Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 75

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 75
MÁNUDAGUR 4. september 2006 35 Á laugardagsmorgun voru Norður- Írar á leiðinni á EM 2008. „Við erum með frábært lið núna,“ sagði leigubílstjórinn sem skutlaði mér á völlinn. Ég hitti reyndar ekki á sama bílstjórann á leiðinni frá vellinum en það var í eina skiptið í allri ferðinni sem ég hitti á leigu- bílstjóra sem sagði ekki eitt stak- asta orð alla bílferðina. Norður-Írar féllu í gryfju sem við Íslendingar þekkjum svo vel, sér í lagi handboltaunnendur. Nokk- ur góð úrslit í vináttuleikjum og svo kemur skellurinn gegn nánast óþekktu liði og það á heimavelli. Ég vona að Íslendingar ofmetnist ekki eftir þennan frábæra sigur, það er langur vegur frá liði Norður-Íra til landsliðs Dana þó svo að Íslending- ar verði nú á heimavelli. Við höfum aldrei unnið Dani á knattspyrnu- vellinum og það er sannarlega tíma- bært að komast yfir þann múr. En íslenska liðið verður að vera raun- sætt og markmið þess eiga að snú- ast meira og minna um það að fá sex stig gegn „lakari“ liðum í riðlin- um og reyna að verjast eins vel og kostur er gegn stærri liðunum, sér í lagi á heimavelli. Útkoman er ef til vill ekki skemmtileg fyrir augað en það hefur margsannað sig að þetta er eini raunhæfi kosturinn í stöðunni. Eftir skelfilega byrjun gegn Trínidad og Tóbagó í London í febrúar hefur Eyjólfur Sverrisson nú sýnt og sannað hvers hann er megnugur. Hann og aðstoðarmenn hans unnu heimavinnu sína vel fyrir leikinn og þorðu að taka ákvarðanir sem einhverjir hefðu leyft sér að efast um. Það þarf kjark til að taka framherja úr liði í ensku úrvalsdeildinni og setja hann á bekkinn fyrir yngri og reynsluminni mann sem hefur varla fengið tækifæri í botnliði þýsku úrvalsdeildarinnar. Það sem ég hreifst mest af á Windsor Park er að íslenska liðið er loksins komið með góðan grunn. Frábæra miðverði sem kalla ekki allt ömmu sína og þá var ég sér- staklega ánægður með þá Jóhann- es Karl og Brynjar Björn sem léku á miðjunni og tengdu saman vörn og sókn. Þar tókst þeim afar vel upp. Þetta eru þeir tveir sem hafa verið hvað duglegastir að safna spjöldunum í gegnum tíðina en nú sýndu þeir á sér þá hlið sem er öllu betri. Þeir sýndu agaðan og yfirvegaðan leik án þess þó að gefa tommu eftir. Þegar þessi grunnur er orðinn jafn góður og hann var um helgina er auðvelt fyrir mann eins og Eið Smára Guð- johnsen að leika lausum hala. Og hann gerir alla betri í kringum sig - flóknara er það ekki. Það tekur tíma að byggja upp gott landslið. Sérstaklega þegar margir mánuðir geta liðið á milli þess sem liðið hittist. En góðir hlutir gerast hægt og við verðum að halda áfram á þeirri braut sem liðið er komið á - þrátt fyrir að við töpum jafnvel fyrir Dönum enn og aftur. Góðir hlutir gerast hægt Það er eðlilegt að vera í skýjunum eftir 3-0 sigur á Norður-Írum á útivelli. Þar með er þó ekki sagt að Ís- lendingar séu á leiðinni til Austurríkis og Sviss, þar sem lokakeppni EM fer fram eftir tæp tvö ár. GÓÐ LIÐSHEILD Byrjunarliðið náði einstaklega vel saman í leiknum gegn Norður- Írlandi í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTALJÓS EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Belfast. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is FÓTBOLTI Í gær mættust Brasilía og Argentína í vináttuleik í knattspyrnu á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. Brasilíumenn unnu leikinn 3-0. Nokkur kunnug- leg nöfn voru í báðum liðum en hvorug þjóðin var með sitt sterkasta lið. Miðjumaðurinn Blumer Elano skoraði tvö mörk fyrir Brasilíu en þessi 25 ára gamli leikmaður spilar með Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Það var svo Kaka, leikmaður AC Milan, sem skoraði síðasta mark leiksins eftir frábæran sprett sem hófst á vallarhelmingi Brasilíu. - dsd Vináttuleikur í knattspyrnu: Brasilía sigraði Argentínu BLUMER ELANO Leikmaður Shakhtar Donetsk fagnar hér öðru marki sínu í leiknum í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES RALL Frakkinn Sebastien Loeb setti nýtt met í gær þegar hann vann sigur í Japansrallinu. Þetta var 27. sigur hans í ralli en gamla metið átti Carlos Sainz. Þetta var sjöundi sigur Loeb á árinu í ellefu keppnum, sem er einnig met. Næstur á eftir Loeb í gær var Marcus Grönholm, aðeins 5,6 sekúndum á eftir Loeb. Þetta var í fyrsta sinn sem Loeb sigrar í Japansrallinu á ferlinum. Sebastien Loeb er langefstur í stigakeppni ökumanna með 102 stig en Marcus Grönholm með 69 stig í 2. sæti. Fimm mót eru eftir. - dsd HM í rallakstri: Loeb vann og setti tvö met SEBASTIEN LOEB Fagnar hér sigri með aðstoðarökumanni sínum. FÓTBOLTI Ragnhildur Sigurðardótt- ir og Ólafur Már Sigurðsson urðu í gær stigameistarar GSÍ þegar þau báru sigurorð á síðasta stigamótinu sem fram fór á Hvaleyri. Ragnhildur og Ólafur Már eru bæði í GR. Ólafur Már var efstur fyrir mótið í gær en Ragnhildur komst upp fyrir Tinnu Jóhannsdóttur, úr GK, með sigrinum í gær. Tinna gat ekki tekið þátt á mótinu vegna náms í Bandaríkjunum. Annar í stigakeppni karla var Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKJ. - dsd KB-mótaröðin í golfi: Ragnhildur og Ólafur unnu RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Er stigameistari kvenna í golfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.