Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.09.2006, Blaðsíða 24
 4. september 2006 MÁNUDAGUR4 Eftir því sem kvöldin lengjast er þörf á meiri lýsingu bæði utan dyra og innan. Því var litið í ljósabúðir. Það nýjasta í útilýsingu þetta haustið eru svokölluð díóðuljós. Þau ryðja sér einnig til rúms innan dyra og svo munu lituð ljós setja svip á heimilin á næstunni, sér- staklega rauð. Þetta segir Einar Sveinn Magnússon, sölumaður í Pfaff Borgarljósum á Grensásvegi. Kristján Kristjánsson í Lumex í Skipholti er algerlega sama sinnis, að minnsta kosti hvað díóðuljósin varðar. Þar verður komið úrval nýrra ljósa um miðjan september að hans sögn en í Borgarljósum eru nokkur ný komin upp og þang- að sentist myndasmiður okkar til að smella af. Díóðuljósin eru lítil og með öðrum blæ en flest önnur ljós. Þau fást í ýmsum litum og hægt er líka að fá díóðuljós sem skipta litum sjálf. Díóðuljósin eru gjarnan felld inn í veggi eða stéttar ef um úti- ljós er að ræða. Þau eru dýrari en önnur ljós en díóðan endist í 100 þúsund tíma og eyðir mjög litlu rafmagni. Díóðuljós henta því einkar vel sem útiljós og enginn munur er á frágangi þeirra og annarra ljósa. Sem nýjung í innilýsingu eru svo litaðir lampar og hengiljós. Mest ber á rauðum enn sem komið er. Skemmtileg tilbreyting frá öllum þeim hvítu ljósum sem áber- andi hafa verið síðustu árin. - gun Díóðuljós og rauðir lampar Díóðuljósin endast í hundrað þúsund tíma og eyða mjög litlu rafmagni. Ljósin á síðunni fást í Pfaff Borgarljósum á Grensásvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Ný og endurbætt húsgagna- verslun var opnuð laugardag- inn 25. ágúst í húsnæði Heima að Síðumúla 30. Í hinu 2.400 fermetra húsnæði má finna einstakt úrval húsgagna og fylgihluta frá heimsþekktum fram- leiðslufyrirtækjum. Þar ber fyrst að nefna þýska fyrirtækið Hulsta og hið franska Chateaux d‘ Ax. Hulsta er þekkt fyrir hágæða viðarvöru fyrir hús og heimili. Chateau d´Ax er aftur vinsæll sófa- framleiðandi og stórtækur á sínu sviði. Línan frá fyrirtækinu er breið og því má finna allt frá vönd- uðum hornsófum upp í tungusófa. Þrátt fyrir ólíkt útlit eiga hús- gögn frá þessum fyrirtækjum það sameiginlegt að vera hágæða hön- unarvara, hvort heldur sem þau eru í nútímalegum eða gamaldags stíl. Þarna er líka að finna fyrirtæki að nafni FSM sem eru í eigu sviss- neskra aðila, en það er meðal ann- ars þekkt fyrir framleiðslu á marg- nýtanlegum stólum, sem breyta má með lítilli fyrirhöfn. Þráðlausir rafknúnir hvíldarstólar frá fyrir- tækinu hafa einnig verið nokkuð eftirsóttir í gegnum tíðina. Verslunina Heima má enn finna í sinni upprunalegu mynd í húsinu, en hún er aðeins hluti af víðfeðmu húsnæðinu þar sem hvert fyrir- tæki hannar sinn eigin hluta. Að þessu sögðu má ljóst vera að þarna ættu allir í húsgagnahugleiðingum að finna eitthvað við sitt hæfi. - rve Áður óþekkt húsgagnaúrval Verslunin Heima var opnuð fyrir rúmri viku. TILBOÐSDAGAR 10 - 60% AFSLÁTTUR Bæjarlind 6, Kóp. - s.534 7470 - www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugad. 10-16 Nýjar vörur frá Pej 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.