Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 6
6 4. september 2006 MÁNUDAGUR DÓMSMÁL Ef ekki er hægt að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi svo lengi sem lögreglan telur nauðsynlegt gæti það skaðað rannsóknarhagsmuni. Þetta segir Ingimundur Einarsson, varalög- reglustjóri í Reykjavík. Nýir úrskurðir Hæstaréttar, þar sem þremur stórsmyglurum fíkniefna var sleppt úr gæslu- varðhaldi, svo og nýlega hand- teknu burðardýri fíkniefna, hafa vakið athygli. Ingimundur segir fíkniefnamál oft vera mjög lengi í rannsókn. Lögreglan þurfi að afla upplýsinga, ekki einungis hér á landi heldur einnig að utan. Í úrskurði Héraðsdóms kemur fram að lögreglan beið eftir rann- sóknargögnum, í máli þremenn- inganna, frá Hollandi. „Það má ekki gleyma því að þau afbrot sem menn eru að fást við hér geta varðað allt að tólf ára fangelsi,“ segir Ingimundur. „Þá ber að halda því til haga að gæslu- varðhaldstíminn kemur alltaf til frádráttar endanlegum afplánunartíma þegar dómur gengur. Að þessu leyti er þetta stefnubreyting hjá Hæstarétti, sem kom til að mynda fram í dómi sem gekk vegna úrskurðar sem Héraðsdómur Reykjaness hafði kveðið upp fyrir skömmu. Í því tilviki taldi Hæstiréttur að málið væri búið að vera það lengi í rann- sókn að menn ættu að vera tilbún- ir að leggja fram ákæru. Þá þótt- umst við merkja að Hæstiréttur væri að fara inn á nýjar brautir.“ Hvað varðar burðardýrið sem reyndi að smygla inn í landið tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst og Hæstiréttur úrskurðaði í vikunni að sleppt skyldi úr gæslu- varðhaldi segir Ingimundur að sá úrskurður sé nokkuð sem menn hafi ekki séð áður. „Hæstiréttur telur að ekki séu skilyrði til að halda þessum ein- staklingi í gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna sem er að finna í 2. málsgrein 103. greinar almennu hegningarlaganna,“ bætir hann við. Spurður hvort hugsanlegt sé að aukin tímapressa á lögregluna hafi áhrif á rannsókn fíkniefna- mála segir Ingimundur að dæmi séu um það. Ekki sé hægt að halda mönnum inni eins lengi og talið sé nauðsynlegt og það geti skaðað rannsóknarhagsmuni. Það er þó ekki raunin varðandi þá þrjá menn sem sleppt var úr haldi í vikunni. „Við erum komnir með þær upplýsingar sem við þurfum á að halda, að mestu leyti. En við þekkjum dæmi þar sem málum hefur verið vísað frá dómi vegna ófullnægjandi rannsóknar.“ jss@frettabladid.is LAUSAGÆSLA Þremenningarnir og burðardýrið sem sátu í gæsluvarðhaldi voru í lausagæslu en ekki í einangrun, eins og margir hafa haldið. Þeir bjuggu við sama kost og afplánunarfangar. Ósáttur við úrskurði Hæstaréttar Íslands Úrskurðir Hæstaréttar, þar sem fjórum fíkniefnasmyglurum var sleppt úr gæsluvarðhaldi, hafa vakið athygli. Varalögreglustjórinn í Reykjavík segir of mikla tímapressu geta skaðað rannsóknarhagsmuni. HÁTÍÐ Talið er að hátt í fjörutíu þúsund manns hafi verið í Reykja- nesbæ á laugardagskvöld vegna Ljósanæturhátíðar. „Hátíðin í heild hefur tekist mjög vel. Það var yndislegt veður, logn og sól í bænum. Þetta er sjöunda Ljósa- næturhátíðin og sú albesta,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menn- ingarfulltrúi í Reykjanesbæ. Um hundrað myndlistarmenn sýndu verk sín á Ljósanótt um helgina en áhersla var lögð á menningar- viðburði á hátíðinni. Hápunktar Ljósanætur voru stórtónleikar og flugeldasýning við sjávarbakkann á laugardags- kvöld. Sálin hans Jóns míns og fleiri komu fram og bergrisinn Ægir gnæfði yfir áhorfendur og dansaði í ljósunum af flugeldun- um í atriði á vegum KB banka. Að sögn lögreglu gekk hátíðin stórslysalaust fyrir sig en mikið var um ölvun og óspektir eftir að formlegri dagskrá lauk með flug- eldasýningunni um kvöldið og fram eftir nóttu. 