Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 67

Fréttablaðið - 04.09.2006, Side 67
MÁNUDAGUR 4. september 2006 Á heimasíðu Þjóðleikhússins er nú hægt að fræðast um leikferð Pét- urs Gauts til Osló en þar bloggar Tinna Gunnlaugsdóttir Þjóðleik- hússtjóri um ævintýri hópsins á heimavelli leikskáldsins Henriks Ibsen. Þar í borg stendur nú yfir Ibsenhátíð í tilefni af hundrað ára ártíð leikskáldsins og greinir Tinna frá því að íslensk uppsetning á hans þekkta ljóðaleik hafi fallið vel í kramið hjá áhorfendum Þjóð- leikhússins í Osló, menn hafi þar klappað og blístrað sem annars sé ekki algengt hjá frændum vorum. Uppfærsla leikstjórans Balt- asars Kormáks á Pétri Gaut sló eftirminnilega í gegn hjá íslensk- um leikhúsgestum í vetur og var uppselt á flestar sýningarnar. Þjóðleikhúsinu hefur einnig verið boðið að ferðast með sýninguna til Bretlands og er fyrirhugað að setja hana upp í Barbican-menn- ingarmiðstöðinni í London í febrú- ar. Næstu sýningar hérlendis verða um miðjan september. - khh TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Leikhússtjóri bloggar um velgengni Péturs Gauts í Noregi á www.leikhusid.is. Leikhússtjórablogg Lestrarhestar í Grafarvogi hafa lagt að baki fjölda hillumetra í sumar því í Foldasafni hefur staðið yfir lestrarátak undir yfirskriftinni „Sumarlestur ber ávöxt“. Sigrún Ása Sigmarsdóttir bókasafnsfræðingur segir að rúmlega níutíu börn hafi tekið þátt í átakinu og lesið alls 102.870 síður af margskonar bókum. „Börnin hafa lesið allt frá einni bók og upp í 114 en það met á einn strákanna. Það tóku 33 strákar þátt í sumar sem er mjög ánægju- legt því alltaf er verið að ýja að því að þeir lesi ekki neitt,“ segir hún. Forsvarsmenn bókasafnsins eru einkar ánægðir með þátt- tökuna og árangurinn en þrisvar sinnum fleiri krakkar tóku þátt í sumar en í fyrra. Krakkarnir fengu lukkumiða í formi ávaxtar fyrir hverja lesna bók en þeir fylltu einnig út upp- lýsingar um lesturinn í þar til gerða bók og fengu að launum límmiða. Fyrr í vikunni var síðan dregið úr ávaxtamiðunum og fengu heppnir þátttakendur skemmtilega vinninga en allir þátttakendur fengu einnig bóka- gjöf frá Eddu útgáfu og að lokum var boðið upp á ávaxtahlaðborð úr „uppskeru sumarsins“. Sigrún Ása segir lestrarátakið hafa þríþætt markmið. „Við vilj- um styðja krakkana í að viðhalda þeirri lestrarfærni sem þeir hafa áunnið sér í námi en það skiptir jú miklu máli í framtíðinni. Síðan viljum við vitanlega fá þá sem oft- ast í heimsókn á safnið því við telj- um að hér sé góður heimur að sækja heim fyrir börn og í þriðja lagi gerum við þetta til að sanna það sem ekki allir vita að það getur verið gaman fyrir krakka að hafa bækur sem áhugamál.“ - khh LESTURINN BAR DRJÚGAN ÁVÖXT Krakkarnir gæddu sér á hlaðborði bókmennta og ávaxta. LESANDI SUMARSINS Sindri Snær las 114 bækur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA GLAÐBEITTUR LESANDI HEILSAR BÓKA- MÚSINNI GERONIMO Níutíu krakkar á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í lestrarátaki Foldasafns. Ríkuleg uppskera

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.