Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 73
MÁNUDAGUR 4. september 2006 33 SEPTEMBER-TILBOÐ! Ekki missa af þessu tækifæri. 15%afslætti FÓTBOLTI Forráðamenn Barcelona vilja ólmir fá hinn sænska Henrik Larsson til baka til félagsins, þó ekki til að spila með liðinu heldur til að að gefa honum og stuðnings- mönnum félagsins tækifæri til að kveðjast formlega. Larsson komst í sögubækur félagsins með innkomu sinni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð þar sem hann lagði upp bæði mörk Barca gegn Arsenal en sneri til Helsingborgar í heimalandi sínu í sumar. Forráðamenn Barca vilja halda kveðjuathöfn fyrir Larsson fyrir heimaleikinn gegn Osasuna um næstu helgi og leggja mikla áherslu á að leikmaðurinn verði á staðnum. Eins og kunnugt er var Eiður Smári Guðjohnsen að stóru leyti keyptur til Barcelona til að fylla upp í plássið sem Larsson skildi eftir sig. - vig Forráðamenn Barcelona: Vilja fá Larsson til baka HENRIK LARSSON Var borinn á gullstól eftir að hafa leitt Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni í vor. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Spánverjar urðu í gær heimsmeistarar í körfubolta þegar þeir lögðu Grikki í úrslitaleik, 70- 47. Grikkir, sem eru ríkjandi Evr- ópumeistarar og unnu Bandaríkja- menn í undanúrslitum, sáu aldrei til sólar í leiknum eins og stiga- fjöldinn gefur til kynna. Staðan í hálfleik var 43-23 og Grikkir skoruðu aldrei meira en 13 stig í einum leikhluta. Sannað- ist hið fornkveðna að enginn spil- ar betur en andstæðingurinn leyf- ir og Spánverjar áttu sigurinn fyllilega skilinn. Spænska liðið lék án sinnar stærstu stjörnu, Pau Gasol, sem var meiddur en það virtist ekki koma að sök. Spánverjar náðu forystunni strax í byrjun leiks og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-12. En í öðrum leikhluta má nánast segja að Spánverjar hafi gert út um leik- inn þegar þeir skoruðu 25 stig gegn 11 stigum Grikkja og staðan í hálfleik 43-23. Spánverjar héldu ró sinni og einbeitingu og lentu aldrei í vandræðum með lánlausa Grikki. Jorge Garbajosa og Juan- Carlos Navarro voru stigahæstir hjá Spánverjum með 20 stig en Garbajosa setti m.a. niður 6 þriggja stiga körfur, auk þess sem hann tók 10 fráköst. Michail Kaki- ouzis var langbesti maður Grikkja í leiknum en hann skoraði 17 stig og tók 9 fráköst. - dsd Heimsmeistarakeppnin í körfubolta: Spænskir yfirburðir SPÁNVERJAR HEIMSMEISTARAR Pau Gasol sést hér lyfta bikarnum. Hann var meiddur í gær og gat ekki leikið með en það kom ekki að sök. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Zinedine Zidane, fyrrum fyrirliði franska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, neitar að taka við launagreiðslum frá Real Madrid þótt hann eigi fullan rétt á þeim. Zidane ákvað sem kunnugt er að leggja skóna á hilluna í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Real og ákvað spænska félagið að verða við þeirri ósk snillingsins gegn því að hann ynni sem útsendari og sendiherra fyrir félagið á þessu keppnistímabili. Fyrir það átti Zidane að fá sex milljónir evra á árinu, eða rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna. Zidane telur hins vegar ekki rétt af sér að þiggja þau laun. „Þetta er dæmigert fyrir Zidane og sýnir hversu mikill öðlingur hann er. Hans framlag til Real Madrid var og er ennþá ómetanlegt,“ sagði talsmaður Real við spænska blaðið AS. Forráðamenn Real Madrid vinna nú hörðum höndum að því að ná samkomulagi við franska knattspyrnusambandið um að spila góðgerðarleik til heiðurs Zidane, á milli Real og franska landsliðsins. - vig Zinedine Zidane: Þiggur ekki laun frá Real Madrid ZINEDINE ZIDANE Lætur gott af sér leiða og gerir sitt besta til að laga ímynd sína. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.