Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 22
[ ] Nú þegar kólna tekur í veðri og sólarstundum fer fækkandi fara margir að huga að því að gera garðinn kláran fyrir veturinn, en að ýmsu þarf að huga áður en hann skellur á. Sigríður Helga Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur gaf blaða- manni góð ráð um haustverkin. Sigríður Helga, sem er garðyrkju- fræðingur hjá Gróðrastöðinni Mörk, segir helst tvö atriði vera mjög mikilvæg. „Það mikilvæg- asta er eiginlega að njóta garðsins og njóta fallegu litanna í haust- veðrinu,“ segir hún og skellir upp úr. „Hitt er svo það sem er kannski leiðinlegra, en það er mjög mikil- vægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað það er ótrúlega drjúgt og gott að gera arfahreinsun einu sinni á hausti. Það er aðallega vegna þess að illgresið er miklu lengur að heldur en fólk gerir sér grein fyrir. Nú er til dæmis mikið af illgresisfræjum sem eru að fjúka yfir alla garða og setjast niður hvar sem feita mold er að finna.“ Sigríður segir fólk oft lenda í því að hafa verið duglegt við að viðhalda garðinum allt sumarið en slái svo slöku við þegar hausta tekur. „Fólk skilur svo ekkert í því næsta vor hvað það eru rosalega mikil fræ og illgresið fljótt að spretta. En skýringin er semsagt sú að illgresið spírar langt fram á haust.“ Að öðru leyti mælir Sigríður með því að fólk láti það vera sitt helsta haustverk næstu vikur að njóta garða sinna. „Það er í raun og veru ekki kominn tími á nein alvöru haustverk fyrr en laufin eru fallin af trjánum. Ef fólk ætlar að gera eitthvað stórtækt eins og að flytja tré þá ætti það að bíða með það.“ Að lokum segir Sigríður að ekki sé kominn tími á klippingar fyrr en eftir áramót í fyrsta lagi. „Það er best að klippa og færa trén þegar þau eru í dvala. Besti tíminn fyrir það er frá janúar fram í apríl.“ valgeir@frettabladid.is Haustverkin í garðinum Sigríður Helga segir að fólk eigi að njóta haustsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er eitt og annað sem þarf að gera þegar laufin fara að falla. Gates vinsælastur SAMKVÆMT NIÐURSTÖÐUM GOOGLE VEFSÍÐUNNAR ERU NOTENDUR GOOGLE EARTH FORRITSINS FORVITNASTIR UM HÚS BILL GATES, FORSTJÓRA MICROSOFT. Loftmyndir af húsi milljarðamæringsins voru oftast skoð- aðar af notendum enda ekki um neina smásmíð að ræða. Með þessu skákaði Gates sjálfum forseta Bandaríkjanna því Hvíta húsið var aðeins í þriðja sæti yfir mest skoðuðu staðina á Google Earth. Í öðru sæti var Area 51 sem þeir sem aðhyllast samsæriskenningar telja að sé rannsóknar- miðstöð bandarískra stjórnvalda á fljúgandi furðuhlutum og geimverum. - vör Loftmynd af húsi Bill Gates. Bill Gates er vinsæll maður. Spjöld og merki í alls kyns stærðum og gerðum fást til að merkja útidyrahurðina þannig að allir ættu að geta fundið sinn eigin stíl. Handrið og stigasmíði Mikið úrval af handriðum inni sem úti. Stigar fáanlegir á lager - Gerum tilboð í sérsmiði. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir �������������������� ��������������������������� ��������������������� ���������������������� ����������������������� ���������������������� �������������������� ��������������������� ��������������� ���������������������� ��������������� ��������� ���������� ���������������� ��� ������������������������ ������������������� �������������������� ����������������������� �������������������������� �� ����������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.