Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 10

Fréttablaðið - 04.09.2006, Page 10
10 4. september 2006 MÁNUDAGUR STJÓRNMÁL „Þetta er algjör stefnubreyting hjá ráðherranum í jákvæða átt,“ segir Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, um orð og gjörðir Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra um þungaflutninga. Sturla sagðist í Fréttablaðinu fyrir skömmu vilja að vöru- flutningar færðust af þjóðvegunum út á sjó og í loft. Það væri þó undir hagkvæmni komið hvort af því gæti orðið. Hefur ráðherrann skipað starfshóp til að fara ofan í saumana á málinu. Kristján Möller hefur lengi talað fyrir því að strandsiglingar hefjist á ný og flutt um það þingmál. „Ég hef bent á að hægt er að fara útboðsleiðina sem er vel þekkt í samgöngu- málum, bæði hjá okkur og annars staðar í Evr- ópu,“ segir Kristján. „Við setjum bara upp form og svo bjóða þeir í sem geta og segja hvað þeir vilja fá fyrir þetta. Auðvitað vildi ég helst að þetta væri gert á markaðsforsendum en ég held að það verði nú ekki og þar blandast inn í uppbygging fyrirtækjanna tveggja [Eim- skips og Samskipa] sem sinna bæði sjó- og landflutningum.“ Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flug- félags Íslands, segir fraktflug til skoðunar hjá fyrirtækinu. Það hafi keypt nýjar flugvélar, Dash 8, sem séu hentugri til vöruflutninga en Fokker-vélarnar. „Flutningar með bílum eru mjög hagkvæmir svo þetta er spurning um hvar á markaðnum við getum staðsett okkur,“ segir Árni. Hann bendir á að Flugfélag Íslands flytji nú þegar talsvert af vörum og nefnir bæði dagblöð og matvöru í því sambandi. Þó sé unnið að skoðun á frekari möguleikum, til dæmis á að flytja fisk utan af landi til Kefla- víkurflugvallar sem þar færi um borð í þotur og út í heim. „Við erum að skoða fleti á því með fiskútflytjendum.“ Kristján Möller segir ýmis rök hníga að því að vöruflutningar færist af þjóðvegunum en gerir sér ekki í hugarlund hve mikla peninga ríkið þyrfti hugsanlega að greiða, yrðu skipa- flutningar boðnir út. „Ég get ekki nefnt tölur en þetta yrði til- flutningur á fé frá viðhaldi vega til skipaflutn- inga. Svo minnkaði slysahættan á þjóðvegun- um og þetta yrði líka umhverfisvænt.“ bjorn@frettabladid.is EÐ A LD A G A R Laugavegur Porsche Cayenne S skráður 02/03 ek. 42.000 verð 6.790.000 kr. Laugavegur Mercedes Benz C200 Kompressor skráður 07/06 ek. 700 verð 5.250.000 kr. Laugavegur Audi A4 avant quattro 3,2 skráður 02/05 ek. 9.000 verð 5.450.000 kr. *M.v. SP-bílasamninga STEINI KASTAÐ Trésmiðurinn Markus Maire vann hefðbundna keppni í steinakasti í Sviss um helgina. Kastaði hann Unspunnen-steininum 3,89 metra, en steinninn vegur 83,5 kíló. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARSTARF Yfir tvö prósent Íslend- inga voru skráð heimsforeldrar hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í lok ársins 2005 og voru alls 6.225 talsins. Engar aðrar þjóðir geta státað af jafn góðu hlutfalli styrktar- aðila UNICEF meðal einstaklinga. Þetta kemur fram í ársskýrslu UNICEF á Íslandi fyrir árið 2005, sem var fyrsta heila starfsárið í sögu íslensku landsnefndarinnar. Íslenska landsnefndin, sem var stofnuð í mars árið 2004, safnaði mest allra landsnefnda; tólf Bandaríkjadöl- um á hvern borgara. Landsnefndir UNICEF eru nú 37, en þær sjá um fjáröflun og fræðslu um réttindi barna. Nær öll tvíhliða verkefni íslensku landsnefndar- innar beinast að hinu fátæka ríki í Vestur-Afríku, Gíneu-Bissá. Þau verk- efni sem styrkt hafa verið af íslensk- um fyrirtækjum, einstaklingum og félagasamtökum nema nú um 3,5 millj- ónum dollara til næstu ára og má áætla að stuðningurinn frá Íslandi nemi um 2,5 prósentum af landsframleiðslu Gíneu-Bissá. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir árið hafa verið ævintýralegt. „Vöxtur- inn var mjög hraður í fyrra og við fengum frábærar móttökur. Í ár höfum við lagt mikið upp úr því að styrkja hjá okkur innviðina. Einnig höfum við sinnt verkefnum meðal annars í Gíneu-Bissá og Sierra Leone, ásamt því að vinna að fjölgun heimsforeldra.“ - sdg STEFÁN INGI STEFÁNSSON Fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir hlýjar móttökur standa upp úr á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ársskýrsla landsnefndar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi: Aflaði mest allra landsnefnda Aukin áhersla á fraktflug Flugfélag Íslands skoðar möguleikann á því að flytja fisk utan af landi til Keflavíkurflugvallar. Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar áhuga samgönguráðherra á að draga úr þungaflutningum á þjóðvegunum. NÝ FLUGVÉL FLUGFÉLAGS ÍSLANDS Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir DASH 8 flugvélar félagsins vera mjög hentugar til fraktflugs. LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur upplýst tvær af fjórum íkveikj- um á Akranesi í sumar. Þrír drengir á aldrinum tíu til tólf ára voru að verki í báðum tilfellun- um. Í júní var kveikt í bretta- stæðu við Sementsverksmiðju bæjarins og borinn var eldur að birgðageymsluhúsi Olís nokkru síðar. Þá brann áhaldahús Vinnuskólans til kaldra kola í byrjun júlí eftir íkveikju og loks var kveikt í húsi Síldarmjöls- verksmiðjunnar á Akranesi. Drengirnir hafa játað að hafa verið ábyrgir fyrir tveimur síðastnefndu íkveikjunum. - æþe Lögreglan á Akranesi: Tvær íkveikjur eru upplýstar ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar hefur flutt Tetra fjarskiptabúnað niður af Ingólfs- fjalli fyrir Neyðarlínuna. Tetra er talstöðvar- og farsímakerfi fyrir viðbragðsaðila. „Þessi fjarskiptastaður á hæsta punkti fjallsins var lagður niður og aðrir staðir teknir í notkun í staðinn, sitthvorum megin við fjallið. Þetta var mjög erfiður staður til að sinna viðhaldi og rekstri,“ segir Jón Ágúst Sigurjónsson, tæknistjóri Tetra Ísland sem Neyðarlínan rekur. Við fjallið var viðbótar- sendi bætt við og því er ekki um skerta þjónustu að ræða. - rsg Fjarskiptabúnaður fjarlægður: TF-LIF á Ing- ólfsfjalli INGÓLFSFJALL Landhelgisgæslan fjar- lægði fjarskiptabúnaðinn fyrir Neyðar- línuna. Ljósin ekki slökkt Starfsmenn hollensku rafmagns- veitunnar eru hættir við að slökkva ljósin á fótboltavelli í Amsterdam á miðvikudag á meðan á landsleik Hollendinga og Hvíta-Rússlands mun standa. Höfðu starfsmennirnir hótað þessu í mótmælaskyni við áætlanir ríkisstjórnarinnar um að gera raforku- markaðinn frjálsan. HOLLAND ÁRNI GUNNARSSON KRISTJÁN L. MÖLLER

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.