Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 67
MÁNUDAGUR 4. september 2006 Á heimasíðu Þjóðleikhússins er nú hægt að fræðast um leikferð Pét- urs Gauts til Osló en þar bloggar Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleik- hússtjóri um ævintýri hópsins á heimavelli leikskáldsins Henriks Ibsen. Þar í borg stendur nú yfir Ibsenhátíð í tilefni af hundrað ára ártíð leikskáldsins og greinir Tinna frá því að íslensk uppsetning á hans þekkta ljóðaleik hafi fallið vel í kramið hjá áhorfendum Þjóð- leikhússins í Osló, menn hafi þar klappað og blístrað sem annars sé ekki algengt hjá frændum vorum. Uppfærsla leikstjórans Balt- asars Kormáks á Pétri Gaut sló eftirminnilega í gegn hjá íslensk- um leikhúsgestum í vetur og var uppselt á flestar sýningarnar. Þjóðleikhúsinu hefur einnig verið boðið að ferðast með sýninguna til Bretlands og er fyrirhugað að setja hana upp í Barbican-menn- ingarmiðstöðinni í London í febrú- ar. Næstu sýningar hérlendis verða um miðjan september. - khh TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Leikhússtjóri bloggar um velgengni Péturs Gauts í Noregi á www.leikhusid.is. Leikhússtjórablogg Lestrarhestar í Grafarvogi hafa lagt að baki fjölda hillumetra í sumar því í Foldasafni hefur staðið yfir lestrarátak undir yfirskriftinni „Sumarlestur ber ávöxt“. Sigrún Ása Sigmarsdóttir bókasafnsfræðingur segir að rúmlega níutíu börn hafi tekið þátt í átakinu og lesið alls 102.870 síður af margskonar bókum. „Börnin hafa lesið allt frá einni bók og upp í 114 en það met á einn strákanna. Það tóku 33 strákar þátt í sumar sem er mjög ánægju- legt því alltaf er verið að ýja að því að þeir lesi ekki neitt,“ segir hún. Forsvarsmenn bókasafnsins eru einkar ánægðir með þátt- tökuna og árangurinn en þrisvar sinnum fleiri krakkar tóku þátt í sumar en í fyrra. Krakkarnir fengu lukkumiða í formi ávaxtar fyrir hverja lesna bók en þeir fylltu einnig út upp- lýsingar um lesturinn í þar til gerða bók og fengu að launum límmiða. Fyrr í vikunni var síðan dregið úr ávaxtamiðunum og fengu heppnir þátttakendur skemmtilega vinninga en allir þátttakendur fengu einnig bóka- gjöf frá Eddu útgáfu og að lokum var boðið upp á ávaxtahlaðborð úr „uppskeru sumarsins“. Sigrún Ása segir lestrarátakið hafa þríþætt markmið. „Við vilj- um styðja krakkana í að viðhalda þeirri lestrarfærni sem þeir hafa áunnið sér í námi en það skiptir jú miklu máli í framtíðinni. Síðan viljum við vitanlega fá þá sem oft- ast í heimsókn á safnið því við telj- um að hér sé góður heimur að sækja heim fyrir börn og í þriðja lagi gerum við þetta til að sanna það sem ekki allir vita að það getur verið gaman fyrir krakka að hafa bækur sem áhugamál.“ - khh LESTURINN BAR DRJÚGAN ÁVÖXT Krakkarnir gæddu sér á hlaðborði bókmennta og ávaxta. LESANDI SUMARSINS Sindri Snær las 114 bækur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GLAÐBEITTUR LESANDI HEILSAR BÓKA- MÚSINNI GERONIMO Níutíu krakkar á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í lestrarátaki Foldasafns. Ríkuleg uppskera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.