einnig var Finni einn með í för og stóð hann sig nokkuð vel. Hann heitir reyndar Erkki Olavi Peuhkuri en hann var svo frár í klettunum að menn voru farnir að kalla hann Séðí Hælana,“ segir Óskar og hlær við. „En sá hefur frá einhverju að segja „Ég er búinn að vera hérna úti í Grikklandi í þrjá mánuði og kann ákaf- lega vel við mig. Það á að heita að ég sé að vinna við fararstjórn en ég get ómögulega sagt að þetta sé þreytandi vinna.“ Egill hefur mest dvalið á eyjunni Naxos. „Um mitt sumar skrapp ég þó til Istanbúl, sem er alveg æðislegur staður, og svo fór ég nýlega til London til að leita að íbúð fyrir konuna mína sem verður þar í námi í vetur. Ég fór í hraðgleraugnabúð, lét mæla í mér sjónina og kom út með þessi fínu nærsýnisgleraugu. Mér fannst ekki annað hægt enda búinn að fá mér miða á Chelsea-leik og á Rolling Stones-tónleika. Ég hafði aldrei séð þá áður og þannig séð aldrei verið mikill Stónsari. Það var gaman en mér fannst mér sándið slappt, sérstaklega á Charlie Watts trommara.“ Egill er væntanlegur heim í lok september og byrjar með Silfrið sitt stuttu síðar. Ætlar hann að vera með nýju gleraugun? „Ja, það mætti brydda upp á þeirri nýjung. Ég gæti tekið Lúðvík Jósepsson mér til fyrirmyndar, verið með gleraugun á nefbroddinum og svo beint þeim að mönnum ef þeir fara eitthvað að ibba sig. Ég get ómögulega sagt að ég sé að farast úr spenningi þótt það sé kosningavetur í aðsigi. Ég hef aðeins verið að skoða málin á netinu og það er bara ekkert að gerast heima nema helst þetta framsóknarvesen. Ég er nánast sannfærður um að sama liðið verður við stjórnvölinn eftir kosning- arnar.“ Egill nýtur því ljúfa lífsins á meðan hann getur. „Ég ætlaði í siglingu í dag en það var of hvasst. Ég legg þá bara harðar að mér í grískunám- inu. Ég er í einkatím- um hjá stelpu og hún er ógeðslega hörð við mig.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? EGILL HELGASON FJÖLMIÐLAMAÐUR Fékk sér gleraugu fyrir Rolling Stones Trúir á fyrir- gefningu Árni Johnsen hefur sem kunnugt er fengið uppreisn æru og er orðaður við prófkjör sjálfstæðismanna á Suður- landi. Málefni Árna hafa verið popp- stjörnunni Ceres 4 hugleikin. „Áður en hann var sakfelldur og dæmdur á sínum tíma samdi ég texta sem kom á plötu árið 2001,“ segir Ceres. „Þar sagði ég m.a.: Losum takið á kreppt- um hnefa / við skulum Árna fyrirgefa / hann á sínu herrasetri / megi verða maður betri. Ég stend við þessi orð. Enda trúi ég sannkristinn maðurinn á fyrirgefningu syndanna.“ Ceres 4 er þó ekki sáttur við aðkomu handhafa forsetavalds að málinu. „Skilaboðin út í þjóðfélagið eru skandall: Komdu þér í valdastól og gerðu það sem þú villt. Ef þú rennur á rassinn munum við redda þér aftur á lappir. Við höldum í heiðri ítölsk fjölskyldugildi og komum hvert öðru til hjálpar. Björn Bjarnason, þáverandi vinnuveitandi Árna, hefði átt að segja af sér þegar málið kom fyrst upp. Hvað Sólveigu Pétursdóttur varðar þá dansar hún enn í kringum sína gylltu salernis- skál og allt innihald hennar. Forseta Hæstaréttar er vorkunn að þurfa að vera oddaatkvæði í þessum siðspillta pólitíska gjörningi.“ SJÓNARHÓLL ENDURKOMA ÁRNA JOHNSEN Sigldir hrútar og hraustir smalar GUNNAR AÐ RÝJA Gunnar þurfti enga hvíld eftir smalamennskuna og fór strax í það að rýja. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON ERKKI OLAVI PEUHKURI OG GUNNAR ÁRNASON Í KLETTUNUM Gunnar er frár á fæti þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði. Finninn Erkki þótti einnig svo fimur í klettunum að hann fékk viðurnefnið Séðí Hælana. Hann er þarna fyrir ofan Gunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Skýr samstaða „Ég vil að það verði mynduð ríkisstjórn sem tekst á við ójöfnuð í lífskjörum á Íslandi og þar á Samfylking skýra samstöðu með Vinstri grænum.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINN- AR, ÚTILOKAR EKKI SAMSTARF MEÐ VINSTRI GRÆNUM VERÐI RÍKISSTJÓRNIN FELLD Í NÆSTU KOSNINGUM. FRÉTTABLAÐIÐ, 3. SEPTEMBER. Ekkert bruðl „Í stað þess að auka neysluna lítur út fyrir að fólk hafi notað tækifærið og gert sín mál upp og komið öllu í skil.“ BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR, FJÁRMÁLA- STJÓRI LÁNSTRAUSTS, SEGIR ÁRANGURSLAUSUM FJÁRNÁMUM HAFA FÆKKAÐ UM HELMING Á SÍÐUSTU MISSERUM. FRÉTTABLAÐ- IÐ, 3. SEPTEMBER. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 LUNDI MEÐ SÍLI Nóg æti var fyrir lundann sem bar síli í holur sínar í óða önn. Eyjamenn segja að pysjutíminn ætti að vera liðinn nú en kalt vor virðist hafa sett strik í reikninginn og því er lundinn enn ekki farinn til vetrarsetu syðra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.