68 unglingar voru færð í athvarf fyrir ungmenni vegna ölvunar. Ljósanótt Reykjanes- bæjar lauk með djasstónleikum í Listasafni Reykjanesbæjar í gær- kvöldi. - rsg Hundrað myndlistarmenn sýndu verk sín í Reykjanesbæ: Fjörutíu þúsund gestir á Ljósanótt LJÓSANÓTT Norðurljósin veittu flugeldasýningunni harða samkeppni og þótti samspil ljósanna á Ljósanótt stórbrotið. MYND/ VÍKURFRÉTTIR KJÖRKASSINN Finnst þér yfirlýsingar Seðla- bankastjóra um Kárahnjúka- mál viðeigandi? Já 25% Nei 75% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á stjórnarandstaðan að mynda kosningabandalag fyrir næstu þingkosningar? Segðu þína skoðun á visir.is AFMÆLI Fólk á öllum aldri lagði leið sína á opið hús í Straumsvík í gær sem haldið var í tilefni fjörutíu ára afmælis Alcan í Straumsvík. Boðið var upp á skoðunarferðir um álverið undir leiðsögn starfsmanna ásamt skemmtun fyrir börn og fullorðna. Meðal skemmtiatriða var söngskemmtun með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Friðrik Ómari, þá tóku Gunni og Felix lagið við miklar vinsældir yngri kynslóðarinnar. Boðið var upp á léttar veitingar og virtust allir skemmta sér vel enda skartaði veðrið sínu fegursta. Fólk sem tekið var tali þótti hugmyndin að opnu húsi góð og hafði Jónas Bjarnason á orði að hann myndi sennilega sækja um vinnu eftir að hafa skoðað svæðið, svo vel leist honum á staðinn. Birgitta kona hans sagði öryggismál greinilega í góðu lagi og mikið gert fyrir starfsfólkið. Saman höfðu þau hjónin notið þess að hlusta á óperukór Hafnarfjarðar á afmælis- hátíðinni. Mæðginin Guðlaug Sigmundsdóttir og Sölvi Mar Ottósson komu til að skoða og skemmta sér en heimilisfaðirinn vinnur á staðnum og eru þau því ekki að koma á svæðið í fyrsta sinn. Samkvæmt upplýsingum Ómars Halldórs- sonar, verkstjóra öryggismála hjá Alcan, mættu um 5.000 manns í afmælið og var dagurinn mjög vel heppnaður og óhappalaus. - hs Um fimm þúsund manns lögðu leið sína í Straumsvík: Afmælishátíð í álverinu í Straumsvík OPIÐ HÚS Í STRAUMSVÍK Hluti dagskrárinnar var utandyra og skemmtu börnin sér vel í uppblásinni rennibraut sem var á svæðinu. ORKUVEITAN Orkuveita Reykjavík- ur ætlar að leggja áherslu á umhverfismálin og hefur forstjóranum verið falið að endurskoða stefnu fyrirtækisins með það fyrir augum. Orkuveitan hefur áhuga á að koma upp rannsóknarsamstarfi við háskólana á starfssvæði Orkuveitunnar. Hluta verkefna verður úthýst „til að fá kraft og hugmyndir frá háskólunum og brúa bilið milli viðskiptalífs og háskólasamfélags,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson stjórnarformaður. Orkuveitan ætlar að setja sér töluleg markmið þannig að innan ákveðins tíma verði allir eða nær allir bílar fyrirtækisins á umhverfisvænu eldsneyti. - ghs Orkuveita Reykjavíkur: Bílarnir gangi fyrir metangasi NÁM Viðskiptaháskólinn á Bifröst hefur skipt um nafn og heitir nú Háskólinn á Bifröst. Rektor skólans, Runólfur Ágústsson, tilkynnti þetta við setningu skólans í gær. „Þegar Bifröst fékk heitið Viðskiptaháskólinn á Bifröst árið 2000 var skólinn sérhæfður viðskiptaháskóli en í dag erum við með mjög fjöldbreytt nám til BA- og BS-gráðu í þremur deildum; viðskiptadeild, lagadeild og félagsvísindadeild, og á annað hundrað manns eru í meistara- námi. Nafnabreytingin tekur mið af því,“ segir Runólfur. Hann segir að stjórn skólans hafi hugmyndir um að víkka starfssvið skólans enn frekar og á stefnuskránni sé að stofna nýja kennaradeild árið 2008 sem býður upp á almennt kennaranám. - rsg Viðskiptaháskólinn á Bifröst: Skólanum gefið nýtt nafn LÖGREGLUMÁL Lagt var hald á um sjötíu kannabisplöntur sem fundust við húsleit í Kópavogi fyrir helgi. Plönturnar fundust í íbúð í fjölbýlishúsi, hjá manni á fertugsaldri sem áður hefur komið við sögu lögreglunnar vegna sams konar mála. Maður- inn hafði ræktað plönturnar í tveimur herbergjum íbúðar sinnar þar sem hann býr einn. Hann hafði hlúð vel að plöntun- um, sett upp þar til gerð ljós og var vel birgur af plöntuáburði. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum en málið er enn í rannsókn lögreglu. - æþe Fíkniefnaeftirlit lögreglunnar: Kannabisskóg- ur í Kópavogi FLUG Fjórir Íslendingar voru meðal farþega í vél færeyska flugfélagsins Atlantic Airways sem nauðlenti í Björgvin í gær en þá sakaði ekki. Frá þessu var greint á vefnum Skessuhorn.is. Fulltrúar Akranes- kaupstaðar og Faxaflóahafna voru í vélinni, sem var á leið frá Kaupmannahöfn til Færeyja, og ætluðu mennirnir að kanna ástand strandferðaskipsins Barsskor sem Akurnesingar hafa samþykkt að kaupa á eina krónu. Ekki var hægt að lenda í Færeyjum vegna bilunar í vængbörðum vélarinnar og lengri flugbraut þurfti til að stöðva flugvélina giftusamlega með bremsum í hjólum einum saman. Vélinni var snúið til Björgvinjar og tókst lendingin betur en á horfðist. Níutíu farþegar voru í flugvélinni. - rsg Bilun í vængbörðum: Færeysk flugvél nauðlenti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.