Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 10
10 4. september 2006 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL „Þetta er algjör stefnubreyting hjá ráðherranum í jákvæða átt,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, um orð og gjörðir Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra um þungaflutninga. Sturla sagðist í Fréttablaðinu fyrir skömmu vilja að vöru- flutningar færðust af þjóðvegunum út á sjó og í loft. Það væri þó undir hagkvæmni komið hvort af því gæti orðið. Hefur ráðherrann skipað starfshóp til að fara ofan í saumana á málinu. Kristján Möller hefur lengi talað fyrir því að strandsiglingar hefjist á ný og flutt um það þingmál. „Ég hef bent á að hægt er að fara útboðsleiðina sem er vel þekkt í samgöngu- málum, bæði hjá okkur og annars staðar í Evr- ópu,“ segir Kristján. „Við setjum bara upp form og svo bjóða þeir í sem geta og segja hvað þeir vilja fá fyrir þetta. Auðvitað vildi ég helst að þetta væri gert á markaðsforsendum en ég held að það verði nú ekki og þar blandast inn í uppbygging fyrirtækjanna tveggja [Eim- skips og Samskipa] sem sinna bæði sjó- og landflutningum.“ Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, segir fraktflug til skoðunar hjá fyrirtækinu. Það hafi keypt nýjar flugvélar, Dash 8, sem séu hentugri til vöruflutninga en Fokker-vélarnar. „Flutningar með bílum eru mjög hagkvæmir svo þetta er spurning um hvar á markaðnum við getum staðsett okkur,“ segir Árni. Hann bendir á að Flugfélag Íslands flytji nú þegar talsvert af vörum og nefnir bæði dagblöð og matvöru í því sambandi. Þó sé unnið að skoðun á frekari möguleikum, til dæmis á að flytja fisk utan af landi til Kefla- víkurflugvallar sem þar færi um borð í þotur og út í heim. „Við erum að skoða fleti á því með fiskútflytjendum.“ Kristján Möller segir ýmis rök hníga að því að vöruflutningar færist af þjóðvegunum en gerir sér ekki í hugarlund hve mikla peninga ríkið þyrfti hugsanlega að greiða, yrðu skipa- flutningar boðnir út. „Ég get ekki nefnt tölur en þetta yrði til- flutningur á fé frá viðhaldi vega til skipaflutn- inga. Svo minnkaði slysahættan á þjóðvegun- um og þetta yrði líka umhverfisvænt.“ bjorn@frettabladid.is EÐ A LD A G A R Laugavegur Porsche Cayenne S skráður 02/03 ek. 42.000 verð 6.790.000 kr. Laugavegur Mercedes Benz C200 Kompressor skráður 07/06 ek. 700 verð 5.250.000 kr. Laugavegur Audi A4 avant quattro 3,2 skráður 02/05 ek. 9.000 verð 5.450.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga STEINI KASTAÐ Trésmiðurinn Markus Maire vann hefðbundna keppni í steinakasti í Sviss um helgina. Kastaði hann Unspunnen-steininum 3,89 metra, en steinninn vegur 83,5 kíló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARSTARF Yfir tvö prósent Íslend- inga voru skráð heimsforeldrar hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í lok ársins 2005 og voru alls 6.225 talsins. Engar aðrar þjóðir geta státað af jafn góðu hlutfalli styrktar- aðila UNICEF meðal einstaklinga. Þetta kemur fram í ársskýrslu UNICEF á Íslandi fyrir árið 2005, sem var fyrsta heila starfsárið í sögu íslensku landsnefndarinnar. Íslenska landsnefndin, sem var stofnuð í mars árið 2004, safnaði mest allra landsnefnda; tólf Bandaríkjadöl- um á hvern borgara. Landsnefndir UNICEF eru nú 37, en þær sjá um fjáröflun og fræðslu um réttindi barna. Nær öll tvíhliða verkefni íslensku landsnefndar- innar beinast að hinu fátæka ríki í Vestur-Afríku, Gíneu-Bissá. Þau verk- efni sem styrkt hafa verið af íslensk- um fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum nema nú um 3,5 millj- ónum dollara til næstu ára og má áætla að stuðningurinn frá Íslandi nemi um 2,5 prósentum af landsframleiðslu Gíneu-Bissá. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir árið hafa verið ævintýralegt. „Vöxtur- inn var mjög hraður í fyrra og við fengum frábærar móttökur. Í ár höfum við lagt mikið upp úr því að styrkja hjá okkur innviðina. Einnig höfum við sinnt verkefnum meðal annars í Gíneu-Bissá og Sierra Leone, ásamt því að vinna að fjölgun heimsforeldra.“ - sdg STEFÁN INGI STEFÁNSSON Fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir hlýjar móttökur standa upp úr á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ársskýrsla landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: Aflaði mest allra landsnefnda Aukin áhersla á fraktflug Flugfélag Íslands skoðar möguleikann á því að flytja fisk utan af landi til Keflavíkurflugvallar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar áhuga samgönguráðherra á að draga úr þungaflutningum á þjóðvegunum. NÝ FLUGVÉL FLUGFÉLAGS ÍSLANDS Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir DASH 8 flugvélar félagsins vera mjög hentugar til fraktflugs. LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur upplýst tvær af fjórum íkveikj- um á Akranesi í sumar. Þrír drengir á aldrinum tíu til tólf ára voru að verki í báðum tilfellun- um. Í júní var kveikt í bretta- stæðu við Sementsverksmiðju bæjarins og borinn var eldur að birgðageymsluhúsi Olís nokkru síðar. Þá brann áhaldahús Vinnuskólans til kaldra kola í byrjun júlí eftir íkveikju og loks var kveikt í húsi Síldarmjöls- verksmiðjunnar á Akranesi. Drengirnir hafa játað að hafa verið ábyrgir fyrir tveimur síðastnefndu íkveikjunum. - æþe Lögreglan á Akranesi: Tvær íkveikjur eru upplýstar ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar hefur flutt Tetra fjarskiptabúnað niður af Ingólfs- fjalli fyrir Neyðarlínuna. Tetra er talstöðvar- og farsímakerfi fyrir viðbragðsaðila. „Þessi fjarskiptastaður á hæsta punkti fjallsins var lagður niður og aðrir staðir teknir í notkun í staðinn, sitthvorum megin við fjallið. Þetta var mjög erfiður staður til að sinna viðhaldi og rekstri,“ segir Jón Ágúst Sigurjónsson, tæknistjóri Tetra Ísland sem Neyðarlínan rekur. Við fjallið var viðbótar- sendi bætt við og því er ekki um skerta þjónustu að ræða. - rsg Fjarskiptabúnaður fjarlægður: TF-LIF á Ing- ólfsfjalli INGÓLFSFJALL Landhelgisgæslan fjar- lægði fjarskiptabúnaðinn fyrir Neyðar- línuna. Ljósin ekki slökkt Starfsmenn hollensku rafmagns- veitunnar eru hættir við að slökkva ljósin á fótboltavelli í Amsterdam á miðvikudag á meðan á landsleik Hollendinga og Hvíta-Rússlands mun standa. Höfðu starfsmennirnir hótað þessu í mótmælaskyni við áætlanir ríkisstjórnarinnar um að gera raforku- markaðinn frjálsan. HOLLAND ÁRNI GUNNARSSON KRISTJÁN L. MÖLLER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.